Morgunblaðið - 12.08.2014, Side 31
stofnaða Landsbanka hf. og starfaði
þar fram í október 2010. Þá leitaði
hugurinn að nýju í lögmennskuna
og Gunnar gekk við til liðs við Lex
lögmannsstofu sem meðeigandi og
hefur starfað þar síðan.
Gunnar var gjaldkeri Orators, fé-
lags laganema við HÍ, stofnaði,
ásamt félögum sínum, körfuknatt-
leiksdeild Stjörnunnar 1993 og var
formaður deildarinnar fyrstu árin.
Hvatamaður þess framtaks var
gamall félagi Gunnars úr laganámi,
Ólafur E. Rafnsson, sem þá var for-
maður Körfuknattleikssambands Ís-
lands, en Ólafur féll frá langt fyrir
aldur fram á síðasta ári. Þá starfaði
Gunnar í skátahreyfingunni á sínum
yngri árum, gekk 16 ára í Hjálpar-
sveit skáta í Garðabæ og var gjald-
keri sveitarinnar í nokkur ár.
Gunnar setur fjölskylduna í
fyrsta sæti í frítímanum: „Það er
fátt notalegra en kósýkvöld heima
við með eiginkonu og börnum. Auk
þess hef ég mikinn áhuga á elda-
mennsku og annast yfirleitt mat-
seldina á mínu heimili. Ég stunda
golf af kappi á sumrin en körfu-
knattleik á veturna. Veiðar hafa líka
alltaf heillað og í haust mun ég
þreyta frumraun mína við hrein-
dýraveiðar. Loks hef ég alltaf haft
gaman af ferðalögum, ekki síst með
fjölskyldunni.“
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars er Ásta
Þórarinsdóttir, f. 1.2. 1970, fram-
kvæmdastjóri. Foreldrar hennar
eru Þórarinn Bjarki Guðmundsson,
f. 18.8. 1942, skrifstofumaður, og
Kristín Líndal, f. 29.10. 1945, kenn-
ari. Þau búa í Kópavogi.
Börn Gunnars og Ástu eru Krist-
ín Viðar, f. 11.8. 1998, nemi við MR,
og Dagur Ingi Viðar, f. 22.1. 2004,
nemi í Snælandsskóla.
Hálfsystkini Gunnars, samfeðra,
eru Jónína Lára Einarsdóttir, f. 1.3.
1947, myndlistarmaður í Reykjavík,
og Indriði Einarsson, f. 19.3. 1957,
leiðsögumaður í Reykjavík.
Alsystur Gunnars eru Birna
Einarsdóttir, f. 4.11. 1962, leikskóla-
kennari í Reykjavík, og Margrét
Viðar, f. 26.5. 1967, lögfræðingur í
Róm.
Foreldrar Gunnars: Einar Viðar,
f. 6.7. 1927, d. 5.4. 1984,
hæstaréttarlögmaður, og Ingileif S.
Ólafsdóttir, f. 11.12. 1939, hjúkr-
unarfræðingur í Garðabæ.
Stjúpfaðir Gunnars var Gunnar
Finnbogason, f. 6.2. 1939, d. 12.5.
2014, skógfræðingur.
Úr frændgarði Gunnars Viðar
Gunnar
Viðar
Ragnhildur Jensdóttir
húsfr. í Selárdal
Gísli Árnason
b. í Selárdal í Arnarfirði
Ragnhildur Gísla
Gísladóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Ólafur Þórður Kristjánsson
skólam. Flensborgarskóla
Ingileif Ólafsdóttir
hjúkrunarfr. í Garðabæ
Bessabe Halldórsdóttir
húsfr. í Bjarnardal
Einar Viðar bankaritari
og söngvari í Rvík
Ingibjörg Thors
forsætisráðherrafrú
EufemíaWaage
leikkona
Indriði Waage
leikari
HákonWaage
leikari
Jórunn Viðar
tónskáld
Katrín Fjeldsted
læknir og fyrrv. alþm.
Einar Thoroddsen
læknir
Guðmundur
Thoroddsen
myndlistarm.
Lovísa Fjeldsted
sellóleikari í Sin-
fóníuhljómsv. Ísl.
Drífa Viðar
Thoroddsen
rith. og
listmálari
Kristjana Jónsdóttir
húsfr. á Ísafirði
Sveinn Helgason
fasteignasali og
útibússtj. á ÍsafirðiGuðrún Helgadóttir
Viðar
húsfr. í Rvík
Gunnar Viðar
bankastj. og hagfr. í Rvík
Einar Viðar
hrl. í Garðabæ
Martha María
Guðjohnsen
húsfr. í Rvík
Kristjana
Guðjohnsen
húsfr. í Rvík
Jón Halldórsson
söngstj.
Fóstbræðra
Pétur
Halldórsson
borgarstjóri
Halldór
Pétursson
teiknari
Indriði Einarsson
hagfr. og rith. í Rvík
Halldór Einarsson
b. á Íbishóli, langafi Vilhjálms Egilssonar og Álftagerðisbræðra
Ásthildur Ólafsdóttir,
fyrrv. kennari
í Hafnarfirði
Kristján Bersi
Ólafsson
skólameistari
Ólafur Þ. Harðarson
stjórnmálafræðingur
Tryggvi Harðarson
bæjarstjóri
Halldór Kristjánsson
frá Kirkjubóli alþm. og rith.
Guðmundur Ingi
skáld frá Kirkjubóli
Kristján G. Guðmundsson
b. í Bjarnardal í Önundarf.
Guðrún Guðmundsd.
húsfr. á Mosvöllum
Ragnheiður
Guðmundsd.
húsfr. í Rvík
Gestur Ólafsson
skipulagsfr.
Þórunn
rith. og
sagnfr.
Valdimar
Ólafsson
yfirflug–
umferðarstj.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
sturtusett
Hitastýrt
Verð frá kr. 66.900
Gæði fara aldrei úr tísku
Gísli Halldórsson arkitektfæddist á Jörfa í Kjós fyrirréttri öld. Foreldrar hans
voru Halldór Halldórsson, bóndi á
Jörfa og síðar búsettur í Austurkoti í
Skjólunum í Reykjavík, þar sem
hann stundaði sjóróðra, og k.h., Guð-
laug Jónsdóttir húsfreyja. Gísli átti
10 systkini sem öll eru látin.
Eiginkona Gísla var Inger Margr-
ete Erichsen sem lést 1987, en sonur
þeirra er Leifur Gíslason bygginga-
fræðingur.
Gísli lauk prófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1933, sveinsprófi í húsa-
smíði 1935, lauk prófum frá Det
Tekniska Selskabs Skole í Kaup-
mannahöfn 1938, stundaði nám í
arkitektúr við Det kongelige Aka-
demi for de skönne kunster og lauk
námi 1940 en kom þá heim með
„Petsamoferðinni“, fór aftur utan
eftir stríð og lauk lokaprófum l947.
Gísli starfrækti teiknistofu í
Reykjavík ásamt Sigvalda Thordar-
son arkitekt til 1948, starfrækti síð-
an stofuna einn á árunum 1948-57 en
eftir það sem sameignarfélag með
nokkrum starfsmönnum sínum.
Gísli teiknaði m.a. Íþróttahús Há-
skóla Íslands, ásamt Sigvalda Thor-
darson, teiknaði Íþróttaleikvanginn í
Laugardalnum og Laugardalshöll-
ina, ásamt Skarphéðni Jóhannssyni,
teiknaði verslunarmiðstöðina Aust-
urver í Reykjavík, Tollhúsið í
Tryggvagötu og Hótel Loftleiðir,
ásamt Ólafi Júlíussyni og Leifi
Gíslasyni.
Gísli var borgarfulltrúi 1958-74,
sat í borgarráði 1962-70 og var for-
seti borgarstjórnar1970-74. Hann
sat í byggingarnefnd, skipulags-
nefnd og umferðarnefnd og var um
áratuga skeið í forystuhópi íslenskr-
ar íþróttahreyfingar. Hann var for-
maður stjórnar íþróttavallanna, for-
maður íþróttaráðs, formaður
húsnefndar og bygginganefndar
KR, sat í stjórn Íþróttabandalags
Reykjavíkur frá stofnun 1944 og for-
maður 1949-1962, forseti ÍSÍ 1962-
80, sat í sambandsráði þess í 22 ár, í
ólympíunefnd 1951-94 og var for-
maður hennar 1972-94.
Gísli lést 8.10. 2012.
Merkir Íslendingar
Gísli
Halldórsson
90 ára
Guðrún Samúelsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Kolfinna Gerður Pálsdóttir
María Kristjánsdóttir
Snæbjörn Pálsson
85 ára
Anna V. Gissurardóttir
Lára Jóhanna Karlsdóttir
Pálmi Guðmundsson
Una Sigurðardóttir
80 ára
Hugljúf Pálsdóttir
Kristinn Breiðfjörð
Guðlaugsson
Nanna Ingólfsdóttir
75 ára
Guðfinna Sigurðardóttir
Gunnar Kr. Gunnarsson
Jón V. Ottason
Ragnheiður Edda
Hákonardóttir
Steinn Eyjólfsson
70 ára
Baldur Jónsson
Gísli Guðgeir Guðjónsson
Kolbrún Eiríksdóttir
Magnús Briem
Sigríður Dögg
Guðmundsdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
Tryggvi Marteinsson
Valdemar Thorarensen
Valdimar G. Valdimarsson
60 ára
Baldur Hauksson
Dagný Jóhannsdóttir
Elín Ryan
Garðar Sigurþórsson
Guðbjörg Ríkharðsdóttir
Hanna Rúna Jóhannsdóttir
Jónína Arndís
Steingrímsdóttir
Páll Þórarinsson
Sigrún Birna Kristjánsdóttir
50 ára
Björk Birgisdóttir Olsen
Dariusz Kazimierz Szuba
Elvar Örn Unnsteinsson
Eysteinn Bragason
Georg Bragi Einarsson
Guðmundur Ómar
Pétursson
Guðni Magnús Björnsson
Kristín Inga Atladóttir
Magni Freyr Hauksson
Malgorzata Ewa Gawronska
Sigríður Ingifríð Michelsen
Sigríður Kristinsdóttir
Steinunn Kristjana
Ævarsdóttir
Wojciech Tomaszewski
40 ára
Baldvin Eyjólfsson
Björgvin Már Hansson
Edith Ólafía Gunnarsdóttir
Eysteinn Húni Hauksson
Kjerúlf
Mariusz Lech Bernt
Þorgrímur Darri Jónsson
Þórdís Þórisdóttir
30 ára
Elísa Guðrún
Brynjólfsdóttir
Hilmar Ásgeirsson
Kristín Heiða Garðarsdóttir
Lilja Dögg Óladóttir
Mateusz Jan Liberra
Melissa Þórisson
Ragna Magnúsdóttir
Robert Michal Marszal
Sara Hjörleifsdóttir
Sigurður Eyþórsson
Stefán Björn Hauksson
Tu Ngoc Vu
Til hamingju með daginn
30 ára Unnur ólst upp á
Blönduósi og í Kópavogi
og er lögfræðingur fyrir
kærunefndir á vegum vel-
ferðarráðuneytisins.
Maki: Hrafnkell Már Stef-
ánsson, f. 1984, verkfr..
Börn: Rakel Ágústa, f.
2006, og Haukur Ingi, f.
2012.
Foreldrar: Ómar Ragn-
arsson, f. 1957, læknir, og
Ágústa Frímannsdóttir, f.
1958, d. 1995, hjúkr-
unarfræðingur.
Unnur Björg
Ómarsdóttir
30 ára María ólst upp á
Akureyri og Dalvík, býr í
Reykjavík, stundar nám í
spænsku við HÍ og er
flugfreyja hjá Icelandair.
Bræður: Júlíus, f. 1986;
Gunnar, f. 1990, og Þor-
steinn, f. 1997.
Foreldrar: Kristján Þór
Júlíusson, f. 1957, alþm.
og heilbrigðisráðherra, og
Guðbjörg Ringsted, f.
1957, myndlistarkona og
safnstjóri Leikfangasafns-
ins á Akureyri.
María
Kristjánsdóttir
30 ára Ránar ólst upp á
Þórshöfn og býr þar, lauk
BA-prófi í sagnfræði frá
HÍ og er nú sundlaug-
arvörður á Þórshöfn.
Systkini: Stefán Jóns-
son, f. 1974; Kapitóla
Jónsdóttir, f. 1977, og Ein-
ar Jónsson, f. 1985.
Foreldrar: Jón Stef-
ánsson, f. 1952, lögreglu-
varðstjóri á Þórshöfn, og
Anna Jenný Einarsdóttir,
f. 1954, fiskvinnslukona á
Þórshöfn.
Ránar
Jónsson