Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
íðilfagri forleikur er leikinn þar og
maður heyrir í hléinu Íslendinga
sem hafa sumir hverjir fordóma
gegn Wagner segja: „Þetta var nú
ótrúlega flott hjá honum Wagner.“
Brúðkaupsmarsinn
Hinn frægi Brúðkaupsmars er
þekktasta stefið úr Lohengrin. En
það var þó ekki Wagner sem
samdi textann: „Here comes the
bride / all dressed in white.“ Svo
skemmtilega vill til að vestræn
kirkjubrúðkaup rammast inn af
tveimur stefjum: Inngöngumar-
sinn frá Wagner og útgöngumar-
sinn frá Mendelssohn úr brúð-
kaupsathöfninni í
Miðsumarnæturdraumi eftir
Shakepeare. Þetta er þeim mun
skemmtilegra þar sem Wagner var
lítið gefinn fyrir tónlist Mendels-
sohns, sem var gyðingur. En
svona eru örlögin: þeir spinnast
stundum saman sem síst skyldi.
Litafegurð
Eitt af því listrænasta við upp-
setningu Neuenfels á Lohengrin í
Bayreuth er óvenjulega sterkt og
stýrt litaspjald í gegnum alla sýn-
inguna. Mest áberandi er litur
sakleysisins: hvítur. Lohengrin,
sem er að hálfu leyti guð, telur sig
geta lifað farsællega í hjónabandi
með Elsu ef hún þekkir ekki upp-
runa hans og spyr hann aldrei að
nafni. Elsa getur ekki staðið við
þetta og hjónabandið leysist upp
fljótlega eftir að það hefst. Sam-
kvæmt Neuenfels sagði Wagner að
Lohengrin væri sorglegasta óper-
an hans. Og leikstjórinn vitnar í
leikskránni óbeint í Wagner sem á
að hafa sagt: „Sem kerfi virka
maður og kona ekki saman.“ Ætli
það gæti verið orsökin fyrir öllum
þessum hjónaböndum sem fara í
súginn þrátt fyrir innsigli presta
og alls konar svardaga?
Litaskrautið í sýningunni á ekki
síst við um rotturnar, sem eru
stundum í skærgulum jakkafötum
sem borgarar (með risastórar
rottulappir) og stundum í hvítum,
svörtum eða bleikum samfest-
ingum sem hermenn. Kvenrott-
urnar eru einstaklega smekklega
klæddar í stuttum, útþöndum silki-
kjólum sem eru grænir, bláir eða
bleikir og á höfði bera þær
strákollur sem slúta næstum niður
á axlir: gular, bláar, grænar, rauð-
ar. Allt ber þetta vitni um frábæra
litanæmni búningahönnuðarins,
sem hannar einnig sviðsmyndina;
sá heitir Reinhard von der Than-
nen og lærði fag sitt í Vínarborg.
Famúrstefna og list
Í fyrri greininni um óperur
Wagners í Bayreuth þetta árið
(sem birtist í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins 10. ágúst sl.)
benti ég á veikleika Franks
Castorf sem leikstjóra þegar hann
leikstýrði Hringnum. Nú er það
svo að Neuenfels notar nánast
sömu formúlu og Castorf: bætir
heilmiklu við það sem Wagner
hafði upprunalega hugsað sér með
Lohengrin. Hvers vegna virkar þá
önnur sýningin en ekki hin? Þar
skilur á milli feigs og ófeigs. Neu-
enfels er auðmjúkur leikstjóri sem
hefur listræna hæfileika til að sjá
bæði skóginn og trén og býr til
áferðarfallega sýningu sem snertir
við tilfinningastrengjum í áhorf-
endum sem Wagner kunni að leika
á með tónlist sinni og textum. Ca-
storf er hins vegar spýtukarl sem
vill stimpla alla hluti með sínum
narcissistíska stimpli sem segir:
Ég er mikilvægari en Wagner,
horfið á það sem mér datt í hug.
Að vera leikstjóri er að stunda
eitthvert flóknasta starf sem fyrir-
finnst á jörðinni. Líklega eru ekki
til nema svo sem tíu afburðagóðir
leikstjórar í heiminum í dag og
þeir eru flestir að fást við kvik-
myndir. Einn af dáðustu leik-
stjórum 20. aldar var Peter Brook,
sem setti upp byltingarkennda
sýningu á Miðsumarnæturdraumi
Shakespeares hjá Royal Shake-
speare Company; og fleiri frábær-
ar sýningar setti hann á svið.
Hver hefur tekið við kefli Brooks
á leiksviðinu? Ég hef ekki komið
auga á neinn, nema Neuenfels.
Miðar á óperusýningar
Ég kynntist nokkrum Bretum í
sumar í Bayreuth sem voru búnir
að bíða í átta ár eftir miðum á
Hringinn. Þeir voru afar svekktir
yfir því að lenda síðan á Hring
Castorfs. Ef einhvern Íslending
langar til Bayreuth, til dæmis til
að skoða sýningu Neuenfels á Lo-
hengrin, er auðveldast að hafa
samband við Selmu Guðmunds-
dóttur, sem hefur verið formaður
Wagnerfélagsins á Íslandi frá upp-
hafi, og þá er tryggt að fólk þurfi
ekki að bíða eftir miðum í átta ár.
Lohengrin
Bayreuther Festspiele/Enrico Nawrath
Bayreuther Festspiele/Enrico Nawrath
Buguð Elsa (Edith Haller) búin að klúðra hjónabandinu með forvitni sinni
um uppruna Lohengrins, en hún hafði lofað að spyrja hann aldrei nafns.
Bayreuther Festspiele/Jörg Schulze
Barnasýning Eitt það besta sem systurnar sem stjórna hátíðinni í Bayreuth
hafa gert er að þjóna börnum með vönduðum sýningum á verkum Wagners:
Richard Wagner fyrir börn. Hér sést Lohengrin moka Telramund ofan í
leiksviðið. Norbert Ernst syngur Lohengrin og á einhverja mýkstu tóna í
rödd sinni sem greinarhöfundur hefur heyrt hjá tenór. Auk þess er hann
frábær leikari og hefur gamanleik auðveldlega á valdi sínu, sem fæstir leik-
arar hafa. Á stóra sviðinu er það hins vegar Klaus Florian Vogt sem syngur
Lohengrin, en hann er dýrkaður og dáður í Þýskalandi.
Tríóið Minua hefur hringferð sína
um landið með tónleikum í Akra-
neskirkju í kvöld kl. 20. Tríóið
skipa þeir Luca Aaron gítarleikari,
Fabian Willmann bassaklarin-
ettuleikari og Kristinn Smári
Kristinsson gítarleikari, sem er
nýútskrifaður úr tónlistarháskól-
anum í Basel.
„Saman mynda þeir tregafullan
spunahljóðheim þar sem tón-
smíðum og spuna er ofið saman og
einföldum laglínum teflt á móti
fljótandi, óreiðufullum hljómum,“
segir m.a. í tilkynningu frá hópn-
um.
Tríóið heldur átta tónleika á
næstu tveimur vikum. Næstu tón-
leikar verða í Sjóræningjahúsinu á
Patreksfirði nk. fimmtudag kl. 21
og í menningarhúsinu Bergi á Dal-
vík föstudaginn 15. ágúst kl. 21. Í
framhaldinu kemur tríóið fram í
Akureyrarkirkju, Sláturhúsinu á
Egilstöðum, Tónlistarmiðstöð
Austurlands og Pakkhúsinu á
Höfn. Tónleikaferðinni lýkur með
tónleikum á Kex Hostel þriðjudag-
inn 26. ágúst kl. 20.30.
Allar nánari upplýsingar um
stað- og tímasetningu tónleikanna
má finna á Facebook-síðu tríósins
sem og á vefnum minua.net.
Tregafullur spunahljóðheimur
Ljósmynd//Susanna Drescher
Hringferð Gítarleikararnir Kristinn Smári Kristinsson og Luca Aaron skipa tríóið Minua ásamt bassaklarin-
ettuleikaranum Fabian Willmann. Tríóið heldur átta tónleika víðs vegar um landið á næstu tveimur vikum.
HEILSA OG LÍFSTÍLL
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. ágúst
Í blaðinu verður
kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í
boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak
og lífstílsbreytingu
haustið 2014.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út
sérblað um
heilsu og lífstíl
föstudaginn
22. ágúst.