Morgunblaðið - 13.08.2014, Page 11

Morgunblaðið - 13.08.2014, Page 11
Ljósmynd/Hrólfur Árnason Keppnisfjör! Kassabílarall er þekkt erlendis, t.d. í Bretlandi, en þar er oftar en ekki keppt í brekkum og geta bíl- arnir náð gríðarlegum hraða að sögn Guðmundar. Hér heima fer kassabílarallið fram á jafnsléttu. all. Hann hefur m.a. það hlutverk að reikna út tíma, en liðin þurfa að passa að vera á réttum tíma og fá mínusstig fyrir að vera of fljót eða of sein inn á brautirnar, alveg eins og í hefðbundnu ralli. Rallið krefst nokkurrar hæfni, að sögn Guðmundar. „Brautin er þröng og ef þú ætlar að ná að keyra á sem mestum hraða í gegnum hana þá verður þú að taka beygjurnar rétt. Og þú þarft að pæla dálítið í því hvernig þú gerir þetta ef þú ætl- ar að ná sem bestum tíma,“ segir hann. Af þessum sökum, og vegna þess að yngstu keppendurnir eiga e.t.v. erfitt með að ráða fullkomlega við stýrið, fara þeir jafnan hægar yfir. Langstærsti hluti þátttakenda ekur á heimasmíðuðum bílum og segir Guðmundur rallið oft á tíðum samstarfsverkefni fjölskyldunnar, þar sem systkini og/eða frænd- systkini smíða bílinn og keppa sam- an. Flestar reglurnar sem gilda um bílana fjalla um öryggi. „Það þarf t.d. að hafa bremsu og það þurfa að vera hlífar yfir dekkjunum þannig að hár og treflar flækist ekki í,“ segir Guðmundur, en reglurnar miða allar að því að koma í veg fyrir að fólk meiðist í keppn- inni. Hugmyndina að kassabílarall- inu átti Guðmundur, sem er á þeirri skoðun að hefja eigi ökukennslu í grunnskóla, jafnvel á 4–6 ára aldri. „Það er hægt að byrja í kassabíln- um og aðeins seinna er kannski hægt að fara í rafmagnsbíla eða eitt- hvað aðeins öflugra. Að þetta sé bara eins og sund; eitthvað sem þú ert alltaf í á hverju ári,“ segir hann og bendir á að þeir sem komist lengst í rallinu erlendis séu þeir sem byrja ungir að árum. Skráning í rallkeppnina á sunnudag stendur yfir á kassabila- rally.is og lýkur kl. 22 á fimmtu- dagskvöld. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Af hverju geispum við? Í fjölda ára hafa vísindamenn leitast við að svara þeirri spurningu en nú hefur banda- ríski sálfræðiprófessorinn Andrew Gallup sett fram nýja kenningu, sem leysir ekki bara ráðgátuna, heldur sameinar fyrri kenningar undir einum hatti. Gallup var enn við nám þegar honum datt í hug að e.t.v. þjónaði geispinn því hlutverki að kæla heil- ann, en tilgáta hans er sú að kjálka- hreyfingin auki blóðflæði umhverfis höfuðkúpuna og hjálpi þannig til við að flytja burt umframhita og að djúp innöndunin leiði kalt loft upp nef- holið, umhverfis hálsslagæðina og aftur í heila. Þá telur hann að andlits- hreyfingarnar lofti um ganga og holur í andlitsbeinunum og þurrki þannig upp slím, sem ætti að kæla höfuðið líkt og loftræsting. Í grein sem birtist á vef BBC segir frá rannsóknum Gallups, sem leiddu í ljós að 48% fólks fundu til geispi- þarfar við venjulegar kringumstæður en þegar það var beðið um að halda köldum bakstri að enninu létu aðeins 9% verða af geispanum. Þá reyndist afar áhrifaríkt að biðja fólk um að anda í gegnum nefið, sem mögulega kælir heilann, en það slökkti al- gjörlega geispiþörf tilraunadýranna. Gallup bað einnig tvær konur sem þjáðust af krónískum geispa að mæla líkamshita sinn fyrir og eftir köstin og komst að því að hann jókst lítil- lega fyrir en var orðinn lægri þegar köstin voru yfirstaðin. Kenningin kann að útskýra af hverju við geispum á morgnana og kvöldin, þar sem líkamshitinn eykst fyrir og eftir svefn. Þá kann örlítil kæling að hjálpa okkur til að halda athygli, sem gæti útskýrt af hverju við geispum þegar okkur leiðist. Þess ber að geta að kenning Gallups er umdeild meðal vísindamanna, sem segja m.a. að hann þurfi að styðja mál sitt með frekari rannsóknum. Bandarískur prófessor setur fram kenningu um geispann AFP Þreyta? Vísindamenn hafa sett fram fjölmargar tilgátur um geispann. Geispum við til að kæla heilann? www.kia.com H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -1 8 3 4 Nú er Kia Sportage kominn í nýrri útfærslu með breyttu útliti, enn betri hljóðeinangrun og skemmtilegum nýjungum. Nýr Kia Sportage er öflugur og sparneytinn sportjeppi sem eyðir frá 6,0 l/100 km í blönduðum akstri. Fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. *Kia Sportage hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og reyndist m.a. besti sportjeppinn að mati þýskra bíleigenda 2014 í könnun markaðs- rannsóknarfyrirtækisins J.D. Power. Þá hefur bíllinn hlotið hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun. Sparneytinn og kraftmikill dísilbíll ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Verð frá 5.990.777 kr. 2,0 dísil, beinskiptur 6 gíra, 4wd Kia Sportage – besti sportjeppinn* 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.