Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 12
SVIÐSLJÓS Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Norræn djáknaráðstefna verður haldin í Keflavíkurkirkju í Keflavík dagana 13.-15. ágúst. 70 djáknar frá öllum löndum á Norðurlöndunum munu sækja ráð- stefnuna sem er haldin af Djákna- félagi Íslands. Ragnhildur Ás- geirsdóttir, for- maður undirbún- ingsnefndar Djáknaráðstefn- unnar og fram- kvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags, segir ráð- stefnuna gera mikið fyrir íslenskt djáknasamfélag. „Þingið styrkir tengsl okkar við djákna frá öðrum Norðurlandaþjóðum mjög mikið, þá t.d. hvað varðar ráðstefnur og fræðslu, en einnig gerir þetta okkur auðveldara að sækja mót og þing hverjir hjá öðrum. Með slíkri sam- vinnu er hægt að öðlast meiri víðsýni á möguleika starfsins með því að fá nýjar hugmyndir, þekkingu og reynslu. Það gefur ótrúlega mikið í okkar litla djáknasamfélag á Íslandi að fá svona gesti frá öðrum löndum á Norðurlöndunum til að taka þátt í þessu með okkur.“ Þetta er í annað sinn sem þingið er haldið á Íslandi. „Tíu ár eru liðin síð- an Ísland hélt síðast Norræna djákn- aráðstefnu í Skálholti, einum helg- asta stað Íslendinga sem geymir mikilvæga sögu kristni á Íslandi. Þingið er haldið árlega í einhverju landanna á Norðurlöndum og núna er kominn tími á að við tökum aftur við keflinu,“ segir Ragnhildur. Tré plantað sem tákni um vöxt Á opnun ráðstefnunnar mun bisk- up Íslands, sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir, planta tré í garð Keflavíkur- kirkju sem tákni um vöxt kær- leiksþjónustunnar, mikilvægi þess að hafa rætur í kirkjunni og aðhlynn- ingu alls lífs. Þá mun sr. Erla Guð- mundsdóttir kynna starf Keflavíkur- kirkju í kjölfar hrunsins, þar sem hún fjallar um kreppuna, atvinnu- leysi og viðbrögð safnaðarins við því ástandi sem skapaðist haustið 2008. Elísabet Berta Bjarnadóttir flytur fyrirlestur um handleiðslu sem mik- ilvægt tæki til að eflast og þroskast í starfi. Þá mun framkvæmdastjóri Eurodiaconia segja frá því hvernig samtökin geta stutt kærleiksþjón- ustu norrænna kirkna. Fjórar mál- stofur verða á þinginu: Vilborg Oddsdóttir mun fjalla um hjálpar- starf og baráttu gegn fátækt; Guðjón Ingi Guðjónsson um þjónandi for- ystu; sr. Ragnheiður Jónsdóttur um kyrrðarbænina; Ásdís P. Blöndal um notkun netsins í starfi meðal aldr- aðra og sr. Vigfús Bjarni Albertsson fjallar um yfirskrift ráðstefnunnar, sem er „Vatn og jörð, ís og eldur. Varðveitum tengslin – styrkjum þau.“ Hvað er djákni? Djáknar eru fulltrúar kærleiks- þjónustu kirkjunnar og eru sam- starfsmenn presta og gegna ákveðnum og afmörkuðum skyldum sem varða t.d. umönnun, líknarmál og fræðslu. Það getur falið í sér að fara í húsvitjanir á heimili, æskulýðs- eða öldunarstarf. Eitt stærsta hlut- verk djákna er sálgæslan, en hún fel- ur í sér að hugga, styrkja, leiðbeina og sætta fólk. Að vissu leyti brúa djáknar bilið milli prests og sóknar. Djáknanám er þriggja ára nám og felur í sér BA-gráðu í guðfræði. Jafn- framt er hægt að taka námið sem viðbót við annað framhaldsnám, þá einkum á sviði félagsráðgafar, upp- eldis- og hjúkrunarfræði. Keflavíkurkirkja Ráðstefnan á að styrkja tengsl djákna á Norðurlöndunum. 70 djáknar þinga  Norræn djáknaráðstefna haldin í Keflavík 13.-15. ágúst  Tíu ár eru síðan Ísland hélt slíka ráðstefnu í Skálholti Ragnhildur Ásgeirsdóttir 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 „Það er mín skoðun að það sé allt í lagi að eiga næg hey. Gömlu bændurnir sögðu að betra væri að eiga nóg af heyi en mikið af pen- ingum,“ segir Vilhjálmur Þór- arinsson, bóndi í Litlu-Tungu í Holta- og Landsveit. Hann telur óþarfa að blása það út þótt nú komi eitt ár þar sem hey séu vel yfir þörfum, eftir tvö til þrjú ár þar sem það hafi verið á mörk- unum að hey væru næg. Fram hefur komið að einhverjir bændur hafa ekki keypt plast fyrir lokahnykk heyskaparins því þeir eru komnir með allt of mikil hey. Nota þeir þá rúllurnar í land- græðslu eða annað. Vilhjálmur hefur verið stærsti útflytjandi á heyi til Færeyja und- anfarin ár. Útflutningurinn minnk- aði heldur á síðasta ári, miðað við árið á undan. Vilhjálmur reiknar ekki með að Færeyingar auki hey- kaup sín því sumarið hafi verið, eins og síðasta sumar, eitthvert það besta og þurrasta sem þar hafi lengi komið. Færeyskir bænd- ur hafa því væntanlega getað nýtt vel sín takmörkuðu ræktunarlönd. Vilhjálmur ræktar gras fyrir út- flutninginn í Gunnarsholti og flyt- ur út hey í svokölluðum stór- böggum sem eru þægilegir í flutningi. helgi@mbl.is Betra að eiga næg hey en mikla peninga  Ekki útlit fyrir aukinn útflutning Morgunblaðið/Hjálmar Sláttur Bændur verða að slá áfram til að losna við sinu. „Það verður sjálfsagt meira framboð en ég reikna ekki með að verðið breyt- ist mikið, bændur vilja ekki selja undir framleiðslukostnaðarverði,“ segir Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Hestamenn eru stórir heykaupendur. Nokkrir stórir framleiðendur sinna markaðnum með því að flytja heyrúllurnar í hesthúsahverfin. Þar taka gjarnan smásalar við og þjóna ein- stökum hesthúsaeigendum. Gjarnan eru gerðir fastir samningar. Jón Finnur á ekki von á að þetta breytist þótt vel geti verið að fleiri bjóði hey og eflaust séu einhverjir að gera góð kaup um þessar mundir. Hann telur þó að málin skýrist ekki almennilega fyrr en líður fram á haust. Selja ekki undir kostnaðarverði STÓRIR FRAMLEIÐENDUR ÞJÓNA HESTAMÖNNUM Hey Hestaheyið þarf að vera vel þurrkað. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Sirkus Íslands hefur verið á faraldsfæti um landið í sumar, en að sögn Margrétar Erlu Maack sirkusdrottningar hafa sýning- arnar gengið mjög vel. „Við vitum að við eigum okkar aðdáendur í Reykjavík, enda höfum við sýnt mikið í borginni undanfarin sjö ár. Það var því spennandi verkefni að fara með sýningarnar út á land,“ segir Margrét. Farandsýningarnar hófust á Ísa- firði með látum en eftir viku stopp þar færði hópurinn sig til Akureyr- ar. Eftir tveggja vikna stopp á Akureyri fór hópurinn suður til Sel- foss en í gær hófust tjalduppsetn- ingar í Reykjanesbæ, þar sem sýn- ingar hefjast á morgun. „Við ákváðum að byrja á Ísafirði, þar sem nokkrir úr hópnum eru þaðan. Á Akureyri gekk brjálæðislega vel og var til að mynda uppselt á allar fjölskyldusýningar okkar seinni vikuna. Ástandið var svipað á Sel- fossi, en þar stóð fólk í biðröðum eftir ósóttum miðum um helgina og ef séns væri að koma fleiri áhorf- endum fyrir. Við erum því mjög spennt fyrir því að sýna í Reykja- nesbæ,“ segir Margrét. Sýningum lýkur á sama stað og þær hófust, í Reykjavík, dagana 20.–24. ágúst næstkomandi, en um 12.000 manns hafa séð sýningarnar í sumar. „Þegar maður talar við er- lenda vini sína og segir þeim frá því hversu margir hafa séð sýning- arnar miðað við fjölda íbúa verða þeir alveg steinhissa. Það er því voða gaman að upplifa þetta allt saman,“ segir Margrét. Ljósmynd/Jeaneen Lund Sumar Sirkus Íslands á sýningu. Um 12.000 manns séð sýningarnar  Fóru með sýningarnar út á land Umboðsmenn um land allt. Kaupfélag Borgfirðinga, Veiðiflugan á Reyðarfirði, SR Byggingavörur á Siglufirði. 15-20% AFSLÁTT AF VEIÐISTÖNGUM OG VEIÐIHJÓLUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.