Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 15
Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi ŠKODA Octavia bíl ársins á Íslandi 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk ŠKODA Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Það hefur sýnt sig að ŠKODA Octavia er með allra hagkvæmustu, öruggustu, þægilegustu og sparneytnustu bílunum í sínum flokki. Það kemur því ekki á óvart að ŠKODA Octavia var mest seldi bíll á Íslandi árið 2013. SIMPLY CLEVER ŠKODA Octavia Combi kostar frá kr. 3.970.000,- 5 stjörnur í árekstrar- prófunum EuroNcap Eyðsla frá 3,8 l/100 km CO2 frá 99g/km Nýr ŠKODA Octavia Combi BÍLL ÁRSINS Á ÍSLANDI 2014 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Útvarpsútsendingar á BBC World Service, alþjóðaútvarpsstöð breska ríkisútvarpsins BBC, hófust í dag á ný á tíðninni 103,5. Á stöðinni eru sagðar fréttir frá heimsbyggðinni allan sólarhringinn. Vodafone á Ís- landi hefur gert samning við breska ríkisútvarpið um umsjón með dreif- ingu BBC World Service á höf- uðborgarsvæðinu og IPTV- sjónvarpsdreifikerfi félagsins um land allt. „Það er ánægjulegt að geta hafið útsendingar BBC World Service að nýju hér á Íslandi. Fréttastöðin á sér marga fasta hlustendur meðal Ís- lendinga, ekki síst í ljósi vandaðrar þáttagerðar og fréttaskýringa frá öllum heimshornum, sem skýrir mikil viðbrögð þegar útsendingum var hætt fyrr í sumar,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, í fréttatilkynningu. Að sögn Þorleifs Jónassonar, for- stöðumanns Póst- og fjarskipta- stofnunar, barst fjöldi fyrirspurna frá hlustendum til fyrirtækisins þeg- ar útsendingum var hætt í vor. 365 hættu útsendingunni í vor en fjölmiðlafyrirtækið hafði útvarpað stöðinni frá árinu 2005 á tíðninni 94,3. Á sama tíma sögðu 365 miðlar einnig upp útvarpsleyfi og tíðni á Útvarpi Latabæ í vor. Að sögn Ágústs Héðinssonar, forstöðumanns útvarpssviðs 365 miðla, hefur ekki verið tekin ákvörðun um að hefja út- sendingar á annarri sambærilegri barnastöð. „Allt kostar þetta peninga og við lifum á auglýsingatekjum. Ekki er leyfilegt að beina auglýsingum að börnum. Sama var með BBC, við fengum engar tekjur og því voru leyfi ekki endurnýjuð,“ sagði Ágúst. Útvarp Fréttastöðin BBC World Service á sér marga hlustendur hérlendis. BBC World Ser- vice á loftið á ný  Vodafone sendir út á tíðninni 103,5 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segir að lundaveiði- menn í Vestmannaeyjum hafi þá fimm daga sem lundaveiði var heimiluðhaldið að sér höndum og leyft lundanum að njóta vafans. Aðeins börn og unglingar hafi fengið að slá fyrir nokkra lunda. „Það fóru nokkuð margir lundaveiðimenn saman út í Elliðaey nú um helgina, en þeir fóru bara til þess að sinna viðhaldi á húsinu, leiðunum upp í eyjuna, bólinu og þess háttar. Þeir leyfðu börnunum og unglingunum að slá fyrir fugl, og það veiddust sextán lundar í Elliðaey þessa daga,“ sagði Elliði í samtali við Morgunblaðið í gær, á síðasta veiði- deginum. Elliði sagði að Elliðaey væri ein af veiðihærri eyjunum og að hann hefði heyrt svipaðar frásagnir annarra lundaveiðimanna sem farið hefðu út í aðrar eyjar um helgina. „Það var mjög svipaður háttur hjá öðrum lundaveiðimönnum. Þeir voru sjálfir að sinna viðhaldi en börn og unglingar fengu að slá fyrir fugla. Menn láta lundann algjörlega njóta vafans,“ sagði Elliði. Elliði segir að það hafi verið mat bæjarstjórnarinnar í Vestmannaeyj- um, þegar heimiluð var lundaveiði í fimm daga af þrjátíu daga tímabili „að höfða frekar til ábyrgðar- tilfinningar lundaveiðimannanna, sem hafa gríðarlega þekkingu og reynslu, en að vera að stjórna veið- inni eingöngu með boðum og bönn- um. Við vitum sem er að lundaveiði- menn eru ekkert að veiða lunda í þessu árferði. Þetta leyfi í þessa fimm daga er meira til þess að við- halda menningunni og hefðunum og kenna vinnubrögðin,“ sagði Elliði Vignisson jafnframt. Lundaveiðimennirnir sinntu bara viðhaldi  Ábyrgð, frekar en boð og bönn, segir Elliði Vignisson Morgunblaðið/Eggert Ábyrgð Lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum sýna ábyrgð og hreyfa ekki við lundaveiðinni. Börn og unglingar veiddu 16 lunda í Elliðaey um helgina. Hrun lundans » Í fyrra veiddust um 300 lund- ar í Vestmannaeyjum en í eðli- legu árferði veiðast um 120 þúsund fuglar. » Ungfygli lundans hafa ekki komist á legg í 12 ár, samkvæmt Erpi Snæ Hansen, líffræðingi hjá Náttúrustofu Suðurlands. » Í eðlilegu árferði eru 70% af lundastofninum ungfygli. Elliði Vignisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.