Morgunblaðið - 13.08.2014, Page 31

Morgunblaðið - 13.08.2014, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Björk var yndis- leg og hlý mann- eskja sem ég var svo heppin að kynnast í kærleikanum árið 2007. Með tímanum tókst með okkur mikill systrakærleikur og trúnaðarvinskapur. Við töl- uðum saman í símann á hverj- um einasta degi og hittumst tvisvar til þrisvar í viku og þess vegna finn ég fyrir miklu tóm- læti við andlát hennar og sakna hennar alveg rosalega mikið. Vegna þess að hún gaf mér skilyrðislausan kærleika og mikla vinsemd og var alltaf til staðar þegar ég þarfnaðist hennar. Hvað á ég að gera án henn- ar? spyr ég bara. Að missa hana er eins og að missa lík- amspart sem kemur ekki aftur. Ég hef sjálf verið í baráttu við geðsjúkdóm sem ég greindist með og Björk var mér ómæld hjálp í baráttunni við hann. Alltaf kom hún að heimsækja mig á geðdeildina, alveg sama hvernig henni leið sjálfri. Und- antekningarlaust hughreysti hún mann með orðum sínum, nærveru og yndisleik. Ég dáð- ist að henni Björk fyrir svo marga eiginleika sem hún hafði, eins og til dæmis hóg- værðina og lítillætið sem ein- kenndi hana í sinni baráttu við sinn sjúkdóm. Og dugnaðurinn í henni var rosalegur, alltaf fór hún í göngutúrana og alltaf mætti hún í Geysi og þjónaði í kirkjunni. Einnig starfaði hún ötullega fyrir Geðhjálp til margra ára og geri aðrir betur miðað við veikindin sem hún var að glíma Björk Agnarsdóttir ✝ Björk Agnars-dóttir fæddist 16. október 1968. Hún lést á heimili sínu 29. júlí 2014. Útför hennar var gerð 11. ágúst 2014. við sjálf. Ég reyndi eins og ég gat að hughreysta hana í sínum veikindum en oft var ég of veik sjálf til þess að það væri nokkur hjálp í mér. Eins og síðustu dagana hennar Bjarkar, þá var ég ekki fær um að vera henni stoð og stytta vegna minna eigin veikinda, en ég vildi óska þess að ég gæti farið til baka og sagt henni að það sem ég gerði væri ekki rétt. Ég nefnilega sprakk á limminu al- veg eins og hún og reyndi að taka mitt eigið líf, en það tókst ekki og ég ásaka sjálfa mig fyr- ir að hafa ekki verið betri fyr- irmynd. Án Bjarkar er lífið miklu fá- tækara og gleðisnauðara, ég sakna svo stundanna sem við áttum saman. En ég veit fyrir víst að hún er komin heim til Guðs eins og ég veit að hún þráði svo mikið. Ég trúi því statt og stöðugt að Jesú hafi leitt hana til Föðurins og þar er hún núna án kvalar og án þjáningar; og sé búin að finna þann frið sem hún þráði svo mikið en fann ekki hér á jörðinni. Björk var ekki af þessum heimi, hún var af hinum kom- andi heimi og meiri engil en hana er erfitt að finna og þess vegna skil ég Guð að hafa tekið hana heim til sín þar sem hún á heima og ég hlakka til að hitta hana þar þegar mínu lífi lýkur hér á jörðinni. En nú varir trú, von og kærleikur, en þeirra er kærleikurinn mestur og ég hef sjaldan upplifað eins mikinn kærleika um ævina og frá henni systur minni í Kristi og minni bestu vinkonu, henni Björk Agnarsdóttur. Blessuð sé minning þín, elskan mín. Ég hlakka til að hitta þig aftur í ríki Guðs. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Kær kveðja, Svandís Ásta Jónsdóttir. Elsku Björkin mín, sterkust allra. Ég hef ekkert vit á trjá- plöntum en svo mikið er víst að þú varst sterkust þinnar teg- undar. Eins þreyttur og maður gat orðið á þrjóskunni í þér á með- an við vorum að alast upp, eins þakklátur var maður fyrir hana þegar þú þurftir að takast á við þær byrðar sem á þig voru lagðar. Ég hugsa oft um myndina úr fornsögunum okkar af köppun- um Óðni og Þór að glíma við Elli kerlingu, engin leið var að ráða niðurlögum hennar, þann- ig var þín daglega barátta. Ég hef verið svo stolt af þér, en gerði mér grein fyrir í sam- tölum við foreldra þína á und- anförnum misserum að þú varst orðin langþreytt á eilífri baráttu. En við vissum að ekk- ert annað var í boði. Á þessu augnabliki er ég þakklát fyrir gullnar stundir með þér, eins og þegar þú varst hjá okkur á meðan Rakel Rósa var með kórnum sínum í Berl- ín. Eða þegar þú sýndir mér fal- legu íbúðina þína og við sátum úti í garði í sólinni með veit- ingar sem þú hafðir útbúið. Nú er stríðinu þínu lokið og þú hef- ur fengið frið, eins sárt eins og það er fyrir okkur sem horfum á bak þér. Elsku Agga, Aggi og Rakel Rósa, ég óska þess að sorgin bugi ykkur ekki, það hefði hún Björk okkar ekki viljað. Megið þið öðlast styrk til að horfa í þakklæti framávið. Ykkar Soffía og fjölskylda í Berlín. Kveðja frá Klúbbnum Geysi Með sorg í hjarta kveðjum við hana Björk okkar. Björk gerðist félagi í Klúbbnum Geysi í ársbyrjun 2002. Hún tók virk- an þátt í að halda uppi heiðri Geysis og var virk í öllu sem tengdist starfi hans. Hún var vinur vina sinna og hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla og spyrja hvernig gengi og hvað við værum að gera. Það er mikill missir að sjá hana ekki lengur koma í klúbb- inn með alla sína góðu nærveru og hlýju sem hún gaf okkur öll- um. Hún átti sína góðu og slæmu daga eins og við öll, en þrátt fyrir allt brosti hún alltaf og gerði sem best úr hlutunum. Í svefnrofunum ég man eitt gamalt morgunsár ég vaknaði eftir vondan draum í draumi þeim þurfti ég að byggja brýr án þekkingar mér var falið að búa til veggi án múrsteina ég þurfti að klífa fjöll án fylgdar ég horfði til himins á fjalli einu þar bað ég Drottin að breyta mér því þá gæti ég byggt brýr búið til veggi og klifið fjöll (Halla Snorradóttir félagi í Klúbbnum Geysi.) Hennar verður fyrst og fremst minnst sem góðs vinar sem gaf óendanlega frá sér vilja og trú um að lífið gæti alltaf verið betra þrátt fyrir skúrir. Bjarkar verður sárt saknað í Geysi og sendum við fjölskyldu hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. F.h. félaga og starfsfólks Klúbbsins Geysis, Þórunn Helga Garðarsdóttir og Helgi Halldórsson. Kær bróðir minn er fallinn frá eftir stutt og erfið veik- indi. Við ólumst upp ásamt systkin- um í Borgarnesi. Áttum við góða æsku ásamt yndislegum foreldrum. Ég fór að heiman sextán ára til sjós. Þar af leiðir að samskipti urðu minni. Þó hittumst við oft ef mér varð það á að vera heima. Við höfðum þó ólíkar skoðanir á ýmsum mál- um. Virtum við þó skoðanir hvor annars oftast. Þú hugsaðir vel um þína nánustu sem var aðdáunarvert. Kæri bróðir, nú hefur þú hitt mömmu og pabba ásamt öðrum ástvinum. Kæri bróðir, farðu í friði. Kæra Berglind, Gunnar, Birna, Björn og Brynja og aðrir ástvinir, megi almættið halda verndarhendi yfir ykkur. Sigurður Sveinsson. Mér varð verulega mikið brugðið er ég fregnaði það að hjartkær jafnaldri minn og skólabróðir, Jón Valgeir Gísla- son, væri látinn aðeins 55 ára að aldri eftir stutt en alvarleg veikindi. Jónki, eins og hann var jafn- Jón Valgeir Gíslason ✝ Jón ValgeirGíslason fædd- ist 27. janúar 1959. Hann lést 25. júlí 2014. Útför Jóns Valgeirs var gerð 12. ágúst 2014. an kallaður af okk- ur skólasystkinum hans, var einhver fágaðist og besti drengur sem hægt var að hugsa sér jafnt til orðs og æðis. Eins og ger- ist fara hugsanir um löngu liðna daga í gegnum huga manns og upp í hugann kemur okkar fyrsti skóladagur í Grunnskóla Borgarness. Á móti okkur tók Hildur Þorsteinsdótt- ir kennari og bauð okkur vel- komin í skólann, ég held að eins hafi verið með öll önnur skóla- systkin okkar, mikil eftirvænt- ing og spenna lá í loftinu. Ég man vel eftir því að við vorum þarna saman komin með mæðrum okkar því það tíðk- aðist ekki í þá daga að feður væru að ómaka sig við slíka hluti eins og að fylgja börnum sínum til skóla í fyrsta sinn eins og þykir sjálfsagður hlutur í dag Þarna sá ég í fyrsta sinni að ég held Jón Valgeir með móður sinni þessi strákur var grannur örlítið feiminn, fámáll og hlé- drægur og var ekkert að trana sér fram en þegar frá leið var þarna kominn einhver yndisleg- asti og besti félagi sem hægt var að hugsa sér. Þó að bærinn okkar Borg- arnes væri ekki stór í þá daga var ekki svo mikill samgangur milli hverfa og þennan fyrsta skóladag sá ég fyrst og kynntist mörgum af þeim einstaklingum sem mér þykir hvað vænst um í lífinu og í þeim góða hópi ert þú Jónki inn. Barna- og unglingsárin liðu hratt og við fórum hvert í sína áttina til frekari náms og starfa, fjölskyldur eru stofnaðar og allt í einu erum við orðin for- eldrar og farin til þess að fylgja okkar afkvæmum til síns fyrsta skóladags líkt og var með okk- ur. Árgangur 1959 í Borgarnesi er sérstakur af því leyti að ást- úð og umhyggja okkar gagnvart hvort öðru er einstök sem sést best á því að við höfum alltaf hist á fimm ára fresti frá því við vorum fermd 1973 og alltaf er spurt frétta af öðrum. Áttum við síðast saman samverustund fyrir ári síðan í Ensku-húsunum við Langá á Mýrum og alltaf er jafn gaman að hittast og gleðj- ast saman við minningar okkar frá liðnum árum, en nú er skarð fyrir skyldi þig vantar í hópinn kæri vinur, ekki hvarflaði það að nokkrum manni þá að þú sem varst alltaf svo hress og og kátur og hugsaðir um heilsuna skyldir verða sá fyrsti af okkar árgangi til þess að kveðja þetta jarðlíf. Jónki var frá okkar fyrstu kynnum með alla hluti í röð og reglu einstakt snyrtimenni og stundaði nám sitt af festu og ábyrgð, „betra að eins hefði verið svo komið með aðra“. Því kom það mér ekki á óvart að hann skildi leggja fyrir sig sem lífsstarf endurskoðun og skylda hluti þar var hann svo sann- arlega réttur maður á réttum stað. Ef maður á að trúa því sem boðað er að allir eigi sinn stað hjá guði þá er ekki til einskis lifað og mikil er og verður eft- irvæntingin að hitta þar fyrir alla þá sem manni voru hvað kærastir í jarðlífinu og þú verð- ur þar í hópnum minn kæri vin- ur. Ég vil að endingu votta fjöl- skyldu Jóns Valgeirs mína dýpstu samúð og megi minning um einstakan og góðan dreng lifa í hjörtum okkar hinna sem eftir lifum. Bjarni Kristinn Þorsteinsson Borgarnesi. Elsku vinur, Jón Valgeir. Hrifinn á brott í einu vet- fangi alltof snemma. Enn á ný eru vegir almættisins óskiljan- legir. Hvílík gæfa það var fyrir mig er við kynntumst fyrir rúmum 29 árum þegar við fórum að vinna á sömu hæð, þó ekki hjá sama vinnuveitanda. Strax þá urðum við miklir vinir og áttum mörg góð samtöl er ég bý að enn í dag. Síðustu sjö árin hafa vinaböndin styrkst enn frekar og samtölin orðin enn fleiri og enn betri. Takk fyrir alla kaffisopana og rabbið sem við höfum átt saman. Takk fyrir að hafa alltaf tíma þegar droppað var inn í kaffi. Takk fyrir allan þann góða mat sem þú eldaðir og bauðst upp á. Takk fyrir allar þær góðu kveðjur sem ég hef fengið frá þér síðustu 29 ár. Takk fyrir að vera vinur minn. Takk fyrir að vera þú. Fjölskyldu þinni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þar til við hittumst á ný. Þín vinkona að eilífu. Magnea. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SVEINN JÓN VALDIMARSSON, (Nonni), Klukkuholti 1, Álftanesi, lést fimmtudaginn 31. júlí. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Guðrún Hafberg, Bryndís Hrönn Sveinsdóttir, Albert Hilmarsson, Guðmunda G. Sveinsdóttir, Einar Árni Jóhannsson, Valdimar Jón Sveinsson, Alexandra Hauksdóttir, Þröstur Jarl Sveinsson, Anný Dögg Helgadóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN MAGNÚSSON, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudag- inn 6. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynn- ingar, deildar 11E og líknardeildar Landspítalans. Jens Þorsteinsson, Kristrún Sigurðardóttir, Magnús Þorsteinsson, Anna Eyjólfsdóttir, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, Hanna Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI MAGNÚSSON garðyrkjubóndi, Hveratúni, sem lést þriðjudaginn 5. ágúst, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju föstudaginn 15. ágúst klukkan 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á gjafasjóð hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar á Hellu. Ásta Skúladóttir, Gústaf Sæland, Sigrún I. Skúladóttir, Ari Bergsteinsson, Páll M. Skúlason, Dröfn Þorvaldsdóttir, Benedikt Skúlason, Kristín Sigurðardóttir, Magnús Skúlason, Sigurlaug Sigurmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, amma og langamma, MARÍA GÍSLADÓTTIR, lést föstudaginn 29. júlí. Hún verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Ægir Gísli Gunnarsson, Aníta Heba og Hafsteinn Flóki. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR, framkvæmdastjóri og danskennari, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Henný Hermannsdóttir, Baldvin Berndsen, Arngrímur Hermannsson, Anna Hallgrímsdóttir, Björn Hermannsson, Bestla Njálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, sonur og bróðir, GUNNAR FRIÐRIK ÓLAFSSON, Álfkonuhvarfi 3, Kópavogi, verður jarðsunginn fimmtudaginn 14. ágúst kl. 13.00 í Vídalínskirkju í Garðabæ. Guðrún Helga Skúladóttir, Skúli Kristinn, Helga E. Gunnarsdóttir, Ólafur Friðriksson, Guðrún Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.