Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Grínsnillingur með stórt hjarta AFP Óskar Williams hlaut Óskarsverðlaunin árið 1998 fyrir leik sinn í Good Will Hunting. Hér sést hann bregða á leik með verðlaunagripinn. viðtölum við hann þar sem spyrlar horfðu agndofa á hann fara ham- förum, vaða úr einni persónu í aðra á miklum hraða og herma listavel eftir þekktu fólki.    Ótalmargar kvikmyndir værihægt að nefna sem Williams brilleraði í: Mrs. Doubtfire (1993) þar sem hann lék fráskilinn mann sem ákvað að dulbúast sem roskin barnfóstra til að geta varið tíma með börnunum sínum, Dead Poets Society (1989), The Fisher King (1991), Awakenings (1990), Insomnia (2002) , The Birdcage (1996) og þannig mætti áfram telja. Þó að Williams hafi tekið að sér mörg alvarleg hlutverk verður hans þó fyrst og fremst minnst sem gamanleikara og ákaflega hæfileikaríks og bráðfyndins uppi- standara, eins þess færasta sem Bandaríkin hafa alið.    Samúðarkveðjur til fjölskylduWilliams og hlý minningarorð hafa undanfarna tvo daga streymt frá vinum hans, samstarfsmönnum og öðrum sem til hans þekktu, m.a. kvikmyndaleikstjóranum Ste- ven Spielberg, sem segir Williams hafa verið mikinn grínsnilling og líkir snilligáfunni við þrumuveður, svo mögnuð hafi hún verið. Þá sendi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Williams hafi verið útvarpsmaður, læknir, andi, barn- fóstra, forseti, prófessor, Pétur Pan og allt þar á milli og er þar vísað í þau fjölmörgu og ólíku hlutverk sem Williams tók að sér á hvíta tjaldinu. „Hann kom inn í líf okkar sem geimvera en undir lok- in hafði hann snert á öllum flötum mannsandans,“ segir í yfirlýsingu forsetans sem minntist Williams einnig á samskiptavefnum Twit- ter.    Öllum þeim sem minnst hafaWilliams ber saman um að hann hafi ekki aðeins verið mikill hæfileikamaður og grínsnillingur heldur einnig hjartahlýr og mikill mannvinur. Dapur trúður sem glímdi við erfið veikindi sem báru hann ofurliði á endanum. Trúður sem átti erfitt með að fella grím- una, ef marka má orð vinkonu Williams, Jamie Masada, stofnanda og framkvæmdastjóra uppistands- klúbbakeðjunnar Laugh Factory. Dagblaðið LA Times hefur eftir henni að hún hafi þekkt hann í 35 ár en þó aldrei þekkt hann í raun. „Hann var alltaf í hlutverki - mað- ur sá aldrei hinn raunverulega Robin,“ segir Masada. » „Hann kom inn í lífokkar sem geimvera en undir lokin hafði hann snert á öllum flöt- um mannsandans,“ segir í yfirlýsingu for- setans, sem minntist Williams einnig á samskiptavefnum Twitter. Grín Williams í gervi Mrs. Doubt- fire í samnefndri kvikmynd. Drama Williams lék Eisenhower Bandaríkjaforseta í The Butler. AF STJÖRNU Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríski leikarinn og grín-istinn Robin Williamsfannst látinn á heimili sínu í Tiburon í Kaliforníu í fyrradag, 63 ára að aldri. Hann svipti sig lífi. Williams glímdi við þunglyndi og geðhvarfasýki og mun hafa verið mjög veikur síðustu dagana fyrir andlátið. Hann glímdi einnig við áfengis- og kókaínfíkn og fór oftar en einu sinni í meðferð við henni, nú síðast í júlí.    Williams var einn hæfileika-ríkasti gamanleikari og uppistandari Bandaríkjanna og reyndi auk þess fyrir sér í alvar- legum kvikmyndahlutverkum með góðum árangri, m.a. í kvikmynd- inni Good Will Hunting (1997) þar sem hann lék sálfræðing og hlaut Óskarsverðlaun fyrir árið 1998 sem besti leikari í aukahlutverki. Hann lék í yfir 100 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum, auk þess að talsetja teiknimyndir með eftirminnilegum hætti, m.a. Aladdin (1992) þar sem hann fór á kostum í hlutverki andans í lamp- anum.    Williams vakti fyrst athygli íheimalandi sínu fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Mork and Mindy sem sýndir voru á ár- unum 1978–82. Í þeim fór hann mikinn í hlutverki geimveru frá plánetunni Ork sem send var til jarðar að kynna sér mannfólkið. Hann sló í gegn á hvíta tjaldinu í hlutverki afar fjörugs og uppreisnargjarns plötusnúðar í Ví- etnamstríðinu í kvikmyndinni Go- od Morning, Vietnam (1987) og var þá flestum ljóst að stjarna væri fædd. Leitun var að öðrum eins orkubolta og Williams og hann var mikill grínspunameistari, eins og sást hvað best á sjónvarps- Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.