Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 Ég? Svo er að skilja að það sé svarið við spurn-ingunni í fyrirsögninni. Alla vega var fullyrt í fréttaþætti á RÚV að við sem erum andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu óskuðum beinlínis eftir þessari þrenningu; háu vöruverði, mikilli verð- bólgu og háum vöxtum. Allt þetta þætti okkur sér- staklega eftirsóknarvert og einmitt þess vegna hefðum við skipað okkur í raðir andstæðinga ESB- aðildar. Nú er vöruverð mishátt innan Evrópusambands- ins, sums staðar lágt, annars staðar hátt. Sama á við um vexti, eins ótrúlegt og það kann að hljóma eftir allar fullyrðingarnar um að til séu staðlaðir Evrópuvextir á neytendamarkaði og að þeir séu nánast við núllmarkið. Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú að sönnu lágir til að sporna gegn samdrætti og stórauknu atvinnuleysi. En þrátt fyrir það fyrirfinnast bæði lágir og háir markaðsvextir innan ESB. Í heimi stjórnmálanna á Íslandi þykja lágir vextir eftirsóknarverðir, alla vega á góðri stundu þegar höfðað skal til lántak- enda. Á því eru þó frægar undantekningar, til dæmis þegar bankarnir reyndu að knésetja Íbúða- lánasjóð um miðjan fyrsta áratuginn og til stóð að sjóðurinn svaraði fyrir sig og byði upp á rýmkun lána á hagstæðum vöxtum. Þá kvað við mikið rama- kvein frá bönkunum – hinum sömu og vildu Íbúða- lánasjóð feigan – og heyrist bergmálið af því kveini enn. Lágir Íbúðalánasjóðsvextir – gagnstætt lágum Evrópuvöxtum – þóttu nefnilega til þess fallnir að auka þenslu. Fyrir þá lesendur sem eru ekki alveg búnir að ná þessu, þá þóttu lágir Íbúðalánasjóðsvextir efna- hagslegt skaðræði en lágir Evrópuvextir allra meina bót. Undir þetta tóku ekki ómerkari aðilar en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD. Lántak- endur vildu hins vegar bara lága vexti! Sjálfur hef ég lengi gagnrýnt hávaxtastefnu sem stjórntæki og aldrei verið sérstakur aðdáandi verð- bólgu þótt verst þyki mér atvinnuleysið. En hver leyfa sér að afbaka afstöðu gagnrýn- enda ESB með fyrrgreindum hætti? Í vikunni kom fram áhugahópur sem undirbýr stofnun stjórnmálaflokks með aðild Íslands að ESB að meginmarkmiði. Það er ágætt að hreyfing sé á flokkakerfinu, nýir flokkar fæðist og gamlir deyi drottni sínum, smækki eða stækki eftir atvikum. Stjórnmálaflokkar mega aldrei verða að stöðnuðum stofnunum sem stuðnings- fólkið heldur tryggð við af löngu gleymdri ástæðu. Þess vegna er ekkert nema gott um það að segja þegar hægrisinnað áhugafólk um inngöngu Íslands í Evrópusambandið stofnar stjórnmálaflokk um þetta brennandi áhugamál sitt. En ekki lofar það góðu að hefja vegferðina á út- úrsnúningum og rangtúlkunum á afstöðu þeirra sem eru á öndverðum meiði. Svo ég leyfi mér að tala fyrir eigin munn, þá vil ég hagstætt vöruverð, litla verðbólgu og lága vexti. Ég vil líka lítið atvinnuleysi, minna en er gegnum- gangandi í ESB, rýmri möguleika til þjóðar- atkvæðagreiðslna en ESB býður upp á, minni mið- stýringu og meira lýðræði en gerist í Evrópu- sambandinu! * En ekki lofar það góðuað hefja vegferðina á út-úrsnúningum og rangtúlk- unum á afstöðu þeirra sem eru á öndverðum meiði ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Hverjir vilja hátt vöruverð, mikla verðbólgu og háa vexti? Það bregst ekki að sjónvarps- maðurinn og Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason sé sniðugur á Facebook. Í vik- unni setti hann inn stöðufærslu sem hljóðaði svo: „Þennan dag fyrir 100 árum var djókurinn „Hvað er þetta hvíta? – Kallinn var að skíta“ fundinn upp.“ Edda Björg Eyjólfsdóttir svaraði: „og stuttu síðar þetta græna, kallinn er að spræna...“ Fimmaurinn klikkar ekki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á tvo sniðuga stráka á skemmti- legum aldri og deilir hún gjarnan því sem þeir taka sér fyrir hendur og ýmsum gull- molum sem þeir láta út úr sér. „Helgi Matthías...frekar frústrer- aður yfir því að þurfa að nota kúta í sundlauginni: „Ég fót einu sinni á sundnámskeið með mömmu - en það mistókst. Glat- að“,“ skrifaði hún í vikunni. Börkur Gunnarsson, leik- stjóri og rithöfundur, er greinilega mikill fótboltaáhugamaður. Hann komst að raun um að ekki deildu allir sama áhugamáli. „Mér varð litið útum gluggann núna áðan á meðan leikurinn var enn í gangi og sá að það var bíll á ferli úti á götu. Ok, já? Það er semsagt einhver þarna úti sem veit ekki að fótbolti er tilgangur lífsins? Greyið hann.“ Auður Jónsdóttir rithöfundur er búsett í Berlín. Einn morguninn var sonur hennar eitthvað ósam- mála því hvernig móðir hans útbjó morgunverðinn sinn. „Ég var að hella Chia-fræjum yfir hafragrautinn minn í morgun þegar sonur minn hrópaði æstur: Nei, nei, ekki, mamma. Þetta er matur fuglanna!“ skrifaði hún á Facebook. Chia-fræ, alveg fárán- legt! AF NETINU Vettvangur þessu glam útliti. Cooper var kominn í glam- gallann 1968 – löngu áður en þetta komst í tísku. Hún er góð vinkona okkar og fyrst bróðir minn og Birgir trommari voru búnir að kaupa sér ný og flott hljóðfæri bað ég hana að hanna fyrir mig eitthvað flott fyrir þennan túr. Ég á bara enn gamla gítarinn,“ segir Ingó og hlær, en alls gerði Cindy fjóra búninga fyrir hann. Stefán Jakobsson með tilþrif á sviðinu. Einn af fjórum búningum sem Ingó fékk frá Cindy. Selma Ragnarsdóttir Cindy Smith Dunaway Þungarokkshljómsveitin Dimma hélt útgáfu- tónleika í Hörpu í vikunni. Bandið er nýbúið að gefa út diskinn Vélráð og var fullt út úr dyrum á tónleikunum, þar sem boðið var meðal ann- ars upp á sprengjur og annað sjónarspil. Ingó Geirdal, gítarleikari hljómsveitarinnar, og Stefán Jakobsson söngvari vöktu athygli tónleikagesta fyrir ekki aðeins magnaða frammistöðu heldur einnig fataval. Stefán skartaði sérhannaðri flík sem Selma Ragnars- dóttir, fatahönnuður og frænka hans, gerði en Ingó hafði samband við sjálfa Cindy Smith Du- naway, sem gerði búninga fyrir Alice Cooper. „Við bræður erum búnir að vera að spila öðru hvoru með upprunalegum meðlimum Alice Cooper bandsins frá 1998. Kona bassaleikar- ans, hún Cindy, var búningahönnuður Alice Cooper og algjör frumkvöðull þegar kom að Vélráð í hátísku

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.