Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 18
asdfasdf V insældir karókís, sem á japönsku þýðir tóm hljóm- sveit, hafa farið vaxandi samkvæmt hinum ýmsu eigendum slíkra bara og þá helst á meðal ungu kynslóðarinnar. Að sama skapi hefur megináherslan færst frá hefðbundnum popplögum yfir á heldur óþekktari slóðir með þeim afleiðingum að ýmsir sérhæfðir karókíbarir hafa skotið upp kollinum. Iðj- an hefur því sums staðar orðið að hálfgerðri undirmenningu með sínum fastagestum sem snobba fyrir hinu og þessu. Í London er til að mynda hægt að þenja raddböndin á bör- unum The Birdcage og The Alibi, sem báðir eru austarlega í borg- inni. Pönkið virðist eiga upp á pall- borðið hjá Bretanum, en staðirnir eru gjarnan troðfullir af rámum og reykjandi þrjótum sem yggla sig þegar óþolandi túristar, á borð við undirritaðan, taka Believe með Cher. Íslendingurinn fékk þó upp- reisn æru eftir að hafa sogið nokkur íþróttablys og öskrað „Judy Is a Punk“ með bandarísku pönksveit- inni The Ramones. Því næst má nefna París og Strassborg í Frakklandi, þar sem stemningin er talsvert frábrugðin þeirri í London. Bjórinn vék fyrir rauðvíninu og Frakkinn sat rólegur og starði angurblíður út í loftið á meðan hver franski slagarinn á eftir öðrum var sunginn. Erfitt var að finna lög á ensku en hins vegar mátti finna öll lög sjarmatröllsins Serge Gainsbourg og því voru lögin „Ballade de Melody Nelson“ og „Je t’aime... moi non plus“ rauluð við litlar undirtektir viðstaddra. Í Berlín í Þýskalandi var andinn svipaður og í London og ekki leið á löngu þar til rambað var inn á karó- kíbar sem sérhæfði sig í lögum eftir meistara David Bowie. Staðurinn var troðinn og margir að bíða eftir hljóðnemanum. Biðin var þó vel þess virði enda einstaklega skemmtilegt að syngja „Rock ’n’ Roll Suicide“ með tilheyrandi lát- bragðsleik. Vonbrigði þessarar miklu karókímenningarferðar voru þó klárlega Barselóna á Spáni. Nærri öll lög sem finna mátti voru drepleiðinlegir spænskir slagarar og búið var að talsetja öll ensk lög á spænsku. Að sama skapi voru við- staddir einstaklega þurrir og engum þótti fyndið þegar hent var í eitt stykki orm á sviðinu. Það skal þó tekið fram að ég kann hvorki að breikdansa né syngja svo það er mögulega skiljanlegt. LONDON, PARÍS, BERLÍN OG BARSELÓNA Karókí- klúbbar Evrópu HIÐ ÓDAUÐLEGA LISTFORM KARÓKÍSÖNGS VERÐUR AÐ TELJAST MEÐ BETRI LEIÐUM TIL AÐ KYNNAST TÓNLISTARLÍFI STÓRBORGA, EN SLÍKU FÉKK UNDIRRITAÐUR AÐ KYNNAST Á FERÐUM SÍNUM UM EVRÓPU FYRIR SKEMMSTU. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is * Í London er til að myndahægt að þenja raddböndiná börunum The Birdcage og The Alibi, sem báðir eru aust- arlega í borginni. Ferðalög og flakk *Á milli Kreuzberg og Friedrichshain í Berlínmá finna einhvern magnaðasta næturklúbb íEvrópu, Berghain. Staðsetningin er fremursérstæð en skemmtistaðurinn er staðsettur ístóru yfirgefnu orkuveri sem lítur helst útfyrir að vera sviðsmynd kvikmyndarinnarThe Cabinet of Dr. Caligari. Staðurinn er þekktur fyrir langa þjónustutíma, myrkra- herbergi og er rómaður fyrir raftónlist. Klúbbur í yfirgefnu orkuveri Kæra Morgunblað. Hér er ég stödd í miðju alheims, að mér finnst, þar sem Pétur Pan passar upp á að enginn verði fullorðinn. Lundúnaborg hefur upp á margt að bjóða og helgin er alltaf rétt að byrja. Í kvöld er fyrsti fimmtudagur mánaðarins og þá opnast dyr gallería með nýskreyttum veggjum og ókeypis öli. Listin er jú lokkandi. Föstudagar og laugardagar gleymast yfirleitt í dansi og þá tekur sunnudagur við, það eru bestu dagarnir. Þeir byrja oftast á markaði eða almenningsgarði þar sem farið er yfir stöðu mála í góðra vina hópi. Ef einhver afgangs orka er til stað- ar þá er ekkert annað í stöðunni en að eyða henni í eðaljazz á hverfispöbbnum þar sem maður getur þóst vera heimsborgari. Svo kemur mánudagur, en það er allt í lagi því helgin er þá hvort sem er rétt að byrja. Það er gott að vera listamað- ur í London. Þangað til næst. Sigurrós Eiðsdóttir. Brick Lane getur verið heillandi. Allt er á hvolfi í Westminster. Listin að lifa í London Sigurrós nemur myndlist við Golds- miths-háskólann í Lundúnaborg. PÓSTKORT F RÁ LONDON Það er alltaf vinsælt að t aka The Ramones á k arókíbörum . Finna mátti lög Serge Gainsbourg á karókí- börum í Frakklandi. Sérhæfðir karó-kíbarir hafa skot-ið upp kollinum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.