Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 Franska menningarsjónvarpsstöðin Arte Ac- tion Culturelles hélt veislu í París á föstudag til heiðurs alþjóðlegu listahátíðinni Ferskir vindar í Garði. Hátíðin hlaut þann heiður í vetur að fá styrk frá sjónvarpsstöðinni frönsku. Í veislunni var hátíðin kynnt meðal menningarfrömuða í Frakklandi og tónlist- arfólk Ferskra vinda tróð upp af því tilefni. Þá voru kvikmyndir og myndsýningar af lista- verkum listafólksins frá hátíðinni sýndar ásamt ýmsum óvæntum uppákomum. Listahátíðin Ferskir Vindar hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 2010. Á hátíðina er boðið 50 listamönnum hverju sinni, víðs- vegar að úr heiminum. Þeir starfa og búa í Garði í fimm vikur. FRÖMUÐIR KYNNAST GARÐI VEISLA Í PARÍS Næsta Ferskra vinda-hátíð hefst 15. desember 2015 og stendur til 17. janúar 2016. Morgunblaðið/Eggert Klais-orgelið Hallgrímskirkju er stærsta orgel landsins og var formlega vígt árið 1992. Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst með hátíðlegum hætti laugardaginn 14. júní. Þetta er 22. sumarið í röð sem hátíðin er haldin, eða allt frá því að Klais-orgel kirkj- unnar var vígt árið 1992. Orgelið er stærsta orgel landsins og gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri tónlistarsögu. Björn Steinar Sól- bergsson leikur á fyrstu tónleikum sumars- ins. Hann hefur verið organisti við Hallgríms- kirkju frá 2006 en áður starfaði hann við Akureyrarkirkju í 20 ár. Fernir tónleikar verða haldnir í hverri viku í sumar, frá 14. júní til 17. ágúst, alls 38 tónleikar yfir sum- artímann. HÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU ORGEL Í SUMAR Einkasýning Þorgerðar Þórhallsdóttur, Nobody Will Ever Die, verður opn- uð laugardaginn 14. júní kl. 17:00 í Kunstschlager, Rauðarárstíg 1. Sýningin hverfist um vídeóverkið Everything is as it should be, Nothing will ever change, Nobody will ever die. Verkið sýnir afa Þor- gerðar, Gísla Magnússon píanóleikara (1929–2001), æfa 4. píanókons- ert Beethovens heima hjá sér. Gísli flutti kons- ertinn ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist. Þorgerður útskrifaðist úr Listahá- skóla Íslands 2013 og hefur verið meðlimur í Kunstschlager síðan í október það ár. Þetta er hennar fyrsta einkasýning eftir útskrift. Í haust stefnir hún á mastersnám í myndlist við Konst- högskolan í Malmö. MYNDLIST Í KUNSTSCHLAGER ÆFING GÍSLA 1989 Þorgerður Þór- hallsdóttir í Kunstschlager. Sjö íslenskir listamenn og tveir þýskir standa að sýningunni Plastic Poetics eða Ljóðrænt plast sem opnuð var föstudaginn 13. júní í hinu listamannarekna rými Salon Mutlu í Berlín. Íslensku listamennirnir eru Árni Már Erlingsson, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Hrund Atladótt- ir, Gunnar Jónsson, Ingibjörg Jara Sigurðardóttir, Björk Viggósdótt- ir og Petra Valdimarsdóttir. Þýsku listamennirnir tveir eru Boris Fauser og Hanna Mattes. Sýningarstjóri sýningarinnar er Hrafnhild- ur Gissurardóttir en hún útskrifaðist af myndlistarbraut Gerrit Riet- veld Academie í Amsterdam árið 2011 og stundar nú mastersnám við Universität der Kunste Berlin. Í tilkynningu frá sýningarstjóra segir að sýningin gagnrýni notkun og offramleiðslu plasts en upphefji þó samtímis plastið sem miðil. Áhersla sýningarinnar er þannig á tvíræða afstöðu til plastsins. Á sýningunni getur m.a. að líta skúlptúra úr frauðplasti, plastskúlptúra unna með þrívíddarprenttækni, röð ljósmynda sem sýnir órætt lands- lag með þremur sólum, innsetningu úr plasti sem myndar regnboga innan rýmisins og myndbandsverk af dansandi plastpokum, sem tek- ið er upp undir sjávaryfirborði við eyjuna Aruba í Karíbahafinu. Sýn- ingin stendur til 1. júlí næstkomandi. ÍSLENSKIR OG ÞÝSKIR LISTAMENN SÝNA Í BERLÍN Unnið með plast í Berlín Stilla úr myndbandsverki eftir Björk Viggósdóttur. Verkið heitir Ear- drum og má sjá á sýningunni en það er tekið upp í íslenskri náttúru. Verk eftir Boris Fauser. LISTAMENN VELTA FYRIR SÉR NOTKUN PLASTS SEM Á SÉR MARGAR HLIÐAR, JÁKVÆÐAR SEM NEIKVÆÐAR. Úr verki eftir Hrund Atladóttur. Ljósmyndir/Árni Már Erlingsson Menning Flest laganna sem við spilum hafa lifað íþjóðarsálinni í langan tíma. Fólk sækir ísönglagaarfinn. Ég hef sérlega gaman af viðbrögðum unga fólksins þegar það heyrir lög sem ekki hafa verið spiluð að ráði í tugi ára. Fólki finnst það kannast við lögin þótt það hafi líklega aldrei heyrt þau áður. Söng- lagaarfurinn er í erfðaefni Íslendinga,“ segir Helgi Björnsson, söngvari, leikari og hesta- maður, um tónlistina sem hann leikur með Reiðmönnum vindanna. Sveitina skipa um þessar mundir Stefán Már Magnússon gítar- leikari, Hrafn Thoroddsen hljómborðsleikari, Ingi Björn Ingason bassaleikari og Benedikt Brynleifsson, sem leikur á trommur. Einar Valur Scheving og Jakob Magnússon, sem spilað hafa með sveitinni, eru vant við látnir í þetta sinn. „Drengirnir úr Buff, þeir Hannes Friðbjarnarson, Pétur Örn Guðmundsson og Haraldur Sveinbjörnsson, eru síðan með okk- ur líka,“ segir Helgi. „Þeir bæði radda og spila. Röddunin á plötunum okkar er frá þeim komin, þeir eru ótrúlega flottir í röddun.“ Helgi hefur verið í hestamennsku í mörg ár, en sem þekkt er fylgir hestamennsku rík söngvahefð. „Ég hafði látið mér detta í hug að gera hestamannaplötu nokkuð fyrir útgáfu fyrstu plötunnar okkar en aldrei látið verða af því. Árið 2008 ákvað ég síðan að láta slag standa og platan Ríðum sem fjandinn var tek- in upp á einni viku, aðallega til gamans fyrir mig og félaga mína. Við fórum með hana á Landsmót hestamanna þá strax um sumarið og þessi tónlist varð svo vinsæl að ekki varð aftur snúið. Þannig urðu Reiðmenn vindanna til. Það sem upphaflega átti að verða ein plata með hestamannalögum er orðið að þremur plötum og hljómsveit – hugmyndin fékk sitt eigið líf og maður fær að vera farþegi í því.“ Sveitin hefur átt velgengni að fagna allar götur síðan og gefið út tvær plötur til við- bótar, Þú komst í hlaðið (2011) og Ég vil fara upp í sveit (2012). „Fyrsta platan var mjög nátengd hestamennskunni og lögin þar höfðu mörg beina skírskotun í hesta. Þetta þema víkkaðist hins vegar fljótt út og segja má að seinni plöturnar tvær séu fremur tengdar ís- lenska sumrinu en hestamennskunni ein- göngu. Þetta eru lög sem fólk syngur í úti- legum, uppi á fjöllum, í sumarbústaðnum og á mannamótum undir berum himni.“ Tónleikar í Hörpu Síðustu stórtónleikar sveitarinnar í Reykjavík voru haldnir í Háskólabíói árið 2011. Leikurinn verður nú endurtekinn í Eldborg Hörpunnar hinn 16. júní næstkomandi. „Þetta var mikið fjör hjá okkur síðast,“ segir Helgi. „Ég hef tvisvar haldið tónleika í Eldborg í kringum 17. júní. Ég fæ þá ýmsa tónlistarmenn í lið með mér og við leikum íslenskar dægurlagaperlur. Reiðmenn vindanna spila auðvitað íslenskar dægurperlur líka, þannig að mér datt í hug að halda tónleika með þeim í kringum sautjándann í þetta skiptið.“ Helgi og félagar hans í Reiðmönnum vindanna gáfu síðan í til- efni tónleikanna út lagið „Viltu dansa“. Lagið er eftir Magnús Eiríksson og var eitt hans fyrstu laga. Með Helga í nýrri útgáfu lagsins eru tónlistarkonurnar Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir. Þær eru meðlimir í hljóm- sveitinni Ylju og munu koma fram á tónleik- unum í Hörpu. Fleiri góðra gesta má reyndar vænta á tónleikunum, því Jóhann Sigurðarson (Jói Sig), Hilmir Snær Guðnason og Örn Árna- son verða þar einnig. „Þeir voru með okkur í Háskólabíói líka og við skemmtum okkur vel. Þeir tóku lagið, sögðu sögur og brandara og stemningin var eins og hún gerist best í hest- húsunum,“ segir Helgi. Spurður hvort sveitin muni ferðast um landið í sumar og spila, þá jafnvel á sveita- böllum, segir Helgi tónlistarbransann vera nokkuð breyttan hvað sveitaböll varði. „Það er af sem áður var, þegar menn endasentust í hvert einasta félagsheimili landsins yfir sumartímann. Sveitaböllum hefur fækkað gríðarlega. Nú syngur maður mest á haustum og vetrum, t.d. á þorrablótum og árshátíðum. Á sumrin eru það helst bæjarhátíðirnar sem bjóða upp á tækifæri fyrir tónlistarmenn. Plöturnar okkar þrjár eru síðan auðvitað mik- ið spilaðar yfir sumartímann, þetta er sumar- og gleðitónlist.“ Þrjátíu ára söngafmæli Helgi lætur ekki staðar numið við stórtónleika í Hörpu með Reiðmönnunum, því haustið verður annasamt hjá honum.„Í haust á ég þrjátíu ára söngafmæli, þ.e. þrjátíu ár verða liðin frá útgáfu fyrsta hljóðrituðu plötunnar minnar. Þessum tímamótum hyggst ég fagna með útgáfu safnplötu þar sem farið verður yf- ir þennan þrjátíu ára feril. Þar fyrir utan ætla ég að ferðast einn um landið með kassa- gítarinn og spila fyrir þjóðina.“ HELGI BJÖRNS OG REIÐMENN VINDANNA HALDA TÓNLEIKA Í HÖRPU „Sönglagaarfurinn er í erfðaefni Íslendinga“ HELGI BJÖRNSSON OG REIÐMENN VINDANNA SLÓGU Í GEGN ÁRIÐ 2008 MEÐ PLÖTUNNI RÍÐUM SEM FJANDINN. EKKI VARÐ AFTUR SNÚIÐ OG NÚ, TVEIMUR PLÖTUM SÍÐAR, HELDUR SVEITIN TÓNLEIKA Í HÖRPU. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Helgi Björns og Reiðmenn vindanna láta fjörið ekki vanta þegar tónleikar eru annars vegar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.