Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 Matur og drykkir A fmæli fjölskyldumeðlima eru öll í sama mánuði svo það er stundum skellt í eina góða afmælisveislu fyrir alla. Það er voða praktískt út af afmælisskreytingunum,“ segir Erna Kaaber, vert á veitingastaðnum Icelandic Fish & chips sem bauð í af- mælishádegisverð á dögunum. „Mér finnst engin máltíð almennileg án salats svo ég ákvað að það yrði í aðalhlutverki. Salöt eru seðjandi og næringarrík án þess að keyra melt- inguna í yfirvinnu. Það er góð uppskrift að vellíðun á sumardegi og það er engin ástæða til að taka matargerðinni of hátíðlega, það er ávísun á leiðindi. Það er nánast hægt að henda hverju sem er saman í skál og skella yfir vínagrettu. Baksturinn læt ég hins vegar börnunum mínum eft- ir. Þar þarf að fylgja eftir reglum sem mér finnst of heftandi. Þau eru mun betri bakarar en ég.“ Erna eyðir drjúgum tíma í eldhúsinu, annaðhvort heima eða í vinnunni. „Það er hægt að búa til endalaust margar útgáfur af réttum með mismun- andi hráefnum og á meðan ég er að elda eina fæ ég hugmyndir að öðrum. Að ganga í gegnum matvöruverslun getur verið kveikja að mannmörgu boði. Lyktin og litirnir kveikja á minningum í bragðpalettunni sem koll- varpa öllum ráðagerðum um eitthvað fljótlegt. Oft er ég komin af stað með óljósa hugmynd um eitthvað sem verður svo að mörgum réttum.“ Erna segist eiga afar erfitt með að halda sig innan marka uppskrifta, það sé eins og að mála eftir númerum. „Sumar uppskriftir eða hlutar þeirra krefjast þess engu að síður að farið sé eftir þeim í einu og öllu ef maður þekkir ekki efnafræðina á bak við, til dæmis ris eggja eftir tiltekna þeytingu við ákveðið hitastig. Þá getur verið gott að googla mismunandi afbrigði af sama rétti til að átta sig á hvað er nauðsynlegt og hverju má breyta. Eða fletta upp í Harold McGee, hann er besta heimildin í þeim efnum. Eldhúsið er eins og skapandi efnafræðistofa en ólíkt þeirri í skól- anum þá má smakka á öllum tilraununum, hvernig sem þær takast. Það er bara ein regla sem maður verður að halda í heiðri, matargerðin verður alltaf að vera skemmtileg.“ Veislan var hundrað prósent glútenfrí og bakstur í höndum barnanna. Sumarlegir melónubitar setja svip á öll veisluborð en salöt voru í aðalhlutverki. SUMARLEG SALÖT OG BAKKELSI Margföld af- mælisveisla *Mér finnstengin máltíðalmennileg án sal- ats svo ég ákvað að það yrði í að- alhlutverki. Salöt eru seðjandi og næringarrík án þess að keyra meltinguna í yf- irvinnu.“ ERNA KAABER BAUÐ VINUM OG FJÖLSKYLDU HEIM Í AF- MÆLI OG BAUÐ UPP Á 100 PRÓSENT GLÚTENFRÍA VEISLU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 600 g bleikja 21/2 dl hvítar baunir 600 g soðnar kartöflur 1 fennelhaus, þunnt skorinn 1 búnt steinselja 2 lúkur spínat 1 búnt radísur, þunnt skornar 1 appelsína, skorin í munn- bita 1 búnt karsi (má sleppa) LÍMÓNUGRETTA 1 sítróna, saft og börkur 1 1/2-2 dl kaldpressuð repjuolía 2 msk. hunang salt og svartur pipar Hægeldið bleikju í ofni í hálftíma við 110° og sjóðið kartöflur. Kælið bleikju og kartöflur, bútið niður og blandið saman við grænmeti og jurtir. Sítrónusafi er kreistur og börkur rifinn út í blandara. Hunangi bætt saman við og þeytt á hægum hraða. Olíu bætt saman við rólega. Kryddað með pipar og salti. Límónuvínagrettu dreift yfir, karsi og mynta rifin yfir og salat borið fram. Bleikjusalat 1 dl hirsi 2 dl vatn 1 tsk. turmerik 1 tsk. svartur pipar 200 g smáár gænar baunir (fást einungis frosnar hérlendis) 200 g sykurbaunir 200 g haricot baunir 1 búnt mynta, rifin af stönglum 1 dl svartar ólífur 1 rauðlaukur, skorinn í strimla 200-300 g fetaostur ólífuolía sítrónusafi úr 1/2 sítrónu salt og svartur pipar 1/4 vatnsmelóna Setjið hirsi í dl af vatni og blandið við það turmerik og svörtum pipar, látið allt sjóða samkvæmt leið- beiningum á pakka, látið kólna. Blandið saman græn- meti, jurtum og hirsi. Bætið ólífuolíu, sítrónusafa, salti og pipar saman við. Skreytið með feta, svörtum ólífum og osti. Gott af hafa grillaðar kjúklingalundir með salatinu. Saltið vatnsmelónu létt. Berið fram með salati. Grískt vorsalat Veitingar voru sérlega fallega fram bornar og mikið lagt í skreytingar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.