Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Page 54
Til móts við landið.
Baðstrandarlíf við Wannsee.
L
augardaginn 14. júní
síðastliðinn var ljós-
myndasýningin „Svip-
myndir eins augna-
bliks“ opnuð í
Þjóðminjasafninu, en á henni er
að finna úrval ljósmynda eftir
Þorstein Jósepsson (1907–1967).
Um nokkurs konar yfirlits-
sýningu á ljósmyndum Þorsteins
er að ræða, en myndirnar eru í
kringum sextíu talsins og eru
flestar teknar milli 1930 og
1967. „Meirihluti myndanna er í
svarthvítu en einhverjar lit-
myndir eru þarna líka,“ segir
Steinar Örn Atlason, en hann
og Ívar Brynjólfsson eru höf-
undar sýningarinnar.
„Sýningin er tvíþætt að því
leyti að sumum myndunum
fylgja myndatextar en aðrar
myndir eru stakar,“ segir Stein-
ar, sem sjálfur skrifaði bæði
myndatexta og sýningarskrá.
Skráin geymir umfjöllun um
ljósmyndun Þorsteins og tengsl
hennar við íslenska ljósmyndun,
kafla um ljósmyndaalbúm Þor-
steins og auk þess myndatexta
sýningarinnar. Myndatextarnir
ganga út frá þeim ljósmyndum
sem til sýningar eru en snerta
auk þess á sögu ljósmyndunar.
Þeir skýra því ekki einungis
ljósmyndun Þorsteins, heldur
leitast þeir einnig við að flétta
saman ljósmyndasögunni og
kenningum um ljósmyndun. Þor-
steinn kom víða við, vann m.a.
á dagblaðinu Vísi og birti mikið
af myndum í bókum og tímarit-
um, auk þess sem hann skrifaði
bækur sjálfur. Efni sem þessu
tengist verður til sýningar í
sýningarskápum. Þar verða t.d.
myndaalbúm, blaðamanna-
skírteini, verðlaunagripir og
annað efni sem tengist ferli
Þorsteins. Þessir munir segja
mikla sögu um myndframleiðslu
hansen ekki síst um myndheim
hans og dýpka þannig umfjöll-
unarefni sýningarinnar.
Spurður um titil sýning-
arinnar segir Steinar hann vera
vísun í skrif Þorsteins. „Þar
fyrir utan var hugmyndin við
uppsetningu sýningarinnar sú
að setja fram heild svipmynda
og ákveðin augnablik í mynd
og myndatexta. Titillinn er
þannig skírskotun í Þorstein en
einnig í sjálfa sýningarhug-
myndina,“ segir Steinar.
Alls eru rúmlega þrjátíu og
tvö þúsund ljósmyndir eftir
Þorstein í Ljósmyndasafni Ís-
lands, sem er sérsafn innan
Þjóðminjasafnsins, og er safnið
vel skráð. Myndirnar eru tekn-
ar víðs vegar um landið og ná
yfir breitt tímabil. Í þeim liggja
því merkar heimildir um land
og þjóð um miðbik síðustu ald-
ar. Gaman getur verið að
skyggnast inn í horfinn heim, í
gegnum þann glugga sem ljós-
myndirnar eru.
Sýningarstjóri er Þorbjörg
Br. Gunnarsdóttir en sýningin
stendur til ársloka 2014.
MERKAR LJÓSMYNDIR ÞORSTEINS JÓSEPSSONAR
TIL SÝNINGAR Í ÞJÓÐMINJASAFNINU
Svipmyndir
eins
augnabliks
ÞORSTEINN JÓSEPSSON ER MÖRGUM ÍSLENDINGUM
AÐ GÓÐU KUNNUR, ENDA KOM HANN VÍÐA VIÐ Á
FERLI SÍNUM SEM BLAÐAMAÐUR, RITHÖFUNDUR OG
LJÓSMYNDARI. YFIRLITSSÝNING Á LJÓSMYNDUM HANS
STENDUR NÚ YFIR Í ÞJÓÐMINJASAFNINU.
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Rafmagnsstaur. Án andlits.Við Ægisíðu.
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014
Menning