Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Qupperneq 54
Til móts við landið. Baðstrandarlíf við Wannsee. L augardaginn 14. júní síðastliðinn var ljós- myndasýningin „Svip- myndir eins augna- bliks“ opnuð í Þjóðminjasafninu, en á henni er að finna úrval ljósmynda eftir Þorstein Jósepsson (1907–1967). Um nokkurs konar yfirlits- sýningu á ljósmyndum Þorsteins er að ræða, en myndirnar eru í kringum sextíu talsins og eru flestar teknar milli 1930 og 1967. „Meirihluti myndanna er í svarthvítu en einhverjar lit- myndir eru þarna líka,“ segir Steinar Örn Atlason, en hann og Ívar Brynjólfsson eru höf- undar sýningarinnar. „Sýningin er tvíþætt að því leyti að sumum myndunum fylgja myndatextar en aðrar myndir eru stakar,“ segir Stein- ar, sem sjálfur skrifaði bæði myndatexta og sýningarskrá. Skráin geymir umfjöllun um ljósmyndun Þorsteins og tengsl hennar við íslenska ljósmyndun, kafla um ljósmyndaalbúm Þor- steins og auk þess myndatexta sýningarinnar. Myndatextarnir ganga út frá þeim ljósmyndum sem til sýningar eru en snerta auk þess á sögu ljósmyndunar. Þeir skýra því ekki einungis ljósmyndun Þorsteins, heldur leitast þeir einnig við að flétta saman ljósmyndasögunni og kenningum um ljósmyndun. Þor- steinn kom víða við, vann m.a. á dagblaðinu Vísi og birti mikið af myndum í bókum og tímarit- um, auk þess sem hann skrifaði bækur sjálfur. Efni sem þessu tengist verður til sýningar í sýningarskápum. Þar verða t.d. myndaalbúm, blaðamanna- skírteini, verðlaunagripir og annað efni sem tengist ferli Þorsteins. Þessir munir segja mikla sögu um myndframleiðslu hansen ekki síst um myndheim hans og dýpka þannig umfjöll- unarefni sýningarinnar. Spurður um titil sýning- arinnar segir Steinar hann vera vísun í skrif Þorsteins. „Þar fyrir utan var hugmyndin við uppsetningu sýningarinnar sú að setja fram heild svipmynda og ákveðin augnablik í mynd og myndatexta. Titillinn er þannig skírskotun í Þorstein en einnig í sjálfa sýningarhug- myndina,“ segir Steinar. Alls eru rúmlega þrjátíu og tvö þúsund ljósmyndir eftir Þorstein í Ljósmyndasafni Ís- lands, sem er sérsafn innan Þjóðminjasafnsins, og er safnið vel skráð. Myndirnar eru tekn- ar víðs vegar um landið og ná yfir breitt tímabil. Í þeim liggja því merkar heimildir um land og þjóð um miðbik síðustu ald- ar. Gaman getur verið að skyggnast inn í horfinn heim, í gegnum þann glugga sem ljós- myndirnar eru. Sýningarstjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir en sýningin stendur til ársloka 2014. MERKAR LJÓSMYNDIR ÞORSTEINS JÓSEPSSONAR TIL SÝNINGAR Í ÞJÓÐMINJASAFNINU Svipmyndir eins augnabliks ÞORSTEINN JÓSEPSSON ER MÖRGUM ÍSLENDINGUM AÐ GÓÐU KUNNUR, ENDA KOM HANN VÍÐA VIÐ Á FERLI SÍNUM SEM BLAÐAMAÐUR, RITHÖFUNDUR OG LJÓSMYNDARI. YFIRLITSSÝNING Á LJÓSMYNDUM HANS STENDUR NÚ YFIR Í ÞJÓÐMINJASAFNINU. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Rafmagnsstaur. Án andlits.Við Ægisíðu. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 Menning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.