Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 * Flesta daga hljóp ég með sjónum og út að Gróttu. Égnotaði steina við hákarlaskúrinn, sem þar stendurennþá, sem lóð. Þetta var mitt World Class. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, í afmælisblaði Seltjarnarness. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Hjónin Halldór Georgssonog Sigríður Bragadóttirhafa verið bændur á Sí- reksstöðum í Vopnafirði í hálfan fjórða áratug. Nú eru þau með sauðfé en hættu kúabúskap fyrir nokkrum árum til að geta byggt upp ferðaþjónustu. Sigríður og Halldór eru hálfsjö- tug en engan bilbug er á þeim að finna. „Við höfum verið í ferða- þjónustu síðan 2009. Það hafði verið draumur í mörg ár að fara út í þetta en við höfðum ekki fjármagn til þess og eins erum við þannig staðsett að á árum áð- ur þótti alls ekkert vit í því. Nú er viðhorf fólks mjög breytt; það sækir í kyrrðina og eftir sam- göngubætur erum við ekki nema um það bil hálftíma frá þjóðvegi 1,“ segir Sigríð- ur í sam- tali við blaða- menn. „Ástæða þess að við fór- um út í þetta er líka sú að við vorum með kúabúskap og komið var að því að fara ann- aðhvort út í miklar fjárfestingar til að byggja hann frekar upp eða hætta. Við ákváðum að hætta og snúa okkar að þessu.“ Sigríður segir að ferða- mannastraumur aukist jafnt og þétt. „Fólk kemur þangað sem eitthvað er í boði en það þarf líka að vita af því. Við höfum staðið í heilmikilli markaðssetningu.“ Hjónin bjóða upp á gistirými fyrir 25 manns; álmu þar sem eru átta 2ja manna herbergi og tvö sumarhús að auki. Veitingastaður var formlega tekinn í notkun á dögunum. „Ég bauð alltaf upp á morgunverð í stofunni heima hjá okkur; bærinn er aðeins um 500 metra frá gistihús- unum, en það var orðið erf- itt. Mjög margir sem komu áttu eftir að fá sér að borða og þurftu þá að fara út í þorp, sem er 20 kíló- metra í burtu og voru jafnvel svo seint á ferðinni að verið var að loka veitingastöðum. Þess vegna gerðum við könnun í fyrra: spurð- um alla gesti okkar í júlí og 90% þeirra sögðust myndu hafa borðað hjá okkur ef það hefði verið í boði. Svo við kýldum bara á það!“ Matseðillinn er hugmynd hjónanna en hann, og aðra hluti starfseminnar, hafa þau þróað með Hansínu B. Einarsdóttur og Jóni Rafni Högnasyni sem hafa verið þeim til ráðgjafar. „Það var gott að hafa þau og óþarfi að finna upp hjólið. Nánast allt hrá- efni er frá okkur sjálfum. Við leggjum áherslu á lambakjöt en við erum líka með þorsk sem við fáum á Vopnafirði og svo stendur til að vera með silung úr Nyk- urvatni hér skammt frá, en það hagar þannig til að klakinn er ekki enn farinn af vatninu og því ekki hægt að veiða ennþá. Sumir réttir verða því árstíðabundnir. En þemað okkar er lambið og náttúran og kyrrðin í sveitinni. Hingað kom um daginn fullorðinn maður sem hefur búið lengi er- lendis og var afskaplega hrifinn; sagði að ef fólk vildi fá hvíld í ró og næði og geta hlustað á náttúr- una væri þetta staðurinn!“ VOPNAFJÖRÐUR Fólk sækir í kyrrðina HJÓNIN Á SÍREKSSTÖÐUM Í VOPNAFIRÐI HÆTTU KÚABÚ- SKAP OG SNERU SÉR AÐ FERÐAÞJÓNUSTU. SINNA HENNI ÁSAMT SAUÐFÉ SÍNU OG HAFA OPNAÐ VEITINGAAÐ- STÖÐU ÞAR SEM EIGIN FRAMLEIÐSLA ER Í HÁVEGUM. Halldór og Sigríður, til hægri, ásamt Jóni Rafni Högnasyni og Hansínu Einarsdóttur sem hafa verið þeim til ráðgjafar. Ljósmynd/Magnús Már Veitingahúsið og gistiálman á Síreksstöðum í Sunnudal í Vopnafirði. Lambasteik að hætti Sig- ríðar á Síreksstöðum. UM ALLT LAND MOSFELLSBÆR Hafnar eru framkvæmdir við Æðarhöfða vegna nýs útibús Lágafellsskóla. Þar tekur til starfa í haust leik- og grunnskóli fyrir 5 verða teknar í notkun fim auk millibygginga. Þrjár ke þegar á lóðinni. SKAGAFJÖRÐUR Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt varðveislusamning á milli ru slands o pstoppuðum irni, s og hálfs árs frá undirr ð í upphafi hafi ríkisvaldið gefi tabjörninn yrði vistaður í Skagafirði til framtíð kós a eftir gögnum þar að lútandi. HVERAGERÐI Útskriftarhópur 10. bekkinga í Grunnskólanum veragerðií H styrkti í vikunni neyðarsöfnun UNICEF um 100.000 krónur. Um er að ræða afgang af ferðasjóði barnanna sem þau ákváðu að láta renna til hjálpar börnum í Suður-Súdan. Á heimasíðu UNICEF kemur eftirfarandi fram: Takk innilega fyrir krakkar! Þið megið vera virkilega stolt af ykkur og gangi ykkur se allra best í framtíðinni! ÁRNESHREPPUR Sláttur er hafinn í Árneshreppi á Ströndum. Björn bóndi Torfason á Melum sló um þrjá og hálfan hektara um síðustu helgi, skv. frétt Jóns G. Guðjónssonar á fréttavefn tlihjalli.is. Björn segist hafa slegið síðast sv nemma árið 2003, þá var einmuna tíð og góð spretta líkt og nú. Einnig hóf Gunnar Dalkvist í Bæ um helgina og sló í fyrstu um tvo hektara, e u hektara í viðbót til að get seinni slátt, segir á vefnum FJARÐA rbAustu rú Fjarðab

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.