Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Page 16
LEIKVELLIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU HAFA STUNDUM VERIÐ GAGNRÝNDIR FYRIR AÐ VERA EINSLEITIR. VÍÐA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER ÞÓ HÆGT AÐ KOMAST Í GRÆN SVÆÐI OG UPPLIFA EINS KONAR SVEIT Í BORG. Leiksvæði í bakgarði höfuðborgarinnar Guðmundarlundur Í lundinum er töluvert skógarsvæði með skemmtilegum stígum og lundum, grasblettum og grillum. Fjögur útigrill eru í lundinum – þar af tvö í grillhúsi með borðum og bekkjum. Lundurinn er oft þéttsetinn og jafnvel pantaður fyrir skemmtanir og aðra viðburði. Gott ráð: Hægt er að hringja í Skógræktarfélag Kópavogs til að kann hvort lundurinn er pantaður. Laugardalurinn Eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa er klassískur stoppistaður fjölskyldunnar. Auk leiktækjanna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er fínasti leikvöllur ofan við þvottalaugarnar. Gott ráð: Ganga með börnin um Grasagarðinn og leyfa þeim að kynnast gróðrinum. Þvottalaugarnar eru líka tilvaldar til að fræða börnin um fyrri tíð. Fjöruferð Það er fátt skemmtilegra en að fara í fjöruferð með fötu og skóflu og skoða hverju hafið hefur skolað á land. Fjaran á Álftanesi, Seltjarnarnesi eða Kjalarnesi er alltaf heillandi en betra að skoða hvenær er fjara og hvenær flóð. Slíkt skiptir máli. Gott ráð: Gera listaverk með límbyssu úr því sem finnst. Hljómskálagarðurinn Leiksvæðið gekk fyrir skömmu í endurnýjun lífdaga með nýjum leiktækjum og betri frágangi á undirlagi. Hægt að taka teppi, nesti og eiga góðan dag hvort sem það er sól eða rigning enda er hægt að njóta bæði náttúru og mannlífs í einu. Gott ráð: Ágætt er að hafa bæði sólarvörn og regnhlíf með. Aldrei að vita hvernig viðrar.. Klambratún Nánast í miðri Reykjavík er Klambratúnið þar sem hægt er að vera daglangt. Börnin geta sveiflað sér í aparólunni, spilað körfubolta eða hlaupið um. Tvö útigrill eru á túninu og bekkir til að sitja á. Gott ráð: Taka frisbídisk með og prófa frisbígolf. Ef rignir er hægt að fara í föndurherbergið á Kjarvalsstöðum. Fossvogur/Nauthólsvík Hjóla- og göngustígar liggja nú um borgina þvera og endilanga. Því er auðvelt að komast um Fossvoginn á hjóli eða tveimur jafnfljótum. Nauthólsvíkin er tilvalinn áfangastaður eftir hjólatúr um Fossvogsdalinn. Gott ráð: Ekki gleyma nestinu, það er nauðsynlegt að stoppa og nærast í langri hjólaferð. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær: Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Nánar: Nú er hver aðverða síðastur að sjá sýningu Borghildar Óskarsdóttur, Þráður á landi, en henni lýkur á sunnudag. Verkið er um fimm kynslóðir sömu ættar, sem bjó á sjö býlum á Rangárvöllum og í Landsveit frá 1760 til 1941. Sýningin var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Síðasti séns að sjá Þráð á landi Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn sunnudaginn 29. júní. Þá gefst lands- mönnum kostur á að veiða án endurgjalds í 31 vatni víðsvegar um landið. Landssamband stangveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í hartnær 30 ár. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjöl- skylduíþrótt. Á eftirtöldum veiðistöðum verður frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðurlandi: Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfells- vatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum: í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni og Syðridalsvatni. Á Norðurlandi: Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósa- vatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíð- arvatni. Á Austurlandi: Haugatjörnum, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit. VEIÐIDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR Morgunblaðið/Ómar Stangveiði sem fjölskylduíþróttHlý og notaleg í útivistina www.ullarkistan.is Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 | Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 Hágæða ullarföt fyrir alla fjölskylduna á frábæru verði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.