Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 16
LEIKVELLIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU HAFA STUNDUM VERIÐ GAGNRÝNDIR FYRIR AÐ VERA EINSLEITIR. VÍÐA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER ÞÓ HÆGT AÐ KOMAST Í GRÆN SVÆÐI OG UPPLIFA EINS KONAR SVEIT Í BORG. Leiksvæði í bakgarði höfuðborgarinnar Guðmundarlundur Í lundinum er töluvert skógarsvæði með skemmtilegum stígum og lundum, grasblettum og grillum. Fjögur útigrill eru í lundinum – þar af tvö í grillhúsi með borðum og bekkjum. Lundurinn er oft þéttsetinn og jafnvel pantaður fyrir skemmtanir og aðra viðburði. Gott ráð: Hægt er að hringja í Skógræktarfélag Kópavogs til að kann hvort lundurinn er pantaður. Laugardalurinn Eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa er klassískur stoppistaður fjölskyldunnar. Auk leiktækjanna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er fínasti leikvöllur ofan við þvottalaugarnar. Gott ráð: Ganga með börnin um Grasagarðinn og leyfa þeim að kynnast gróðrinum. Þvottalaugarnar eru líka tilvaldar til að fræða börnin um fyrri tíð. Fjöruferð Það er fátt skemmtilegra en að fara í fjöruferð með fötu og skóflu og skoða hverju hafið hefur skolað á land. Fjaran á Álftanesi, Seltjarnarnesi eða Kjalarnesi er alltaf heillandi en betra að skoða hvenær er fjara og hvenær flóð. Slíkt skiptir máli. Gott ráð: Gera listaverk með límbyssu úr því sem finnst. Hljómskálagarðurinn Leiksvæðið gekk fyrir skömmu í endurnýjun lífdaga með nýjum leiktækjum og betri frágangi á undirlagi. Hægt að taka teppi, nesti og eiga góðan dag hvort sem það er sól eða rigning enda er hægt að njóta bæði náttúru og mannlífs í einu. Gott ráð: Ágætt er að hafa bæði sólarvörn og regnhlíf með. Aldrei að vita hvernig viðrar.. Klambratún Nánast í miðri Reykjavík er Klambratúnið þar sem hægt er að vera daglangt. Börnin geta sveiflað sér í aparólunni, spilað körfubolta eða hlaupið um. Tvö útigrill eru á túninu og bekkir til að sitja á. Gott ráð: Taka frisbídisk með og prófa frisbígolf. Ef rignir er hægt að fara í föndurherbergið á Kjarvalsstöðum. Fossvogur/Nauthólsvík Hjóla- og göngustígar liggja nú um borgina þvera og endilanga. Því er auðvelt að komast um Fossvoginn á hjóli eða tveimur jafnfljótum. Nauthólsvíkin er tilvalinn áfangastaður eftir hjólatúr um Fossvogsdalinn. Gott ráð: Ekki gleyma nestinu, það er nauðsynlegt að stoppa og nærast í langri hjólaferð. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær: Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Nánar: Nú er hver aðverða síðastur að sjá sýningu Borghildar Óskarsdóttur, Þráður á landi, en henni lýkur á sunnudag. Verkið er um fimm kynslóðir sömu ættar, sem bjó á sjö býlum á Rangárvöllum og í Landsveit frá 1760 til 1941. Sýningin var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Síðasti séns að sjá Þráð á landi Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn sunnudaginn 29. júní. Þá gefst lands- mönnum kostur á að veiða án endurgjalds í 31 vatni víðsvegar um landið. Landssamband stangveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í hartnær 30 ár. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjöl- skylduíþrótt. Á eftirtöldum veiðistöðum verður frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðurlandi: Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfells- vatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum: í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni og Syðridalsvatni. Á Norðurlandi: Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósa- vatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíð- arvatni. Á Austurlandi: Haugatjörnum, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit. VEIÐIDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR Morgunblaðið/Ómar Stangveiði sem fjölskylduíþróttHlý og notaleg í útivistina www.ullarkistan.is Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 | Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 Hágæða ullarföt fyrir alla fjölskylduna á frábæru verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.