Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014
Matur og drykkir
M
ér finnst alltaf svolítið skemmtilegt að hræra saman fólki sem
þekkist ekki endilega mikið. Fyrst er það ferlega vandræðalegt
en ég býð ávallt upp á rótsterka kokteila þannig að vandræða-
gangurinn endist í mesta lagi í fimm mínútur,“ segir Guðrún
Veiga Guðmundsdóttir sem bauð heim vinkonum úr ólíkum áttum. Guðrún
Veiga er rísandi sjónvarpsstjarna á nýrri sjónvarpsstöð sem fer í loftið í
júlí; isTV, og verður þar með matreiðsluþætti sem bera yfirskriftina Nenni
ekki að elda.
„Ég væri að ljúga ef ég svaraði því játandi að ég væri dugleg að halda
matarboð og fólk er líka ekkert alltaf að rifna úr spennu þegar ég fer að
senda út boð í mat. Ég þarf alveg að fara ítarlega yfir hvað verður í boði og
svona – ég á það nefnilega til að galdra alls kyns undarlegheit fram úr erm-
inni og ætlast til þess að fólk smakki það sem mér dettur í hug að hræra
saman hverju sinni,“ segir Guðrún Veiga sem eldaði mat sem heppnaðist
hins vegar ógurlega vel og gestirnir voru afar sáttir.
„Ég skil ekki fólk sem nennir að keyra sig gjörsamlega út af stressi fyrir
eitt matarboð. Ég er lítið gefin fyrir flókna eldamennsku og færi hreinlega
langleiðina yfir um ef ég ætlaði að standa í eldhúsinu frá morgni til kvölds
út af einu boði. Það er vel hægt að halda gleðilegt matarboð með einföldum
réttum. Annars mæti ég yfirleitt í matarboð af því ég hef gaman af því að
vera í góðum félagsskap, maturinn sem slíkur skiptir mig yfirleitt minna
máli.“
Maturinn hjá Guðrúnu Veigu var ekki aðeins einfaldur og góður heldur
var hann líka skrautlegur og skemmtilegur. „Kjúklingarétturinn er dásam-
lega einfaldur, tekur enga stund að útbúa hann og smakkast alveg hrikalega
vel. Ávaxtaspjót eru fljótleg en rosalega falleg á borði finnst mér. Sangrían
er sniðugur kokteill og frekar ódýr í framkvæmd. Ég stunda svo gríðarlega
mikið af tilraunastarfsemi með popp þannig að það er ávallt á mínum borð-
um. Það kemur fólki alltaf virkilega á óvart hvað það er gott.“
Man Guðrún Veiga eftir eftirminnilegum matarboðum?
„Ætli mitt eftirminnilegasta matarboð sé ekki hádegisverður sem ég bauð
fjölskyldu minni í á aðfangadag. Ég eyddi öllu þorláksmessukvöldi í eldhús-
inu við að skapa ostaköku eftir uppskrift Jóa Fel. sem ég hélt að yrði meist-
araverk. Ég dansaði um með hvítvínsglasið í hendinni og þorláksmessu-
tónleika Bubba í eyrunum og veit ekki hvað gerðist. Eitthvað fór að
minnsta kosti úrskeiðis. Ostakakan var hreinn og klár viðbjóður. Eins og
hafragrautur sem hafði verið hrært saman við súra mjólk. Ég vissi vel af
mistökunum en ákvað nú samt að bjóða upp á dýrðina, ég var svo fjári lengi
að búa hana til. Það kom bara ekki til greina að láta hana flakka í ruslið!
Ætli sagan af Guðrúnu Veigu og ógeðslegu óætu ostakökunni sé ekki með
vinsælli sögum í fjölskyldunni. Hún ætlar bara ekki að deyja.“
GESTGJAFINN SEM ENGINN VEIT HVAÐ GERIST HJÁ
Skrautlegt og
skemmtilegt
* „Ég á það nefni-lega til að galdraalls kyns undarlegheit
fram úr erminni“
GUÐRÚN VEIGA GUÐMUNDSDÓTTIR BÝÐUR ALDREI UPP
Á NEITT FLÓKIÐ EN STUNDAR MIKLA TILRAUNAMENNSKU.
POPPIÐ HENNAR Í ÝMSUM ÚTGÁFUM ER ALLTAF MEÐ Í
ÖLLUM MATARBOÐUM.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
1 heill kjúklingur, hlutaður niður
3 dl tómatsósa
3 tsk. karrí
3 tsk. nýmalaður svartur pipar
1 tsk. salt
250 ml matreiðslurjómi
Hrærið tómatsósu og kryddi saman og smyrjið yfir
kjúklinginn. Hitið í eldföstu móti í 30 mínútur við
200°C. Takið þá fatið út, hellið rjómanum yfir og eld-
ið áfram í ofninum í 30 mínútur.
SUMARSALAT
1 búnt lambhagasalat
1 box kirsuberjatómatar
½ gúrka
nokkrar ferskar döðlur
nokkur fersk jarðarber
pekanhnetur eftir smekk
½-1 krukka fetaostur
Skerið grænmetið, döðlur og jarðarber niður í bita
eftir smekk og blandið í skál. Stráið pekanhnetum og
fetaosti yfir og berið fram með kjúklingaréttinum.
Gott er að bera hrísgrjón fram með matnum.
Raggi Reykás með sumarsalati
1 flaska af góðu
rauðvíni
1-2 skot gin
½ l engiferöl
½ l appelsínusafi
smávegis sykur
sprite eftir smekk
ferskar appelsínur,
sítrónur og lime eft-
ir smekk
Blandið öllum vökva
saman og setjið syk-
urinn að síðustu saman
við og hafið hann eftir
smekk, best er að
smakka drykkinn til.
Skerið niður appelsínur,
sítrónur og lime og
skreytið drykkinn með
ávöxtunum.
Sangría
Guðrúnar
Veigu