Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Page 21
14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Fleiri gistingar á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is 19 nætur 22. Okt. – 10. nóv. HHHH Hotel La Siesta Tvíbýli með hálfu fæði. 249.900 kr. á mann miðað við tvo fullorðna. Afmælisferð með Kjartani Trausta Skemmtanastjóra Jóhann Freyr Björgvinsson Fararstjóri Fjalar Ólafsson Fararstjóri Kjartan Trausta þekkja margir, hann er fæddur og uppalinn á Akranesi og hefur verið skemmtana- og fararstjóri erlendis á ársgrundvelli í um 25 ár. Þessi 75 ára afmælisferð Kjartans Trausta verður ógleymanleg. stemningin sé samt öðruvísi á heimavöllum þeirra. „Hún er al- þjóðlegri enda er langt síðan fót- boltinn var ferðamannavæddur í Englandi.“ Hlakkar til að koma á Anfield Auk Stamford Bridge og Highbury hefur Hjálmar stungið við stafni á Old Trafford, heimavelli Manchest- er United, og fyrirhuguð er ferð á Anfield Road í Liverpool nú í októ- ber. Þar ætlar Hjálmar með nokk- urra daga millibili að sjá Rauða herinn glíma við Real Madrid í meistaradeildinni og Hull City í úrvalsdeildinni. „Ég hlakka til að koma á Anfield en mörgum sögum fer af rómaðri stemningu þar.“ Hjálmar á enn eftir að heim- sækja Emirates Stadium, hinn nýja heimavöll Arsenal, og White Hart Lane, heimavöll Tottenham Hotspur, en hefur áform þar um. „Bara að miðasölukerfi þessara ágætu félaga hendi mér ekki alltaf út,“ segir hann sposkur á svip. Það eru fleiri en risarnir sem stíga ekki dans. Þannig kom Hjálmar einu sinni að luktum dyr- um á Griffin Park, heimavelli Brentford, sem nú leikur í B- deildinni. Það var engin leið að fá miða. Vellirnir sem Hjálmar hefur heimsótt á landsbyggðinni eru Go- odison Park (Everton), Britannia Stadium (Stoke City), St. Mary’s (Southampton) og svo auðvitað Molineux (Úlfarnir). Af völlum sem eru ofarlega á heimsóknarlistanum nefnir Hjálmar Elland Road en Brynjar bróðir hans, sem oft er með í för, er einmitt grjótharður Leedsari. „Hann hefur samt taugar til West Ham held ég líka vegna linnulauss áróðurs af minni hálfu.“ Hann brosir. Slagsmál brutust út Hjálmar á vini í Southampton, ís- lenska konu og eiginmann hennar, Breta af gamla skólanum, og fór einu sinni með þeim á völlinn – að sjá Southampton gegn West Ham. Þar er fótboltinn einmitt svona fjölskyldusport, allir fara saman á völlinn, ungir sem aldnir, karlar og konur. Eins og á Molineux gleymdi Hjálmar sér hér um bil þegar West Ham jafnaði en náði á elleftu stundu að koma böndum á tilfinn- ingar sínar. Eins gott því skammt frá í stúkunni brutust út slagsmál. „Ég veit það ekki fyrir víst en mögulega hefur West Ham-maður komið þar við sögu,“ segir Hjálm- ar og prísar sig sælan. „Þetta eru mjög heitar tilfinningar!“ Hann hefur fyrir venju að kaupa minjagripi á hverjum velli fyrir sig, keppnistreyjur heimaliðsins, og á orðið dágott safn. Enda þótt Hjálmar hafi fram að þessu haldið sig við England segir hann vel koma til greina að sjá leiki víðar í framtíðinni, svo sem í Þýskalandi og á Spáni. Nefnir hann Borussia Dortmund sér- staklega í því sambandi enda sé Westfalenstadion annálaður fyrir góða stemningu. Upton Park kvaddur Auk Liverpool-ferðarinnar er Hjálmar staðráðinn í að fara á Up- ton Park í vetur en sem kunnugt er yfirgefur West Ham völlinn á næsta ári og flytur sig yfir á Ól- ympíuleikvanginn. Sjálfur er hann á báðum áttum varðandi þau vista- skipti. „Auðvitað verður gaman að flytja á stærri völl og kannski gott fyrir félagið. Á móti kemur að andrúmsloftið á örugglega eftir að breytast. Hvort það verður betra eða verra mun tíminn leiða í ljós.“ Ekki er ólíklegt að formaður finnska blaðamannafélagsins, Arto Nieminen, verði með Hjálmari í för þegar Upton Park verður kvaddur. „Af fimm formönnum blaðamannafélaganna á Norð- urlöndunum hafa tveir áhuga á fót- bolta, ég og Arto, og svo skemmti- lega vill til að við höldum báðir með West Ham. Hann var búinn að sjá marga leiki áður en hafði ekki upplifað sigur fyrr en við fór- um saman í annað skipti. Núna vill hann helst ekki fara án mín!“ Fótbolti er undanþeginn lógík. Framhlið Craven Cottage, heimavallar Fulham, á bökkum Thames. Erfitt er að sjá að þarna sé fótboltavöllur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjálmar Jónsson í herklæðum West Ham United sem hann hefur stutt í hér um bil hálfa öld. Á borðinu er sýnishorn af treyjunum sem hann hefur safnað á ferðum sínum á enska sparkvelli. Hjálmar fyrir utan Upton Park, heimavöll West Ham. Hann reynir að heimsækja völlinn einu sinni á leiktíð. Á næsta ári flytur félagið á nýjan völl.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.