Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 Matur og drykkir T artar er réttur sem við höfum haft á matseðlinum í sumar og er í raun okkar aðalréttur hér á hótelinu. Það er mikið búið að kaupa hann í sumar hjá okkur,“ segir Theodór Páll Theodórsson, yfirkokkur á Hótel Reynihlíð. Theodór er ekki nema 21 árs gamall og fór beint úr kokkaskól- anum norður yfir heiðar þar sem hann eldar ofan í gesti og gang- andi í Mývatnssveit. „Við erum svolítið að vinna með heimamönnum hérna og helst allt hráefnið kemur úr nágrenninu.“ Seinni rétturinn sem Theodór býður upp á er klassískt lamb með grænkáli. „Við fengum smá grænkál héðan úr sveitinni fyrir skömmu og erum að prófa að bera það fram með lambinu. Það hefur virkað hingað til.“ Theodór kann ákaflega vel við sig í Mývatnssveitinni og segist ekkert vera að fara aftur til Reykjavíkur. „Ég útskrifaðist í desem- ber í fyrra og flyt hingað í janúar. Fór beint í þetta starf eftir út- skrift sem er svolítið stórt skref en ég kann ákaflega vel við mig hérna. Hér er gott að vera og fólkið í sveitinni mjög skemmtilegt.“ Theodór var áður nemi við Kolabrautina í Hörpu og þar áður á La Primavera áður en hann flutti sig um set. „Það eru ekki margir svona ungir yfirmatreiðslumenn en samt einhverjir. Það er bara fínt að fólk hafi trú á manni.“ THEODÓR PÁLL Á HÓTEL REYNIHLÍÐ Í MÝVATNSSVEIT Kjúklingurinn í eldhúsinu THEODÓR PÁLL, YFIRKOKKUR Á HÓTEL REYNIHLÍÐ Í MÝVATNSSVEIT, ER AÐEINS 21 ÁRS GAMALL. HANN FLUTTI Í JANÚAR Í MÝVATNSSVEIT FRÁ REYKJAVÍK OG SÉR EKKI EFTIR ÞVÍ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Theodór Páll, hinn bráðungi yfirkokkur á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Morgunblaðið/Eggert Fyrir 4 60 g tvíreykt lambahangilæri frá Reykkofanum á Hellu í Mývatnssveit. 2 skalottlaukar fínt saxaðir 5 g saxaður graslaukur örlítil repjuolía Saxið skalottlaukinn mjög fínt. Lambakjöt- ið er einnig skorið í litla bita. Blandið saman. Smakkið til með repjuolíu og gras- lauk. SULTAÐUR FENNEL 3 stk fennel 6 stk skalottlaukur 1 stk chili 100 ml vatn 50 ml hvítvínsedik 150 g sykur Saxið fennel, chili og skalottlaukinn þunnt og svitið í potti. Látið sykur og edik sjóða rólega niður þangað til það er farið að þykkna og verður gullið á litinn. Kælið á eftir. KRYDDJURTAMAJÓNES 50 g eggjarauður 100 g matarolía 10 g dijon-sinnep 50 g kryddjurtir Byrjið á að setja kryddjurtirnar og mat arolíuna í blandara og látið hann vinna þangað til olían er orðin eiturgræn. Svo er hún sigtuð gegnum sigti og lögð til hliðar. Látið eggjarauðurnar og dijon-sinnepið í hrærivél og látið vinna, hellið grænolíunni rólega út í og látið þykkna. Blandið saman og smakkið til með salti, pipar og hvít- lauksolíu. Þá er komið að framreiðslunni og er fennel-sultan sett á botninn á krukku, reykta lambið er sett ofan á, svo nokkrir dropar af kryddjurtar-mæjónesinu. Svo eru ferskar kryddjurtir settar ofan á. Bor- ið fram með ristuðu baguette-brauði. Lamb með seljurót, græn- káli, smælki og soðsósu Fituhreinsið lambið og kryddið með salti og pipar. Grillið í bakka með smjöri, hvít- lauk og timjan í þrjár til fimm mínútur. Svo er lambið bakað á 185°c í fimm til sex mínútur og látið hvíla. SELJURÓT Bakið á 185°c í 45 minútur. Takið þá hýð- ið af og skerið í óreglulega teninga. Steik- ið teningana upp úr smjöri og kryddið með salti og pipar. KARTÖFLUR Sjóðið litlar kartöflur, svokallað smælki, í 45 mín í saltvatni og skerið til helminga. Steikið í smjörið með hvítlauk og kryddið yfir með salti og pipar. GRÆNKÁL Steikið í smjöri og kryddið til með salti og pipar. SOÐSÓSA 100 g sveppir 5 gulrætur 3 laukar 1 lítri kjúklingasoð 1 lítri lambasoð 10 piparkorn 2 lárviðarlauf 50 g púðursykur 500 g rauðvín 50 ml soja Svitið gulrót, lauk og sveppi í potti. Soja, púðursykri, rauðvíni og kryddum bætt út í og látið sjóða niður. Látið soðið sjóða niður um helming og sigtið svo og smakkið til með salti og pip- ar. Köldu smjöri er svo bætt við og pískið þangað til soðið fer að þykkna. Tvíreyktur lamba- hangilæristartar með sultaðri fennel og kryddjurta-aioli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.