Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Side 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Side 52
Í myndum 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 irbæri hér á landi, eins og firðir, eru alls ekki svo hversdagsleg úti í hinum stóra heimi. Bæjarstemning og öryggi Hann lýkur einnig lofsorði á Reykjavík en einum degi var varið í skoðunarferð um höf- uðborgina. „Það eru margar fallegar bygg- ingar í Reykjavík og ég nefni tónlistarhúsið Hörpu sérstaklega í því sambandi. Það er ótrúlegt að slík bygging hafi risið strax eftir bankahrunið. Fyrir okkur sem búum í risa- borgum eins og Los Angeles og New York er Reykjavík meira eins og lítill bær en borg en hafandi sagt það er ótrúlega margt þar á seyði. Blómlegt menningarlíf, góðir veitinga- staðir og næturlíf. Þess utan býr Reykjavík að ómetanlegum kosti, manni finnst maður vera öruggur þar.“ Spurður hvað hafi komið honum mest á óvart nefnir Bernstein tvennt. Annars vegar hvað Ísland sé í raun frábrugðið hinum lönd- unum á Norðurlöndum en fólk hafi tilhneig- ingu til að setja þau öll undir sama hatt. Hins vegar hvað Ísland hafi náð sér fljótt á strik eftir hrunið. „Það er allt annar andi hérna en 2010, þegar ég kom fyrst. Ég efast um að nokkur maður hafi búist við því að þjóðin myndi rétta svona hratt úr kútnum.“ Bernstein er kunnugt um þá staðreynd að ferðamennsku hafi vaxið fiskur um hrygg á Íslandi frá hruni og tengir það, alltént að hluta, eldgosinu í Eyjafjallajökli. „Allt í einu var Ísland í heimsfréttunum, dag eftir dag. Fólk sem aldrei hafði heyrt landsins getið vissi nú hvar það var og þótti það framandi og forvitnilegt. Auglýsing af bestu gerð og ókeypis í þokkabót. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þjóð sem telur ekki nema rúm- lega þrjú hundruð þúsund manns skuli geta tekið á móti öðrum eins fjölda ferðamanna á ári hverju.“ Ótvíræð sóknarfæri Hann segir sóknarfærin ótvíræð. „Heimurinn er alltaf að minnka og fólk ferðast mun meira en það gerði. Það er búið að upplifa svo margt að það er í auknum mæli farið að leita að einhverju nýju og umfram allt öðru- vísi. Þegar maður býr í New York sætir það engum sérstökum tíðindum að koma til Lundúna eða Parísar. Það sætir á hinn bóg- Kajaksigling í höfninni á Ísafirði. Susanna og Claudia með Oliver frænda sínum í Seljavallalaug. Jane Bernstein bregður sér á hestbak á leið inn í Stakkholtsgjá. Hópurinn fótar sig á nýja eldfjallinu á Fimmvörðuhálsi. Borðið svignaði undan krásunum við komuna í Þórsmörk. Dan Bernstein og dætur hans, Claudia og Susanna, glöð í bragði við Skógarfoss. inn tíðindum að koma á Fimmvörðuháls.“ Bernstein er að vísu svolítið hissa á verð- laginu á Íslandi, töluvert dýrara sé að versla í Reykjavík en New York. „Það kom mér á óvart, svo skömmu eftir efnahagskreppuna, en er vísbending um það að landið sé aftur komið á beinu brautina.“ Til að geta notið þessarar ævintýraferðar aftur og aftur þótti Bernstein mikilvægt að hafa atvinnuljósmyndara með í för. Hann vildi heimamann og var bent á Árna Sæberg, ljósmyndara Morgunblaðsins, sem hefur mikla reynslu af því að mynda við erfiðustu skilyrði. Fylgdi hann hópnum hvert fótmál alla dagana. „Það er ekki fyrir hvern sem er að taka ljósmyndir í 360 gráða landslagi og við erum í skýjunum með myndirnar hans Árna. Þær eru frábærar og eru þegar farnar að vekja athygli í kringum okkur. Það var afskaplega gaman að hafa Árna með okkur, hann er elskulegur náungi og undir lok ferð- arinnar var hann eiginlega orðinn eins og einn úr fjölskyldunni.“ Varla þarf að spyrja Bernstein hvort skón- um verði stefnt aftur til Íslands. „Heldur betur. Við vorum í átta daga og það var alls ekki nóg. Það er margt sem við eigum eftir að sjá og gera. Fyrir flest okkar var þetta bara forsmekkurinn.“ Vill halda tónleika á Íslandi Með í för var tónlistarkonan Caroline Polac- hek úr hljómsveitinni Chairlift, en hún teng- ist eiginkonu Bernsteins fjölskylduböndum, og hana dauðlangar víst að halda tónleika á Íslandi, helst strax í haust. „Caroline er býsna vel þekkt í Bandaríkjunum en auk Chairlift, sem hefur sent frá sér tvær plötur, kemur hún fram undir nafninu Ramona Lisa. Fyrsta sólóplatan hennar kom út fyrr á þessu ári. Caroline er líka afkastamikill laga- smiður og á meðal annars lag á nýjustu plötu Beyoncé,“ segir Bernstein. Dætur Bernsteins, sem eru á unglingsaldri, vilja ólmar koma aftur til Íslands næsta sum- ar en hann segir þau hjónin vel geta hugsað sér að koma næst að vetri til. „Við stundum bæði göngu- og alpaskíði, þannig að gaman yrði að prófa það á Íslandi. Þá hefur konuna mína alla tíð dreymt um að sjá norðurljósin, sem var vitaskuld ekki í boði í ágúst. Það er margt sem togar í okkur.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.