Morgunblaðið - 25.11.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort
Borgarleikhússins
Snjólaust hefur verið á snjóathug-
unarstöðvum dögum saman. Það er
heldur óvenjulegt svo seint í nóv-
ember, en ekki einsdæmi, að sögn
Trausta Jónssonar veðurfræðings
hjá Veðurstofu Íslands.
Sigurður Þór Guðjónsson, áhuga-
maður um veður, vakti athygli á því
á bloggi sínu (nimbus.blog.is) á
sunnudag að þá hefði alls staðar ver-
ið snjólaust á snjóathugunar-
stöðvum nema hvað flekkótt jörð var
í Svartárkoti í Bárðardal. Honum
þótti þetta snjóleysi svo seint í nóv-
ember vera merkilegt.
Trausti veðurfræðingur sagði í
gær að hvergi hefði verið alhvítt á
landinu síðan 12. nóvember. Í gær
voru snjólausu dagarnir því orðnir
12 í mánuðinum. Hins vegar hafði
verið flekkótt á nokkrum stöðum.
Hann sagði að síðasta syrpa snjó-
lausra daga á þessum árstíma, sem
var lengri en þessi, hefði verið árið
2002. Þá var hvergi alhvít jörð í 14
daga samfleytt og lauk þeirri syrpu
þann 4. desember 2002. Árið 1976
kom 13 daga tímabil snjólausra
daga, en flestir þeirra voru í október
og lauk þeirri syrpu 1. nóvember.
Samkvæmt veðurspá má búast við
að það verði einhvers staðar alhvítt á
landinu næstu daga. Ekki er ólíklegt
að það geri einhvers staðar él.
Í október síðastliðnum var alhvítt
í Reykjavík í tvo daga en aldrei al-
hvítt í borginni í nóvember það sem
af var í gær. Það er þó ekki mjög óal-
gengt að nóvember sé alauður í
Reykjavík, að sögn Trausta. Það
gerðist síðast árið 2008.
Alhvítt hefur þegar verið á Ak-
ureyri í fimm daga í nóvember. Árið
2007 var alhvítt þar í fjóra daga í
nóvember. Þá var ekki nema einn al-
hvítur dagur í október á Akureyri en
núna voru þeir níu. Árið 2011 voru
ekki nema sjö alhvítir dagar allan
nóvember. Mánuðurinn er ekki bú-
inn og því óvíst hvað alhvítir dagar
verða margir. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Brekkurnar eru auðar í Hlíðarfjalli. Síðast var alhvítt á snjómælingastöð þann 12. nóvember.
Snjólaust á snjómæl-
ingastöðvum landsins
Líklegt að einhvers staðar festi snjó í mánuðinum
„Já, það er rétt. Ragnheiður gegnir
stöðu innanríkisráðherra meðan
Hanna Birna Kristjánsdóttir er í
leyfi erlendis,“ sagði Ingvar Pétur
Guðbjörnsson, aðstoðarmaður
Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðn-
aðarráðherra, í gærkvöldi. Hún hef-
ur enn ekki verið lögformlega leyst
frá störfum sem innanríkisráðherra.
Ekki liggur fyrir hve lengi hún
dvelst utanlands.Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði að loknum þingflokksfundi í
gær að hann vonaðist til þess að
gengið yrði frá skipan arftaka henn-
ar eftir helgi. Heimildarmenn telja
að valið standi helst á milli Einars K.
Guðfinnssonar, Birgis Ármanns-
sonar og Ragnheiðar Ríkharðs-
dóttur. Er Einar talinn líklegastur
ef hann sækist eftir embættinu, sem
er óvíst. gudmundur@mbl.is
Ragnheiður gegnir
störfum Hönnu Birnu
Nýr ráðherra
eftir næstu helgi
Morgunblaðið/Golli
Fundað Einar K Guðfinnsson kem-
ur til þingflokksfundar í gær.
Tveir karlmenn
voru í gærkvöldi
úrkurðaðir í
gæsluvarðhald,
grunaðir um að
hafa stungið
mann með hnífi á
Hverfisgötu í
fyrrakvöld. Fórn-
arlambið gekkst
undir aðgerð í
fyrrakvöld og er í
lífshættu. Að sögn Friðriks Smára
Björgvinssonar, yfirmanns rann-
sóknardeildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, er talið að ráðist
hafi verið á manninn í heimahúsi.
Lögreglan hefur lýst eftir Arka-
diusz Lech Ustaszewski, 21 árs, í
tengslum við rannsóknina. Þeir sem
vita hvar hann er niðurkominn eða
geta veitt upplýsingar um ferðir
hans eru beðnir að hringja í 112.
Tveir í gæsluvarð-
hald og einn eft-
irlýstur eftir árás
Arkadiusz Lech
Ustaszewski
Guðmundur Magnússon
Agnes Bragadóttir
Framlag til Landspítalans á fjár-
lögum næsta árs verður líklega
hækkað um einn milljarð króna að
tillögu ríkisstjórnarinnar við aðra
umræðu fjárlagafrumvarpins á
þriðjudag í næstu viku. Umræðan
átti að hefjast á fimmtudaginn, en
samkomulag varð á milli stjórnar-
liða og stjórnarandstæðinga um að
fresta henni fram yfir helgi vegna
þeirra stóru breytingartillagna sem
ríkisstjórnin hefur ákveðið að flytja.
Auknar tekjur ríkisins
Tekjur ríkissjóðs hafa reynst
meiri en áætlanir höfðu gert ráð
fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var
samið í sumar. Fram kom í gær, að
tekjuhlið ríkissjóðs verður á milli
átta og níu milljörðum króna hag-
stæðari en áætlanir höfðu gert ráð
fyrir. Af þeim sökum hefur mynd-
ast svigrúm sem ríkisstjórnin vill
nýta til aukinna fjárveitinga til heil-
brigðiskerfsins, menntakerfisins og
Landhelgisgæslunnar og fleiri verk-
efna. Greindi Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra frá
þessu í ræðu á miðstjórnarfundi
Framsóknarflokksins á laugardag-
inn.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fær Landspítalinn mesta
hækkun, en að öðru leyti er ekki
ljóst hvernig auknar fjárveitingar
skiptast á milli fjárlagaliða. Fram
hefur þó komið að hluti aukinna
fjárveitinga fer til að niðurgreiða
lyf enn frekar og hækka húsaleigu-
bætur.
Til stóð að kynna tillögur ríkis-
stjórnarinnar á fundi fjárlaganefnd-
ar í gærmorgun, en það gekk ekki
eftir. Breytingartillögurnar verða
kynntar á fundi nefndarinnar eftir
hádegi í dag.
Neðra þrepið 11 prósent
Á fundinum í gærmorgun var
greint frá því að neðra virðisauka-
skattþrepið yrði 11%, en ekki 12%
eins og til stóð. Neðra þrepið er í
dag 7%. Með breytingunni er verið
að koma til móts við harða gagnrýni
á þennan þátt frumvarpsins. Eink-
um var það hækkun skatts á mat-
væli og bækur sem sætti gagnrýni.
Breytingin felur í sér tveggja millj-
arða tekjutap ríkissjóðs sem mætt
verður með hinum auknu tekjum.
Sjúkraflutningar undanþegnir
Fjárlaga- og efnahagsráðuneyti
hefur sent efnahags- og viðskipta-
nefnd Alþingis fjölmargar aðrar
breytingartillögur við lagafrum-
varpið um virðisaukaskatt o.fl. Eru
þær aðgengilegar á vef Alþingis.
Þær eru bæði efnislegar og tækni-
legar. Meðal efnislegra breytinga er
að sjúkaflutningar verða áfram
undanþegnir virðisaukaskatti, en til
stóð að þeir yrðu það ekki. Skil-
greining á söfnum er skerpt og hef-
ur það áhrif á hvaða söfn falla undir
ákvæði um virðisaukaskatts-
greiðslur. Sama gildir um ákvæði
um ferðaþjónustu þar sem nýjar
skilgreiningar er að finna.
Frosti Sigurjónsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar,
sagðist í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi búast við að breytingin
úr 12 prósentum í 11 í neðra þrepi
skatts þýddi að matarútgjöld hækk-
uðu af þeim sökum um innan við
tvö prósent. Kvaðst hann fagna
þessari breytingartillögu alveg sér-
staklega.
Landspítalinn fær mest
Tillögur ríkisstjórnarinnar verða kynntar á fundi í fjárlaganefnd Alþingis í dag
Samkomulag þingflokkanna um að fresta 2. umræðu um fjárlög til 2. desember
Frumvörpum breytt
» Landspítalinn fær einn
milljarð króna til viðbótar
í fjárlögum næsta árs.
» „Matarskatturinn“ hækkar
úr 7 í 11 prósent en ekki 12 eins
og áformað var.
» Ýmis lyf lækka með auknum
niðurgreiðslum úr ríkissjóði.
» Húsaleigubætur hækka.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Aukið fé Talið er að ríkisstjórnin ætli að setja um einn milljarð króna í
rekstur Landspítalans til viðbótar við það sem nú er í fjárlagafrumvarpinu.
Fundi Félags prófessora og samn-
inganefndar ríkisins, sem frestað
var á föstudag en átti að fara fram í
gær, hefur á nýjan leik verið frest-
að. Ráðgert er að hann fari fram
um miðjan dag í dag. Rúnar Vil-
hjálmsson, formaður félagsins,
sagði við mbl.is í gær erfitt að segja
til um hvers vegna fundinum hefði
á nýjan leik verið frestað. „En ég vil
vera bjartsýnn og vona að þetta sé
að þokast í rétta átt.“
Félag prófessora hefur boðað til
verkfalls 1.-15. desember nk. náist
samningar ekki.
Kjarafundi prófess-
ora aftur frestað