Morgunblaðið - 25.11.2014, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Þriðju tónleikar Kamm-ermúsíkklúbbsins af allsfimm á þessum vetri, oghinir síðustu 2014, fóru
fram í Norðurljósum Hörpu á
sunnudag við að sýndist jafnvel
meiri aðsókn en oft áður, jafnvel
þótt láðist sem endranær að kanna
nákvæmlega miðasölu kvöldsins og
undanfarnar til samanburðar –
hvað þá að grafast fyrir um hugs-
anlegar ástæður. Hið í sjálfu sér
girnilega samhengi eftirspurnar og
orsakir hennar liggur því enn í
lausu lofti.
Allt um það blöstu við nokkrar
fágætar hliðar á markaðslögmálum
klassískrar músíkneyzlu í dag-
skránni. Í fyrsta lagi hlutfallslega
fáheyrð ljóðasöngslög Wolfgangs
Amadeusar, er hér hafði fjölgað um
helming frá upphaflega boðuðum
tveimur í vetrarskrá KMK, nefni-
lega Ridente la calma K152, Das
Lied der Trennung K519, Als Luise
K520 og Abendempfindung. Hjónin
Marta Guðrún Halldórsdóttir og
Örn Magnússon fluttu þau snöf-
urlega við góðar undirtektir og
kynnti söngkonan stuttlega texta-
hlið verkanna í úrbótarskyni við
söngtextaleysi tónleikaskrár.
Næst var Píanókonsert Mozarts
K413 í kammerumritun hans sjálfs
fyrir píanó og strengjakvartett.
Næsta nauðsynleg ráðstöfun á höf-
undarréttarlitlum tímum – og til-
tölulega auðveld í þokkabót þar eð
frumgerðin gerði, auk strengja-
sveitar, aðeins ráð fyrir 2 hornum
og 2 fagottum, er píanóið lék þegar
mest varði.
Í örstuttri en ágætri umfjöllun
tónleikaskrárritara saknaði maður
annars aðeins gullkornanna úr bréfi
höfundar til Papa Leopolds um að í
nýrri þriggja konserta röð Wolf-
gangs (K413-15) væri nú allt saman
komið fyrir innvígða hlustendur, og
„hina líka – þótt þeir viti ekki hvers
vegna.“ Sem óneitanlega varpar
skondnu ljósi á bráðþroska næmi
Mozarts fyrir að láta listina „fela“
listina.
Með fyrirvara um fíngerðari
kröfur kammerútgáfunnar kom
konsertinn býsna vel út, og sízt verr
Fiðlukvartett Mozarts K378 eftir
hlé í umritun Andrés fyrir klarínett
í hlutverki 1. fiðlu er Ármann blés
fallega; sérstaklega í líðandi söng-
hæfa milliþættinum, þótt brenna
vildi við að klarínettið ryddist stöku
sinni ögn fram úr hópnum í I. þætti.
Aðalupplifun kvöldsins var þó tví-
mælalaust lokanúmerið, 1. strengja-
kvartett Béla Bartóks frá 1909, er
tókst með þvílíkum glæsibrag að
næmi minnst einni aukastjörnu. Að
jafnóreynt íslenzkt strengjafereyki
(miðað við alþjóðastaðla) skyldi
megna að hleypa þessu æskumeist-
araverki á jafnmikið flug og raun
bar vitni kom flestum í opna
skjöldu. Hversu „frumleg“ sem
túlkunin kann að hafa verið hjá tug-
mörgum öðrum á alþjóðamarkaði
má einu gilda. Mikilverðast var að
þeim fjórmenningum tókst að
magna upp það mikla dulúð, spennu
og hrynseið að útkoman hélt hlust-
endum á tánum allt til enda.
Fyrir jafnafstrakt módernískt
verk (a.m.k. fyrir sinn tíma) var það
sannarlega ekki heiglum hent, og
vakti ósjálfrátt spurninguna um
hvort slík frammistaða kalli ekki á
viðeigandi opinberan styrk til frek-
ari framþróunar og útflutnings.
Glæsibragur „Aðalupplifun kvöldsins var þó tvímælalaust lokanúmerið, 1.
strengjakvartett Béla Bartóks frá 1909, er tókst með þvílíkum glæsibrag að
næmi minnst einni aukastjörnu,“ segir m.a. um tónleika Camerarctica.
Magnaður Bartók!
Norðurljósum í Hörpu
Kammertónleikarbbbmn
Mozart: 4 sönglög; Píanókonsert í F
K413 (umritun höfundar); Fiðlusónata í
B K378 (umr. J. André). Bartók:
Strengjakvartett nr. 1 (1908). Kamm-
erhópurinn Camerarctica (Marta G.
Halldórsdóttir sópran, Hildigunnur Hall-
dórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðla,
Svava Bernharðsdóttir víóla, Sigurður
Halldórsson selló, Ármann Helgason
klarínett og Örn Magnússon píanó).
Sunnudaginn 23. október kl. 19.30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Saxófónleikarinn Anna Webber
kemur fram á djasskvöldi Kex hos-
tels í kvöld ásamt tríói píanóleik-
arans Sunnu Gunnlaugsdóttur.
Anna Webber er kanadísk og býr
og starfar í New York. Aðrir hljóð-
færaleikarar, auk Webber og
Sunnu, eru Richard Andersson á
kontrabassa og Scott McLemore á
trommur. Á efnisskránni verða
standardar og bebop, að því er
fram kemur í tilkynningu. Aðgang-
ur ókeypis. Kex hostel er á Skúla-
götu 28.
Á djasskvöldi Kanadíski saxófónleikarinn Anna Webber.
Anna Webber leikur á Kex hosteli
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 10/1 kl. 13:00
Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 11/1 kl. 13:00
Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 18/1 kl. 13:00
Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00
Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00
Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 3/1 kl. 13:00
Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 4/1 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 22/11 kl. 20:00 25.k. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k. Lau 13/12 kl. 20:00
Sun 23/11 kl. 20:30 aukas. Lau 6/12 kl. 20:00
Lau 29/11 kl. 17:00 aukas. Sun 7/12 kl. 20:00
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Gaukar (Nýja sviðið)
Lau 29/11 kl. 20:00 17.k. Sun 30/11 kl. 20:00 18.k.
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Hamlet litli (Litla sviðið)
Lau 22/11 kl. 16:30 AUKAS. Sun 23/11 kl. 17:00 3.k.
-Táknmálstúlkuð
Táknmálstúlkuð sýning 23. nóv kl. 17
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 22/11 kl. 20:00 14.k. Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 23/11 kl. 20:00 15.k. Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas.
Fim 27/11 kl. 20:00 16.k. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas.
Fös 28/11 kl. 19:00 17.k. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 29/11 kl. 19:00 18.k. Fös 12/12 kl. 20:00
Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas.
ATH janúar sýningar komnar í sölu!
Jesús litli (Litla sviðið )
Fim 27/11 kl. 20:00 1.k. Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 28/12 kl. 20:00
Fös 28/11 kl. 20:00 2 k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Mán 29/12 kl. 20:00
Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k.
Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k.
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 29/11 kl. 13:00 1.k. Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Lau 20/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 2 k. Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Sun 21/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 15:00 3.k. Sun 14/12 kl. 13:00
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Útlenski drengurinn (Aðalsalur)
Sun 30/11 kl. 20:00 Fim 4/12 kl. 20:00 Lau 6/12 kl. 20:00
Lífið (Aðalsalur)
Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00
Aðventa (Aðalsalur)
Sun 7/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00
Ævintýrið um Augastein (None)
Sun 30/11 kl. 14:00 Sun 7/12 kl. 17:00
Lau 6/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 14:00