Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014
Það er ekki beint geðshræring sem ein-kennir umræðuna um fyrirliggjandi laga-frumvarp Vilhjálms Árnasonar um afnám
einkasölu ríkisins á áfengi. Viðbrögð andstæð-
inga frumvarpsins bera miklu frekar keim af
sýndarmennsku. Það virðist lítil sannfæring fyr-
ir gildandi fyrirkomulagi við áfengissölu. „Og
hvað verður um börnin?“ er spurt þegar allt
annað þrýtur.
Staðreyndin er sú að með frumvarpinu er
ekki sérstaklega verið að auka aðgengi að áfengi
eins og andstæðingar þess halda fram. ÁTVR
hefur sjálf markvisst aukið aðgengi að áfengi.
Fjölgun útsölustaða ÁTVR og lenging af-
greiðslutíma til samræmis við hefðbundinn af-
greiðslutíma matvöruverslana má nefna sem
dæmi. Gríðarlegur metnaður í vöruúrvali, að
eigin sögn, er einnig liður í auknu aðgengi sem
ÁTVR hefur forgöngu um. Þá hefur ÁTVR það
sem yfirlýst markmið að auka áhuga viðskipta-
vina á að tengja saman vín og mat „öllum til
ánægju“ eins og þar stendur en án útskýringa.
Þá má heldur ekki gleyma því að innflutningur á
áfengi hefur verið frjáls í rúman áratug og því
getur hver sem er, 20 ára og eldri, flutt inn vín
til einkanota og það gera fjölmargir. Sumir
beint frá býli eins og nú er svo mjög móðins.
ÁTVR rekur þar að auki vefverslun sem heim-
sækja má á þeim 97% heimila sem eru nettengd.
Ríkisreksturinn um smásölu áfengis hefur þann-
ig ekkert með það að gera að takmarka aðgengi
að áfengi.
Þá stenst það enga skoðun að halda þurfi í
núverandi fyrirkomulag í ljósi þess að útsölu-
staðir ÁTVR séu tekjulind fyrir ríkið. Tekjur
ríkisins af sölu áfengis eru aðallega af skatt-
heimtu og ekki er boðað að það muni breytast,
því miður. Sá milljarður sem ÁTVR skilar þess
utan er meðal annars vegna tóbaksheildsölu. Já,
vel á minnst. Ef hægt er að finna frumvarpi Vil-
hjálms Árnasonar eitthvað til foráttu þá er það
sinnuleysið gagnvart tóbakinu. Áfram er gert
ráð fyrir einkaleyfi ríkisins til heildsölu á tóbaki.
Einkaaðilar hafa frá árinu 2004 flutt tóbakið inn
og selt ÁTVR í heildsölu sem selur svo aftur í
heildsölu til smásala! Þetta er efni í súrrealískan
kveðskap en er dagsatt.
Þeir sem vilja áfram ríkisrekstur um áfengis-
sölu eiga bara að segja það beint út, að þeir vilji
ríkisrekstur per se. Engar forsendur eru fyrir
öðrum rökum af þeirra hálfu. Um leið væri gam-
an ef þeir hinir sömu útskýrðu afstöðu sína til
lyfjasölu, bensín- og gassölu, innflutnings á eld-
spýtum o.s.frv. Þess er hins vegar vænst að
þingmenn taki sjálfa sig á orðinu og taki mál-
efnalega, faglega og nútímalega afstöðu til þing-
málsins. Börnin munu spjara sig eins og ég mun
fjalla um í næsta pistli.
Hvað með tóbakið?
* Ætli ummælin á alþingi1988 verði endurtekinnú? „Það verður boðinn bjór í
staðinn fyrir kaffi,“ sagði
þingmaður sem greiddi at-
kvæði gegn bjórnum, í fullri
alvöru.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Sigríður Ásthildur
Andersen
sigridur@sigriduranderson.is
Sjónvarpsauglýsingar þar sem
íþróttahetjan Ólafur Stefánsson
dásamar hið heiðgula krydd túr-
merik í pilluformi, og segir það
allra meina bót, hafa vakið
nokkra athygli og
þykir sumum
myndgæðin í aug-
lýsingunni ekki
þau bestu. Sjón-
varpsmaðurinn
Logi Bergmann
skrifaði á Twitter
í vikunni: „Eru þessar auglýsingar
með Óla Stefáns teknar upp á
öryggismyndavélar? Hefði ekki
mátt nota t.d. síma?“
Einar Kárason sagði frá því á
Facebook í vikunni að hann hefði
fylgst með fréttaskýringarþætti á
færeysku sjón-
varpsstöðinni
Føroya Kringvarp
um færeyska
sjóðinn Eik. „Sem
lenti í herfilegum
skakkaföllum í
2008-krísunni. Aðallega vegna
viðskipta við Kaupþing. Rætt við
sérfræðinga héðan og þaðan. Og
óskemmtilegt að heyra hvað við
Íslendingar með okkar „Káp-
ting“-rakket komum lítilmannlega
út úr þessu öllu,“ skrifaði rithöf-
undurinn.
Silja Bára Ómarsdóttir
sagði frá því á Facebook í vik-
unni að hún væri stundum spurð
að því hvort hún
hefði fleiri
klukkutíma í sól-
arhringnum en
aðrir. Stjórnmála-
fræðingurinn hef-
ur nú ásamt fjöl-
skyldu sinni sett upp
ljósmyndasýningu í minningu afa
síns sem hefði orðið 100 ára í
haust. Eftir að hafa farið í gegn-
um æviferil hans segist hún skilja
hvaðan afköstin koma. Og svo
hefur hún upptalningu á því sem
afinn gerði um ævina og nefnir
meðal annars að hann hafi rekið
bókaverslun, sportvöruverslun,
flutt inn saumavélar og krist-
alsljósakrónur, framleitt skíði
undir eigin nafni, verið stöðv-
arstjóri Pósts og síma, mynda-
tökumaður Moggans, stofnandi
golfklúbbs, stangveiðifélags, Rót-
arýklúbbs, Valberg, sat í stjórn
Sparisjóðs og íþróttafélags og
ungmennafélags. Er þá ekki allt
upptalið.
AF NETINU
Landssamband sjálfstæðiskvenna kynnti ný
póstkort á haustþingi sínu á dögunum, þar
sem frasar um konur í pólitík eru settir í
myndrænt form. Sjá má tvær myndanna hér
til hliðar en þær eru eftir Halldór Baldursson
skopmyndateiknara.
Þetta er auðvitað grín
„Þetta er auðvitað grín því karlar geta aldrei
átt of mörg börn til að vera á þingi eða á kafi í
stjórnmálum,“ segir á bakhlið póstkortanna.
„Konur í stjórnmálum og aðstandendur þeirra
þurfa hins vegar, ennþá á því herrans ári 2014,
að hlusta á athugasemdir um hvort þær hafi
nokkuð tíma í þetta með þessa „stóru fjöl-
skyldu“. Ennþá er gengið út frá því að frum-
skyldur konunnar séu við eiginmenn og börn,
þeirra staður sé á heimilinu og þær eigi ekki
erindi í stjórnmál nema þær séu hreinlega
barnlausar og helst einhleypar. Stjórnmálin
lendi alltaf í öðru sæti ef konan á fjölskyldu.
En það er auðvitað grín!“ segir ennfremur í
texta á bakhlið póstkortanna.
Landsfundur tileinkaður konum
Um liðna helgi var samþykkt á flokksráðs-
fundi Sjálfstæðisflokksins að landsfundur
flokksins á næsta ári yrði tileinkaður konum í
tilefni eitt hundrað ára kosningaréttarafmælis
kvenna.
Jafnframt var samþykkt að unnið yrði
markvisst að því að efla hlut kvenna til jafns
við karla í trúnaðarstöðum innan flokksins og
áhrifastöðum í umboði hans.
Þetta þykir Landssambandi sjálfstæð-
iskvenna mikið fagnaðarefni fyrir konurnar
sem og karlana í flokknum og ákveðnum
markmiðum náð.
Frasar um konur í
pólitík á póstkortum
Vettvangur