Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 15
Guðrún. „Þarna var ást, allavega
af hennar hálfu og hann áritaði
kvæðasafn sitt til hennar með
orðunum Je t’aime sem bendir
til að hann hafi verið hrifinn af
henni en kannski ekki verið í að-
stöðu til að taka við henni og
barninu. Svo heldur hann áfram
að veikjast.
Katrín virðist ekki hafa tekið
ákvörðun um að enda líf sitt í
stundarörvinglan því hún afpant-
ar vinnukonu en gætir þess þó
að börn hennar séu ekki ein. En
hvað það var nákvæmlega sem
ýtti henni fram af bjargbrúninni
vitum við ekki. Kannski fékk hún
slæmar fréttir eða þá að von-
leysið hafi hellst yfir hana þann-
ig að hún sá ekki ljós í framtíð-
inni. Hugsanlega hefur hún haft
fjárhagsáhyggjur og félagsleg
staða hennar var orðin miklu
verri eftir skilnaðinn. Kannski sá
hún ekki fram á að geta séð far-
borða þeim börnum sem voru
hjá henni eða að minnsta kosti
að það yrði erfitt.“
Í bókinni er að finna nokkra
skáletraða kafla sem fjalla um
hugsanir söguhetjanna þriggja.
„Þessir skáletruðu kaflar í bók-
inni eru skrifaðir í nútíð og eru
eins konar sviðsetningar. Ég nota
þessa aðferð til að ná fram flæði
í textann og gæða persónurnar
lífi,“ segir Helga Guðrún. „Þarna
tek ég mér nokkurt skáldaleyfi
en það sem þarna kemur fram
er annaðhvort byggt á óstað-
festum sögum eða hlutum sem
gefnir eru í skyn í bréfum. Vera
má að þessir kaflar séu umdeil-
anlegir en mér þykir vænt um
þá – þar fannst mér ég komast
næst kjarnanum í þessum þrem-
ur konum og vona að það skili
sér til lesandans.“
Æðruleysisbænin í
framkvæmd
Dóttir Katrínar, Stella, var tvígift
og bæði hjónaböndin voru
stormasöm. Hún ferðaðist um
heiminn en varð háð áfengi og
vanrækti dóttur sína, Katrínu
Stellu, Köndu. „Það er ekki bara
líf Stellu sem fer í vaskinn held-
ur hefði hún getað dregið dóttur
sína með sér en þá kemur að
þeim punkti að barnið tekur
meðvitaða ákvörðun um að fara
ekki þessa leið,“ segir Helga
Guðrún. „Ævi Köndu er nánast
eins og æðruleysisbænin í fram-
kvæmd. Hún sættir sig við mót-
lætið sem hún verður fyrir og
fær engu breytt um og hugsar
ekki um það meir. En þegar hún
getur eitthvað gert til að bæta
stöðu sína eða breyta einhverju
þá hikar hún ekki við það.
Mér fannst líka áhugavert að
kynnast enskum hluta fjölskyldu
Köndu. Faðir hennar, Arthur
Cotton, var vísindamaður af góð-
um ættum, framsýnn uppfinn-
ingamaður sem heillaðist af Ís-
landi í ferðum sínum hingað í
kringum 1930. Hann sá að hér
var verk að vinna við nýtingu
náttúruauðlinda og taldi margt
hægt að gera til að byggja upp
þjónustu fyrir ferðamenn. Stella
fór frá Arthuri þegar Kanda var
tveggja ára svo þau feðgin
kynntust ekki fyrr en löngu síð-
ar og það var mjög áhrifamikið
að heyra af þeirra fyrsta fundi.“
Síðasti kafli bókarinnar heitir
Forlög eða gæfusmíð? Kanda
fékk ekki trúarlegt uppeldi og er
alls ekki vön að leita í kristna
trú eftir svörum. Hún trúir hins
vegar á mátt jákvæðrar hugs-
unar en segir jafnframt: Allt fer
eins og það á að fara, sem
minnir á forlagatrú. Um leið fer
hún í gegnum lífið eins og sá
sem trúir því að hver sé sinnar
gæfu smiður og þetta end-
urspeglast í viðhorfi hennar
gagnvart móður sinni. Hún fellst
ekki á þá skýringu að alkóhól-
ismi sé sjúkdómur. Henni finnst
að móðir sín hafi átt val og að
hún hafi brugðist sér. Uppeld-
issaga Katrínar Stellu end-
urspeglar líka þann tíma þegar
karlmenn voru ekki ábyrgir fyrir
börnum. Umönnun barna var
kvennamál og það var þægilegt
fyrir þá að skipta sér ekki af
því. Þegar Kanda hafði ekki
móður til að aðstoða sig og leiða
sig út í lífið þá var enginn ann-
ar til að gera það. Svo hún
gerði það bara sjálf.“
Langar að skrifa
sögulega skáldsögu
Við lestur bókarinnar er óhjá-
kvæmilegt að velta fyrir sér
þjóðfélagsaðstæðum kvennanna
sem eru mjög ólíkar eftir tíma-
bilum. „Út frá kvennasögulegu
sjónarhorni er áhugavert að sjá
þær mismunandi aðstæður sem
þessar konur búa við,“ segir
Helga Guðrún. „Kanda er svo
nálægt okkur í tíma að hún get-
ur ákveðið að eiga sína framtíð
og vinna fyrir sér og stefnir
leynt og ljóst að því að ná
markmiðum sínum. Þegar ég svo
horfi á sjálfa mig og dætur mín-
ar sé ég hversu mikið hefur
breyst á einni öld, konur eru
ekki eins heftar af samfélags-
legum aðstæðum og gildum sam-
félagsins. Stúlkum í dag finnst
þetta frelsi að mörgu leyti sjálf-
sagt – og það er gott, það er
það sem jafnréttisbaráttan snýst
um.“
Saga þeirra, sagan mín er ekki
eina bókin eftir Helgu Guðrúnu
sem kemur út þetta árið því hún
skráði einnig sögu ferðaþjónust-
unnar með Sigurveigu Jóns-
dóttur, stórt og mikið verk sem
ber heitið „Það er kominn gest-
ur“. „Mig langar til að skrifa
meira,“ segir Helga Guðrún. „Ég
hef mikinn áhuga á Reykjavík á
fyrri hluta 20. aldar og gæti vel
hugsað mér að spreyta mig á
sögulegri skáldsögu frá þeim
tíma. Þar eru bæði aðstæður og
atburðir sem heilla mig.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
* Út frá kvennasögulegu sjónarhorni eráhugavert að sjá þær mismunandiaðstæður sem þessar konur búa við. Kanda
er svo nálægt okkur í tíma að hún getur
ákveðið að eiga sína framtíð
9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Tryggir fullkomna mælingu á margskiptu gleri
Skjár sem sýnir þér nýju gleraugun frá öllum hliðum
Fljótlegt og einfalt ferli
Skilar þér fullkomnu gleri fyrir þína sjón
BYLTINGARKENND NÝJUNG
í mælingum á margskiptum glerjum
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200
OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 LAUGARDAGA 11:00- 14:00
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 18 ÁR
Við kaup á nýjum
Essilor glerjum*
færðu önnur frítt með.
*Á við um öll venjuleg og margskipt gler. Gildir til 20. desember.