Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 21
Útsýnið úr kofanum var him- neskt, að sögn Friðriks og Nönnu. Dæmi nú hver fyrir sig. Friðrik klappar lítilli skötu í lóninu rétt utan við hótel þeirra Nönnu. Búið að teygja sig eftir morgunmatnum. Allt tilbúið! Upplifun ferðamannsins skiptir heimamenn í Frönsku Pólýnesíu miklu máli, að sögn Friðriks. Náttúrun er í öndvegi en þó áhersla á að hlífa henni eins og kostur er. Blóm og ávextir eru áberandi. Hárgreiðslumeistarinn Nanna fékk hvað eftir annað glæsilegar blómaskreytingaar í hárið, blóm voru sett inn á herbergi alla daga og litlum blöðum af blómum jafnvel dreift yfir rúmið. „Þetta var eitt blómahaf.“ Maturinn var síðan gjarnan ríkulega skreyttur með blómum, eins og sjá má á myndinini hér til hlið- ar. „Á stórum diski þar sem var alls kyns sjávarfang, grænmeti og ávextir, betri en ég hef nokkurn tíma smakkað, voru blómaskreytingarnar allt upp í 40 cm háar! Þetta voru algjör listaverk.“ Friðrik segist stundum hafa velt því fyrir sér, ekki síst á morgnana, hve munurinn sé mikill á ávöxtum og grænmeti á svona stað eða því sem er í boði hér norður frá. „Ég hafði aldrei fyrr smakkað svona góða banana, kiwi, mangó og hvað þetta nú allt var. Djúsinn á morgnana var til dæmis kreistur úr mangó strax eftir að það var tínt af trénu.“ Fegurðin ríkir þarna suð- ur frá, í smáu sem stóru. Friðrik nefn- ir dæmi: „Á borði á veröndinni okkar var gler og í gegnum það gát- um við horft ofan í sjóinn. Þar var upplýst kóralrif og fiskar í öllum hugs- anlegum litum syntu um. Alveg mögnuð sjón.“ Friðrik segist ekki hafa orðið var við fátækt á Frönsku Pólýnesíu þótt fólk virðist almennt heldur ekki vera sér- staklega efnað. „Þarna er ágætis skóla- og heilbrigðiskerfi og allir hafa í sig og á og fólk leit almennt mjög vel út. Allir geta veitt sér fisk, tínt grænmeti, ávexti og hnetur og selt á markaðnum.“ Töluvert rignir í Frönsku Pólýnesíu í sumrin, þegar vetur ríkir hér hjá okkur, og ekki er mikið um ferða- menn á þeim tíma. En tíminn þegar Friðrik og Nanna dvöldu þarna suður frá, seinni hluti sept- ember og fram í október, var yndislegur. Lítið dæmi: „Það var stórkostlegt að synda við kóralrifin. Þar sem flæddi inn í lónið var hægt að henda sér út í strauminn með snorkgræjurnar og fljóta þar inn ásamt fisk- um í öllum hugsanlegum litum. Alveg hreint stór- koslegt.“ Þar sem fegurðin ríkir 9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss DANMÖ RK 2 fullor ðnir með fól ksbíl Netverð , frá kr. 74.500á mann FÆREYJAR2 fullorðnirmeð fólksbíl Netverð, frá kr.34.500á mann Árið 2014 var uppbókað í flestar ferðir með Norrænu vegna mikillar eftirspurnar. Til að tryggja sér pláss þá er mikilvægt að bóka snemma og tryggja sér besta fáanlega verð. Verð og siglingarátælun er komin á heimasíðu okkar, www.smyrilline.is eða hringja í síma 5708600 og 4721111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.