Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 36
Símanotendur voru á öðru máli en tækniblaðamenn þeg-ar Samsung Galaxy Note kom á markað undir lok árs2011, þeim fannst mörgum, milljónum manna reyndar,
það vera algjör snilld að vera með tæki sem væri eins og
sími og spjaldtölva í senn, og ekki spillti „penninn“ sem
fylgdi, en með honum var hægt að skrifa á skjáinn og rissa,
smella á tengla og þar fram eftir götunum. Þegar upp var
staðið seldust af fyrsta Samsung Galaxy Note-símanum tíu
milljónir eintaka. Það kemur væntanlega ekki á óvart að
Samsung hélt áfram að framleiða svo stóra síma; Note 2
seldist líka vel, kom á markað haustið 2012 og seldist í 30
milljónum eintaka. Þriðja útgáf-
an kom svo í september 2013 og
tíu milljón eintök farin þegar
þetta er skrifað. Fjórði Note-
síminn, sem heitir því þjála
nafni Note 4, kom svo á mark-
að 26. september sl. og þegar
farin af honum hálf fimmta millj-
ón eintaka.
Þegar hér er komið sögu er
Note orðinn heldur stærri en sá
fyrsti í röðinni, skjárinn nú 5,7" og síminn allur 153,5 x 78,6
x 8,5 mm – heldur stærri á alla kanta en frumútgáfan, en
einum millimetra þynnri þó og tveimur grömmum léttari,
176 g. Glerið á framhliðinni er rúnnað niður á jaðrinum,
hliðarkanturinn er nú úr áli, ekki ósvipað og Samsung Ga-
laxy Alpha, en ekki úr krómuðu plasti eins og fyrri gerðir,
og bakið úr plasti sem er eins og leðurlíki, ekki þó með
gervisaumi eins og á þristinum.
Síminn fer vel í hendi (já, hann fer betur í hendi en
iPhone 6 Plus, en er ekki eins flottur útlits), þó hann sé
býsna stór. Mér finnst líklegt að fáir nái að teygja þumalinn
yfir allan skjáinn til að smella á tengiliðaforritið, því ekki
tókst mér það og nota þó XL-hanska. Þetta er því sími fyrir
báðar hendur, en það blasir svosem við.
Myndavélin í símanum er þrælfín, 16 MP vél. Hún er ekki
ósvipuð vélinni í Galaxy S5, á pappírnum að minnsta kosti,
en til viðbótar er í henni hristivörn í vélbúnaði sem fækkar
hreyfðum myndum og gefur því færi á að taka myndir í
minni birtu. Myndavélin á framhliðinni er líka endurbætt og
nú er hægt að taka
breiðari sjálfsmyndir en áður, hún
er nánast eins og gleiðlinsa og nær 90 gráðu sjónsviði sam-
anborið við 77 gráður áður. Það er líka hægt að taka enn
breiðari myndir með aðstoð hugbúnaðar. Myndavélin á fram-
hliðinni er 7,7 MP, en þeir sem vilja taka sjálfsmyndir í
meiri upplausn geta notað myndina á bakinu og þá hjart-
sláttarskynjarann á bakinu sem hnapp til að smella af, auk-
inheldur sem síminn lætur vita þegar andlitið er rétt stað-
sett á myndinni.
Eitt af því sem gerði fyrsta Note-símann svo frábrugðinn
samkeppninni (og sem tækniblaðamönnum fannst glatað) var
að með honum fylgdi einskonar „penni“. Hann átti sinn þátt
í að gera símann eins vinsælan og raun ber vitni – þegar
maður fór að nota hann af alvöru jókst notagildi símans til
muna. Það tók mann reyndar smátíma að læra á pennann,
sem Samsung kallar S Pen, því hann var ekki ýkja nákvæm-
ur, en nákvæmnin hefur aukist með hverri útgáfunni og er
svo komið að hægt er að skrifa með honum á skjáinn nánast
viðstöðulaust.
S Pen má líka nota til að smella á valmyndir og sýsla með
hugbúnað og hvenær sem er má til að mynda smella á
hnapp á hlið pennans sem kallar upp valmynd á skjánum og
í kjölfarið er hægt að velja texta á einfaldan hátt og vista og
eins að afrita myndir til að geyma til síðari tíma eða ann-
arra nota. Til eru teikniforrit sem nýta pennann, en þeim
fjölgar hægt forritunum sem nýta hann af viti.
Skjárinn á símanum er ekki framúrskarandi, hann er frá-
bær. Skjárinn er 5,7" Quad HD Super AMOLED með upp-
lausnina 2.560 x 1.440 dílar, sem gefur 515 díla á tommu
(ppi) – mesta upplausn sem fáanleg er í dag á farsíma. Bet-
ur er fjallað um Super AMOLED-tækni Samsung hér fyrir
neðan. Algengt er núorðið að símar séu með 1080p upp-
lausn, en Samsung gengur lengra með Note 4 eins og sjá
má, hann er með 1440p skjá. Væntanlega sjá notendur al-
mennt ekki muninn þegar kveikt er á símanum í fyrsta sinn,
en ef maður setur 1080p og 1440p síma hlið við hlið þá er
vissulega sjónarmunur. Tvímælalaust besti farsímaskjár sem
ég hef séð fram til þessa. Það eina sem staðið gæti í mönn-
um er stærðin, en eftir að hafa verið með Samsung S5 í vas-
anum síðustu mánuði finnst mér hann ekkert ýkja stór.
Allt er skýrt á skjánum, sérstaklega finnst mér þægilegt
að lesa texta á honum, og ljósmyndir eru frábærar líka og
vídeó ekki síður. Það segir sitt um hraðann á símanum að
síminn hikstar ekki þó maður stækki upp hluta úr BlueRay-
rip af bíómynd og renni síðan stækkaða svæðinu til og frá á
skjánum á meðan myndin er í gangi.
Þegar allt er lagt saman, skjárinn, hraðinn og myndavélin,
þá er þetta eigulegasti gripurinn á farsímamarkaðnum í dag
– langbesti síminn.
FRÁBÆRT FERLÍKI
SAGAN AF SAMSUNG GALAXY NOTE VERÐUR
SEINT OF OFT SÖGÐ, ENDA SÝNIR HÚN VEL
HVE TÆKNIBLAÐAMENN GETA VERIÐ ÚR
TENGSLUM VIÐ RAUNVERULEIKANN. ÞEIR
SPÁÐU ÞVÍ NÁNAST ALLIR Á SÍNUM TÍMA AÐ
ÞAÐ VÆRI NÁNAST GEGGJUN AÐ BJÓÐA UPP Á
ANNAÐ EINS FERLÍKI OG NOTE VAR Á SÍNUM
TÍMA ÞÓ SÍMINN ÆTTI EFTIR AÐ NÁ METSÖLU.
* Á símanum er Android 4.4.4 (KitKat).Hann er með 3 GB vinnsluminni, en innbyggt
minni er 32 GB. Hann er með rauf fyrir minn-
iskort og má vera allt að 128 GB (microSD).
Ofan á Android er svo TouchWiz notendaskil
Samsung, en eftir að hafa náð hápunkti í við-
bótum á Galaxy S4 hafa Samsung-bændur dreg-
ið verulega úr dóti og fyrir vikið er óvenju lítið
af óþarfa.
* Örgjörvinn er 2,7 GHz fjögurra kjarnaKrait 450. Í prófunum kemur fram að síminn er
hraðvirkastur allra, eða í það minnsta hraðvirk-
ari en HTC One M8, iPhone 6 Plus og Galaxy
S5 ef marka ná eina prófun sem ég rakst á. Raf-
hlaðan er 3,220 mAh og á að endast í ellefu
tíma notkun, sem er víst ekki fjarri lagi, og allt
að 37 tíma bið.
* Með símanum fylgir straumbreytir sembýður upp á hraðhleðslu; nær helmingshleðslu á
símanum á hálftíma og er ríflega hálfan annan
tíma að hlaða hann upp í topp. Fyrst straum
ber á góma; hægt er að velja sérstaka sparnað-
arstillingu á símanum sem takmarkar eðlilega
notagildi hans, en eykur líftímann umtalsvert.
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON
Græjur
og tækni *Anna Rósa Róbertsdóttir, grasalæknir, gaf út smáforrit á dög-unum sem nefnist Krydd og uppskriftir, í samstarfi við SigurveiguKáradóttur, Svein Kjartansson og Helgu Mogensen, mat-reiðslugúrúa. Appið er ókeypis öllum og er sneisafullt af fjöl-breyttum uppskriftum og fróðlegum upplýsingum um lækning-armátt kryddjurta. Hægt er að nálgast smáforritið íiPhone-snjallsímum, spjaldtölvum og android-símum.
Skjárinn á Note 4 er Super AMOLED eins og
Samsung er siður. AMOLED í þessu sam-
bandi vísar til tækninnar sem notuð er við að
setja skjáinn saman, en þá er örþunnt lag af
lífrænum díóðum lagt yfir smáralag og síðan
sett glerlag yfir. Kosturinn við þesa tækni er
að skjárinn er tiltölulega ódýr í framleiðslu,
30-50% ódýrari en LCD-skjáir, krefst mun
minna rafmagns en LCD-skjáir, litir eru skær-
ari og eðlilegri og hann skilar hærri svartíma.
Ókostir eru þeir að iðulega er erfitt nota
slíka skjái í mikilli birtu, til að mynda í sól-
skini, litir dofna með tímanum (endast þó í
áratugi) og AMOLED-snertiskjáir voru alla
jafna þykkari en LCD-skjáir.
Svonefndur Super AMOLED-skjár eins og
Samsung notar á farsíma sína og spjaldtölvur
er uppfinning Samsung, þar sem snertiskynj-
arar eru felldir inn í skjáinn í stað þess að
leggja yfir hann snertilag, eins og tíðkast hef-
ur. Fyrir vikið er skjárinn þynnri en sambæri-
legir AMOLED-skjáir, skjárinn er sparneyt-
nari og hann er betri í mikilli birtu, endurkast
af skjánum er minna.
Mælingar litaskala á skjánum á Note 4 sýna
að hann sýnir allt sRGB-litasviðið, 100%, í
grunnstillingu (til samanburðar má nefna að
skjárinn á iPhone 6 Puls skilaði 90,5% í sömu
mælingu). Að því sögðu þá er ég ekki alveg
sáttur við ljóshita, því það er bláleitur blær á
hvítu þegar skrúfað er upp í birtustillingum,
en hægt er að sýsla aðeins með litastillingar
með því að velja einhverja fjögurra tiltækra
stillinga, til að mynda hvort verið er að skoða
myndir eða kvikmyndir.
Hvað birtuskil varðar þá er svart vissulega
kolsvart á AMOLED-skjá, ekki dökkgrátt
eins og vera vill með LCD-skjái.
SÚPER SÚPERSKJÁR
Díóður, smárar og gler
Frábært smáforrit um mat og kryddjurtir