Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 4
Fleiri börn á hvern starfsmann
Oft hefur verið vakin athygli á þvíhversu lausbeislaður lagaramminner utan um frístundaheimili sveitar-
félaganna. Á vegum Reykjavíkurborgar eru
starfrækt frístundaheimili við alla grunn-
skóla borgarinnar.
Engin lög gilda beinlínis um starfsemina
en það sem kemst næst því að vera eins
konar rammi utan um hana er borgarráðs-
samþykkt sem staðfest var á fundi borgar-
ráðs þann 4. mars 2010. Í samþykktinni er
meðal annars kveðið á um fjölda barna sem
hver starfsmaður má hafa umsjón með. Þar
segir: „Hver starfsmaður hafi umsjón með
12-14 börnum börnum að jafnaði. 12 börn
pr. starfsmann í 6 ára hópnum og 14 börn
pr. starfsmann í 7-9 ára hópnum.“ Um síð-
ustu áramót var sú breyting hins vegar gerð
að hver starfsmaður mátti frá og með síð-
ustu áramótum hafa umsjón með 13 börnum
í 6 ára hópnum en 16 börnum á aldrinum
7-9 ára.
50-60 milljónir úr almennri
þjónustu í sértæka
Skýringin á auknum fjölda barna á hvern
starfsmann mun vera tilfærsla á fjármunum
innan fjárheimilda frístundaheimila. Að sögn
Soffíu Pálsdóttur, skrifstofustjóra tóm-
stundasviðs hjá Reykjavíkurborg, var
ákvörðunin um að fjölga börnum sem hver
starfsmaður má hafa umsjón með á
frístundaheimilum um eitt í yngri hóp og tvo
í eldri hóp tekin í tengslum við gerð fjár-
hagsáætlunar borgarinnar í desember 2013 í
því skyni að leggja meiri áherslu á stuðn-
ingsþjónustu en áður.
„Það var verið að færa fjármagn úr al-
mennri þjónustu í sértæka þjónustu. Þeir
fjármunir sem sköpuðust við þessa breyt-
ingu fara í þjónustu við börn sem þurfa sér-
stakan stuðning,“ segir Soffía.
Samhliða þessari breytingu munu fleiri
starfsmenn hafa verið ráðnir til að sinna
sértækum stuðningi við börn í frístund-
astarfinu.
Ekki slegið af öryggi barna
Alls er um að ræða 50-60 milljónir króna ár-
lega sem voru færðar úr almennri þjónustu
frístundaheimila yfir í þjónustu við börn með
sérþarfir á frístundaheimilunum. Að sögn
Ragnars Þorsteinssonar, sviðsstjóra skóla-
og frístundasviðs borgarinnar, hefur stuðn-
ingsþörf barna á frístundaheimilum aukist
og nauðsynlegt hafi verið að mæta því. „Við
sláum aldrei af öryggi barnanna og drögum
ekki úr því með þessari breytingu. Þær
kannanir sem gerðar hafa verið um frí-
stundaheimilin benda til þess að foreldrar
séu almennt ánægðir með þau. Óánægja for-
eldra barna sem þurfa sérstakan stuðning
hefur hins vegar komið sterkt fram gegnum
tíðina. Við verðum að hafa sveigjanleika til
að setja fjármagnið í þá þjónustu sem mest
þörf er fyrir. Með þessu er ekki verið að
draga úr því fjármagni sem frístundaheim-
ilin hafa úr að spila heldur verið að færa
það til. Við getum ekki staðið kyrr og vísað í
gamlar borgarráðssamþykktir sem eru
kannski úreltar,“ bendir Ragnar á.
Gamlar upplýsingar á
vef borgarinnar
Ef farið er inn á vef Reykjavíkurborgar
undir slóðinni www.reykjavik.is/fristunda-
heimili, þar sem er að finna upplýsingar um
frístundaheimili borgarinnar, stendur undir
liðnum Öryggi á frístundaheimilum: „Frí-
stundaheimilin vinna eftir öryggisverkferlum
sem gilda ætíð þegar börnin eru í þeirra
umsjá og sem dæmi má nefna að eingöngu
eru 12-14 börn skráð á hvern starfsmann.“
Ennfremur má finna á sömu vefslóð borg-
arinnar svokallaða Foreldrahandbók frí-
stundaheimilanna en þar stendur: „Sam-
kvæmt borgarráðssamþykkt er miðað við að
12 börn séu að jafnaði á hvern leiðbein-
anda.“
Miðað við þessar upplýsingar gætu for-
eldrar í Reykjavík sem eiga börn á frí-
stundaheimilum áætlað að hver leiðbeinandi
hefði umsjón með aðeins 12 börnum, en 14
að hámarki ef þau eru 7-9 ára. Svo er hins
vegar ekki og upplýsingarnar sem foreldrum
er bent á á vef borgarinnar eru því úreltar.
Fólk getur svo auðvitað haft ýmsar skoðanir
á því hvað telst hæfilegur fjöldi barna á
hvern starfsmann. Í Kópavogi er til dæmis
miðað við að hámarki 15 börn á starfsmann
að jafnaði og í einhverjum öðrum sveitar-
félögum munu þau vera enn fleiri á hvern
starfsmann, enda engar algildar reglur til.
Starfsmaður frístundaheimilis sem blaða-
maður ræddi við sagði að starfsfólk hefði
vissulega fundið fyrir þeirri fækkun al-
mennra stöðugilda sem varð með áður-
nefndri breytingu um síðustu áramót og
benti að auki á það að á frístundaheimilum
er enginn sem leysir af þegar starfsmaður
veikist. Þá er bara færra fólk í vinnu og
fjöldi barna á hvern starfsmann því oftar en
ekki meiri en sem nemur þessum 13-16
börnum sem borgin hefur nú ákveðið að sé
hæfilegt.
Þess má geta að í menntamálaráðneytinu
hefur undanfarið staðið yfir vinna við að
endurskoða lagaramma frístundaheimila.
Ekki er þó endilega líklegt að settar verði
sérstakar reglur um fjölda barna á hvern
starfsmann. Fram til þessa hafa sveitar-
félögin sjálf getað ákveðið það í samræmi
við þörfina og samsetningu barnahópsins
hverju sinni.
Morgunblaðið/Ómar
HVER STARFSMAÐUR FRÍSTUNDAHEIMILIS REYKJAVÍKUR MÁ HAFA UMSJÓN MEÐ ALLT AÐ 16 BÖRNUM. SAMKVÆMT BORGARRÁÐSSAMÞYKKT FRÁ 2010
ÁTTI HVER STARFSMAÐUR FRÍSTUNDAHEIMILIS AÐEINS AÐ HAFA UMSJÓN MEÐ AÐ HÁMARKI 14 BÖRNUM Í ALDURSHÓPNUM 7-9 ÁRA EN 12 BÖRNUM
SEM ERU 6 ÁRA. UM SÍÐUSTU ÁRAMÓT VAR FJÖLDINN AUKINN Í 13 BÖRN Í YNGRI HÓPNUM OG 16 BÖRN Í ÞEIM ELDRI Á HVERN STARFSMANN. EKKI
VAR UM SPARNAÐ AÐ RÆÐA HELDUR VORU 50-60 MILLJÓNIR MEÐ ÞESSU FÆRÐAR ÚR ALMENNRI ÞJÓNUSTU Í STUÐNINGSÞJÓNUSTU.
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014
* Í Foreldrahandbók um frístundaheimili á reykjavik.is/fristundaheimilisegir að aðeins séu 12 börn á hvern starfsmann frístundaheimilis. Hand-bókin er frá 2007 og tölurnar úreltar. Nú eru 13-16 börn á hvern starfsmann.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is