Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2014 „Já, það er rétt. Ég er búinn að teygja mig upp á hillu eftir skónum,“ segir Adolf Ingi Erlingsson íþrótta- fréttamaður hlæjandi en hann mun lýsa vináttulands- leik Belgíu og Íslands beint á SkjáSporti á miðviku- daginn klukkan 19.45. „Það er alltaf jafngaman að lýsa leikjum beint. Ég lýsti töluvert á Sport TV á netinu í sumar, kvennaboltanum og fyrstu deild karla, en þetta er stærra verkefni, sjálft karlalands- liðið, og það í opinni dagskrá á SkjáSporti,“ bætir hann við. Adolf fer utan eftir helgina og mun lýsa leiknum frá leikvangi Baldvins konungs í Brussel. Velli sem áður hét Heysel og var vettvangur hörmulegs slyss árið 1985, þegar Juventus og Liverpool glímdu um Evrópubikarinn. „Fyrir áhugamann um íþróttasögu verður merkilegt að koma á þennan sögufræga völl.“ Adolf á von á hörkuleik enda íslenska liðið á mikilli siglingu um þessar mundir. Andstæð- ingurinn er þó enginn aukvisi en Belgar eru í fjórða sæti á styrkleikalista FIFA. „Belgar eru með eitt mest spennandi landslið í heiminum í dag. Vel skipaðir í öllum stöðum. Nægir þar að nefna „buffin“ þrjú í fram- línunni, Romelu Lukaku, Divock Origi og Christian Benteke. Allir eins og afsteypur af Didier Drogba.“ Adolf gerir ráð fyrir að báðar þjóðir tefli fram sínu sterkasta liði í fyrri hálf- leik en eftir hlé fái varamenn að spreyta sig. „Okkar menn eiga að spila sinn bolta og njóta þess að mæta svona sterku liði á útivelli. Það eru lið eins og Belgía sem við viljum bera okkur sam- an við. Vonandi náum við jafntefli en ég geri samt frekar ráð fyrir sigri Belga, 2:1 eða 3:1.“ Fagna Íslendingar í Brussel á miðvikudaginn? Liðið hefur verið í banastuði undanfarið. VINÁTTULANDSLEIKUR Í OPINNI DAGSKRÁ Á SKJÁSPORTI Afsteypur af Drogba ADOLF INGI ERLINGSSON TEKUR FRAM TAKKASKÓNA, EF SVO MÁ SEGJA, OG LÝSIR LANDSLEIK BELGÍU OG ÍSLANDS BEINT FRÁ BRUSSEL Á MIÐVIKUDAGINN KEMUR. Tvær stúlkur voru fluttar á slysa- deild og ríflega tíu til viðbótar þurftu á aðhlynningu að halda á tónleikum bresku glysrokksveit- arinnar Slade í Laugardalshöll 12. nóvember 1974. Önnur stúlkan mun hafa fengið taugaáfall en hin varð fyrir rútunni sem flutti Slade úr Laugardalnum eftir tónleikana. Hún meiddist þó ekki alvarlega. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að lögregla og húsverðir hafi þurft að draga marga aðþrengda unglinga upp úr þvögunni sem myndaðist við sviðið og fram á gang. Sumir höfðu fallið í yfirlið. Á fjórða þúsund ungmenni sóttu tónleikana og mun stemningin hafa verið góð. „Átti kostulegur klæðnaður hljómlistarmannanna ekki síst þátt í að kæta áheyr- endur, auk þess sem hljómsveitin ruddi úr sér flestum sínum vinsæl- ustu lögum,“ sagði í frétt blaðsins. Slade stóð sumsé við stóru orðin en við komuna til landsins sagði Noddy Holder, titlaður fyrirliði sveitarinnar, við Morgunblaðið: „Nei, þetta verður sko engin upp- hitun, – það verður allt á fullu. Við viljum að allir taki þátt í fjörinu.“ Við sama tækifæri skellti Dave Hill gítarleikari upp úr spurður hvort Slade væri besta hljómsveit í heimi. „En sú spurning!“ GAMLA FRÉTTIN Stuð á Slade Noddy Holder, Dave Hill og félagar í Slade í essinu sínu í Laugardalshöll. Morgunblaðið/Friðþjófur ÞRÍFARAR VIKUNNAR Eiríkur Stephensen tónlistarskólastjóri Ólafur Elíasson myndlistarmaður Jarvis Cocker tónlistarmaður Adolf Ingi Erl- ingsson lýsandi. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 29.10.14 - 04.11.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Arfurinn Borgar Jónsteinsson Í innsta hring Viveca Sten Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson Kamp Knox Arnaldur Indriðason Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir Bragi Valdimar Skúlason Kamp Knox Flugstöðvarútgáfa Arnaldur Indriðason Læknirinn í eldhúsinu Veislan endalausa Ragnar Freyr Ingvarsson Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson Jólin hans Hallgríms Steinunn Jóhannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.