Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Page 64
SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2014
„Já, það er rétt. Ég er búinn að teygja mig upp á hillu
eftir skónum,“ segir Adolf Ingi Erlingsson íþrótta-
fréttamaður hlæjandi en hann mun lýsa vináttulands-
leik Belgíu og Íslands beint á SkjáSporti á miðviku-
daginn klukkan 19.45. „Það er alltaf jafngaman að lýsa
leikjum beint. Ég lýsti töluvert á Sport TV á netinu í
sumar, kvennaboltanum og fyrstu deild karla, en
þetta er stærra verkefni, sjálft karlalands-
liðið, og það í opinni dagskrá á SkjáSporti,“
bætir hann við.
Adolf fer utan eftir helgina og mun lýsa
leiknum frá leikvangi Baldvins konungs í
Brussel. Velli sem áður hét Heysel og var
vettvangur hörmulegs slyss árið 1985,
þegar Juventus og Liverpool glímdu
um Evrópubikarinn. „Fyrir
áhugamann um íþróttasögu
verður merkilegt að koma á
þennan sögufræga völl.“
Adolf á von á hörkuleik enda
íslenska liðið á mikilli siglingu
um þessar mundir. Andstæð-
ingurinn er þó enginn aukvisi
en Belgar eru í fjórða sæti á
styrkleikalista FIFA. „Belgar
eru með eitt mest spennandi
landslið í heiminum í dag. Vel
skipaðir í öllum stöðum. Nægir
þar að nefna „buffin“ þrjú í fram-
línunni, Romelu Lukaku, Divock
Origi og Christian Benteke. Allir
eins og afsteypur af Didier Drogba.“
Adolf gerir ráð fyrir að báðar þjóðir
tefli fram sínu sterkasta liði í fyrri hálf-
leik en eftir hlé fái varamenn að
spreyta sig. „Okkar menn eiga að spila
sinn bolta og njóta þess að mæta svona
sterku liði á útivelli. Það eru lið eins og
Belgía sem við viljum bera okkur sam-
an við. Vonandi náum við jafntefli en ég
geri samt frekar ráð fyrir sigri Belga,
2:1 eða 3:1.“
Fagna Íslendingar í Brussel á miðvikudaginn?
Liðið hefur verið í banastuði undanfarið.
VINÁTTULANDSLEIKUR Í OPINNI DAGSKRÁ Á SKJÁSPORTI
Afsteypur af Drogba
ADOLF INGI ERLINGSSON TEKUR FRAM TAKKASKÓNA, EF SVO MÁ SEGJA, OG LÝSIR
LANDSLEIK BELGÍU OG ÍSLANDS BEINT FRÁ BRUSSEL Á MIÐVIKUDAGINN KEMUR.
Tvær stúlkur voru fluttar á slysa-
deild og ríflega tíu til viðbótar
þurftu á aðhlynningu að halda á
tónleikum bresku glysrokksveit-
arinnar Slade í Laugardalshöll 12.
nóvember 1974. Önnur stúlkan
mun hafa fengið taugaáfall en hin
varð fyrir rútunni sem flutti Slade
úr Laugardalnum eftir tónleikana.
Hún meiddist þó ekki alvarlega.
Í frétt Morgunblaðsins kemur
fram að lögregla og húsverðir hafi
þurft að draga marga aðþrengda
unglinga upp úr þvögunni sem
myndaðist við sviðið og fram á
gang. Sumir höfðu fallið í yfirlið.
Á fjórða þúsund ungmenni sóttu
tónleikana og mun stemningin
hafa verið góð. „Átti kostulegur
klæðnaður hljómlistarmannanna
ekki síst þátt í að kæta áheyr-
endur, auk þess sem hljómsveitin
ruddi úr sér flestum sínum vinsæl-
ustu lögum,“ sagði í frétt blaðsins.
Slade stóð sumsé við stóru orðin
en við komuna til landsins sagði
Noddy Holder, titlaður fyrirliði
sveitarinnar, við Morgunblaðið:
„Nei, þetta verður sko engin upp-
hitun, – það verður allt á fullu. Við
viljum að allir taki þátt í fjörinu.“
Við sama tækifæri skellti Dave
Hill gítarleikari upp úr spurður
hvort Slade væri besta hljómsveit í
heimi. „En sú spurning!“
GAMLA FRÉTTIN
Stuð á
Slade
Noddy Holder, Dave Hill og félagar í Slade í essinu sínu í Laugardalshöll.
Morgunblaðið/Friðþjófur
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Eiríkur Stephensen
tónlistarskólastjóri
Ólafur Elíasson
myndlistarmaður
Jarvis Cocker
tónlistarmaður
Adolf Ingi Erl-
ingsson lýsandi.
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 29.10.14 - 04.11.14
1 2
5 6
7 8
109
43
Arfurinn
Borgar Jónsteinsson
Í innsta hring
Viveca Sten
Gula spjaldið í Gautaborg
Gunnar Helgason
Vísindabók Villa 2
Vilhelm Anton Jónsson
Kamp Knox
Arnaldur Indriðason
Orðbragð
Brynja Þorgeirsdóttir
Bragi Valdimar Skúlason
Kamp Knox
Flugstöðvarútgáfa
Arnaldur Indriðason
Læknirinn í eldhúsinu
Veislan endalausa
Ragnar Freyr Ingvarsson
Saga þeirra, sagan mín
Helga Guðrún Johnson
Jólin hans Hallgríms
Steinunn Jóhannesdóttir