Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014 Þ að er ekkert sérstakt nýnæmi, þótt stjórnmálamaður, sem keppir við þáverandi valdamenn, kynni sig fyr- ir kjósendum sem hina góðu and- stæðu. Hann ætli og hann einn geti vakið þeim von í vonleysistíð. Hann sé hinn raunverulegi merkisberi breytinga, einmitt þeirra breytinga sem kjósendur þrái svo mjög eftir kyrrstöðu og stöðnun. Það er heldur ekkert nýnæmi þótt slík kynning sé dálítið loftkennd, jafnvel froða eða að minnsta kosti mátulega óljós fyrirheit. Sú blanda verður þó að ná því að fjöldinn leyfi sér að líta á loftkastalana sem ekki verri byggingar en þær sem aðrir segjast ætla að byggja. Flottar setningar, þar sem gagnrýni á gamlar misgjörðir hefst loks upp í sameiginleg fyrirheit frambjóðandans og kjósenda um að „við getum breytt“, séu ígildi loforða, sem meiningin sé að standa við, fái frambjóðandinn umboð til. En loforð sem borin eru fram í slíkum umbúðum fara mönnum misvel og þess vegna er ekki jafnöruggt að þau hitti í mark, sem er í þessu tilviki hjarta kjós- andans. Flottur frambjóðandi Barack Obama er dæmi um sérlega velheppnaðan merkisbera vona og breytinga í kosningabaráttu. Hann hitti á óskastund árið 2008. Hann þótti áheyri- legur ræðumaður, jafnvel framúrskarandi. Sennilega hefur frambjóðandi repúblikana, John McCain, pass- að Obama prýðilega. Kosningafundir Obama snerust fljótlega upp í fjöldasamkomur og frambjóðandinn upp í pólitískt poppgoð. Allur heimurinn tók að dansa með. Það hjálpaði einnig á heimavígstöðvunum. Vissu- lega var Barack Obama heppinn. En ef kenningar Napóleons mikla eru réttar, þá má einnig færa Obama þennan þátt til tekna. Keisarinn leit þannig á, að sumir menn væru einfaldlega fæddir heppnir en aðrir ekki. Sjálfur væri hann einn af þessum heppnu mönnum, fæddur undir heillastjörnu. Napóleon taldi að við mannaráðningar ætti sérstaklega að líta til þess, hvort sá, sem til álita kæmi, væri heppinn eða ekki. Einkum ætti þetta við ef mannaforráð í hernum væru í húfi. Napóleon sjálfur virtist lengi vel svo sannarlega vera heppinn maður. En sjálfsagt hefur miklu skipt að hann greiddi götu sinnar heppni með góðum undirbúningi, skipulagsgáfu og hugrekki. En að lokum brást heppn- in einnig þessum lágvaxna lukkunnar pamfíl, kannski vegna þess að oflætið hafði læðst að honum eða að loks hafi of langt verið seilst í óbilandi trausti á fylgilagi heppninnar. Bandaríkjaforseti er nú orðið manna líkastur keis- urum fyrri tíðar og bæði landar hans og umheimurinn umgangast hann sem slíkan. Þó er hann ekki undan- þeginn gagnrýni, eins og alvörukeisararnir voru, og ekki stendur krafa til þess að forsetinn sé tekinn í guðatölu, þótt áköfustu stuðningsmenn hvers og eins kunni gera það sjálfviljugir. Og um þennan ókrýnda keisara í Hvíta húsinu gildir einnig reglan úr ævin- týrinu, að sé keisarinn ber, þá geta óspilltar sálir einar komið auga á það. Frambjóðandi varð forseti Obama flaug í gegnum kosningar í nóvember 2008 og dró með sér sigurvegara í báðum deildum þingsins og hafði svo mikinn styrk í öldungadeildinni að liðsforingi hans þar gat takmarkað umræður andstæðinganna fyrstu tvö árin. En kannski hefur taumlaus aðdáunin heima og heiman blindað forsetann. Hann nýtti því tímann illa, þegar hann átti alls kostar við andstæðinga sína og hafði óskorað umboð þjóðarinnar. Það slaknaði aðeins á þeim styrk strax árið 2010 þegar meirihlutinn í fulltrúadeildinni tapaðist, en allt þar til nú hélst þó meirihlutinn í öldungadeildinni. Leiðtogi hennar, Harry Reid, gekk þar fram með næsta ótrúlegum hætti og kom í veg fyrir að mál gengju til atkvæða, ótt- aðist hann að einhverjir demókratar myndu vilja styðja mál frá minnihlutanum. Vekur það óneitanlega furðu að hægt sé að halda þannig á málum á lýðræð- islega kjörnu þingi. Kosningarnar sl. þriðjudag sýndu frekar en nokkuð annað stórkostlegt störnuhrap. Vonarstjarnan mikla hrapaði formlega af himni bandarískra stjórnmála. Það var þó ekkert sérstakt fagnaðarefni, sama frá hvaða hlið stjórnmálanna er horft. Obama forseti kom úr annarri átt en flestir ef ekki allir fyrirrennarar hans. Einhverjir halda því auðvitað fram að há- stemmdur boðskapur hans um von og nýjan, breyttan og betri bandarískan heim, ef ekki alheim, hafi verið innantómt glamur alla tíð. En það er enginn vafi á því, að Barack Obama snerti margan streng, hann vakti Breytt og bætt staða er ólík breyttum og bættum buxum Reykjavíkurbréf 07.11.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.