Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 49
Móðir Silju Bjarkar, Kristín Hrönn Hafþórs- dóttir, segist hafa verið lengi að átta sig á því að í tilfelli Silju væri um alvarlegan sjúkdóm að ræða. „Í fyrstu var eins og samskipti okk- ar, sem höfðu verið mjög góð, snarbreyttust. Skyndilega var eins og það væri ekki lengur hægt að eiga samskipti án rifrilda. Þetta sneri ekki aðeins að okkur fjölskyldunni heldur var hún allt í einu farin að sýna öðru fólki, vina- fólki okkar til dæmis, dónaskap. Það leið langur tími þar til ég áttaði mig á að það væri eitthvað meiriháttar í gangi,“ segir Kristín Hrönn. „Ég er svolítið ósérhlífin sjálf og mín fyrstu viðbrögð voru að segja henni að drífa sig fram úr rúminu, þetta yrði allt í lagi og lífið væri ekkert ómögulegt. Ég skildi ekki af hverju hún dvaldi svo lengi við áfall sem mér fannst lítilvægt og hún ætti að geta komist yf- ir. Ég er líka af kynslóð þar sem geð- sjúkdómar voru ekki endilega svo mikið í umræðunni og ég stóð mig að því að segja dóttur minni að reyna að harka af sér, tala sig framúr rúminu og í skólann. Ég gerði þetta í góðri trú en málið var að ég sá ekki sjúk- dóminn, ég sá bara dapra og sinnulausa dótt- ur sem hafði allt til brunns að bera til að geta staðið sig og fannst að hún ætti að geta tekið sig saman andlitinu. Þá var dagamunurinn líka oft það mikill að á góðu tímabilunum fannst manni að nú væri Silja að ná sér á strik.“ Silja var svo orðin 18 ára þegar virkilega voru farnar að renna tvær grímur á móður hennar. „Eftir að hún verður 18 ára og sjálf- ráða var ég komin í allt aðra stöðu og átti erfiðara með að fá að grípa inn, við fjöl- skyldan gátum aðeins hvatt hana til að leita sér aðstoðar og verið til staðar eins og við gátum en þunglyndissjúklingar læra einnig að blekkja sína nánustu til að reyna að hlífa þeim við áhyggjum svo að við gerðum okkur held- ur ekki grein fyrir hve grafalvarlegt ástandið var. Í þessu öllu þykir manni erfiðast að hafa ekki gripið fyrr inn í en það fyrsta sem ég segi við fólk sem leitar til mín sem er í sömu sporum og ég var í er að leita strax aðstoðar fagfólks. Það er svo takmarkað sem maður getur sjálfur gert sem foreldri og maður stendur svo nærri þessu, maður á erfitt með að fá ákveðna fjarlægð á málið.“ Kristín segir það vera nýtt líf að fá ekki kvíðahnút í magann í hvert sinn sem Silja hringi. „Við vorum búin að upplifa algjört vonleysi og við erum ákaflega stolt af þessari vinnu sem Silja hefur lagt á sig við að ná bata. Fólk þarf að vita að þunglyndi þarf ekki að vera varanlegt ástand, það er ljós þarna og það er hægt að hjálpa krökkum og unglingum sem þjást af sjúkdómnum. En mikilvægast er að muna að geðheilsa sem er ekki í lagi lagast ekki af sjálfu sér.“ MÓÐIR SILJU BJARKAR Mikilvægt að grípa inn í Kristín Hrönn Hafþórsdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Eggert grátandi í kistulagningunni. Það var ekki ástæðan fyrir því að ég hætti við á elleftu stundu. Ástæðan var þessi rödd sem ég hafði svo oft heyrt í áður: „Þér á eftir að mistakast. Þér mistekst allt sem þú gerir. Þú átt eftir að detta úr snörunni og brjóta á þér hrygginn og lamast. Lifa sem þunglynd og líkamlega fötl- uð.“ Það var aðeins þess vegna.“ Glufótt kerfi Silja upplifði fyrst og fremst reiði að hafa ekki getað staðið rétt að því að taka eigið líf þegar hún vaknaði á sjúkrahúsinu. Hún við- urkenndi fyrir læknunum að ef hún fengi tækifæri til, fengi að fara heim, myndi hún sjá til þess að gera þetta á meira afgerandi hátt, þar sem ekki yrði aftur snúið. Í kjölfarið var hún lögð inn á geðdeild, þaðan sem hún útskrifaðist rúmri viku síðar. „Ég var því fegin að vera lögð inn en um leið upplifði ég sem ung stelpa mikið óöryggi þar inni. Ég deildi herbergi með öðrum sjúk- lingi, sem ég vissi ekkert um. Ég vissi ekki við hverju var að búast; var herbergisfélaginn minn hættulegur, myndi hann gráta alla nótt- ina? Maður þekkti þennan heim ekki. Það er yndislegt fólk sem vinnur þarna en það eru allir á hlaupum og þegar ég kom út vantaði algjörlega alla eftirfylgni. Lyf sem ég var sett á voru til dæmis ekki tilbúin þegar ég kom út af spítalanum og ég upplifði því fráhvarfs- einkenni. Það liðu margir mánuðir þar til að ég fór svo til sálfræðings aftur en einhvern veginn lenti ég glufum í kerfinu og ég var án samtalsmerðerðar frá júní til janúar á þessu ári en þá fór ég til sálfræðings fyrir sunnan. Ef maður er ekki, eins og ég, það heppinn að eiga góða að er ótrúlega hætt við að bataleið- in sé ekki auðveld. Kerfið er svo öfugsnúið.“ Silja er á öðru ári í kvikmyndafræði í Há- skóla Íslands auk þess sem hún vinnur hjá Sagafilm og á veitingastað meðfram námi. Upp úr síðustu áramótum fór hún í markvissa sálfræðimeðferð í nokkra mánuði og hætti á sama tíma á lyfjum. „Ef ég hefði þurft að taka lyf áfram hefði ég bara gert það. Það er ekkert hægt að vera á móti lyfjum sem lækna fólk og fólk á að hugsa áður en það fer að gerast læknar og segja fólki að það sé ekki með geðsjúkdóm heldur bara þreytt, undir álagi eða hvað sem fólki dettur í hug að segja. Það þarf ekki að afsaka geðsjúkdóma frekar en aðra sjúk- dóma.“ Silja segir að hún sé viðbúin öllu en trúi því að það þurfi mikið að gerast til að hún lendi aftur á þeim stað sem hún var á sumarið 2013. Fyrir nokkrum mánuðum hélt hún magnaðan fyrirlestur á TedEx-fyrirlestraröð- inni í Hörpu þar sem hún talaði blaðalaust á ensku um baráttu sína og var fyrirlesturinn í framhaldinu sýndur á helstu fréttamiðlum landsins. Silja segist stöðugt vera með hug- ann við að vekja athygli á málefninu og er þessa dagana með hugann við góðgerðartón- leikana til styrktar ÞúGetur-verkefninu 12. nóvember en það eru árlegir stórtónleikar í Háskólabíói, nú undir stjórn tónlistar- og leik- konunnar Bryndísar Ásmundsdóttur. ÞúGetur er forvarna- og fræðslusjóður sem styrkir ein- staklinga til náms sem hafa glímt við eða eru að glíma við geðsjúkdóm en verndari hans er Vigdís Finnbogadóttir. Silja hefur alla tíð gefið fyrirlestravinnu sína en eftir að hún flutti suður segist hún þó stundum fá bensínstyrk til að koma sér á milli staða þar sem vegalengdirnar séu nú meiri en fyrir norðan. „En ef skólarnir hafa ekki úr neinu fé að moða kem ég engu að síður! Ég veit hvað það er mikil pressa á unglingum í dag, við eigum að vera að setja inn flotta statusa og myndir á Facebook, vera að fara í Asíureisur eftir menntaskólaútskrift og á samskiptamiðlunum ganga svo myndir af chia-grautum og mynd- um úr ræktinni. Ég hef reynt bara að setja myndir inn af sálfræðistofunni í staðinn,“ seg- ir Silja Björk og hlær. „Það er alveg jafn mikið afrek. Heilbrigði snýst ekki bara um það ytra.“ 9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.