Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014
Landið og miðin
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON
sbs@mbl.is
UM ALLT LAND
SANDGERÐI
Íslandspóstur hefur sent b til lokunar
póstafgreiðslu í Sandgerð óstur bjóða
upp á þjónustu póstbíls. B reg
sjálfstæðu sveitarfélagi me
EGILSSTAÐIR
Fljótsdalshérað harmar lokun Upplýsingamiðstöðvar Austurlands þegar aðeins tveir
mánuðir eru eftir af árinu. „Fljótsdalshérað hefur, eitt sveitarfélaga á Austurlandi,
lagt beint framlag (3,8 millj.kr. á ári) til reksturs upplýsingamiðstöðvarinnar og ávallt
staðið við allar greiðslur til hennar. Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs
hefur verið að skoða rekstrarframlag sveitarfélagsins til miðstöðvarinnar. Engin
ð tekin og því tengist lokun Upplýsingamiðstöðvar Austurlandsgna þessa hefur hins vegar veri
firlýsingu bæjarstjórans,ekki á neinn hátt,“ segir í y Björns Ingimarssonar.
AKUREYRI
Verkmenntaskólinn á Akureyri er þátttakandi í Erasmus-verkefni sem nefnist „Completing secondary
education“ og var fyrsti fundur í verkefninu í Axxell-framhaldsskólanum í Helsinki í Finnlandi á dögunum.
st ari, Bene
nna leiðir til þess að min
skólum með því m.a. að skólarnir skiptist á hugmyndum og miðli reynslu sinni milli land
lönd
SUÐUREYRI
Skipulags- og
mannvirkjanefnd
Suðureyrar hefur óskað
eftir athugasemdum
íbúa við þær hugmyndir
að breyta Aðalgötu í
tvístefnugötu. Bæjarráð
beindi málinu til skipulags
og mannvirkjanefndar sem
hefur óskað eftir að afstaða
íbúa og lögreglustjórans á
Vestfjörðum verði könnuð
Mikilvægt er að málið
verði unnið hratt að mati
bæjarráðs.
Fossaverkefnið hefur verið spennandi.Sem stelpa bjó ég til mína eiginævintýraheima þar sem ég var
landkönnuður á framandi slóðum og
þarna má segja að draumarnir hafi að
vissu leyti ræst,“ segir Guðrún Áslaug
Jónsdóttir, líffræðingur í
Neskaupstað. Hún hefur
síðustu misserin unnið
að því að skrá og stað-
setja ýmsa fossa og flúð-
ir á austursvæði Vatna-
jökulsþjóðgarðs, sem
næsta lítil vitneskja hef-
ur verið um til þessa.
Nú þegar hefur Guðrún
farið um svonefnd Vest-
uröræfi, það er svæðið frá Hálslóni við
Kárahnjúka til austurs að Snæfelli og
hlíðar Snæfells og hnjúkanna við Snæfell.
Fossarnir sem hún hefur fært til bóka
eru alls 56.
Kallast frekar flúðir
„Ég fór vítt og breitt um þetta svæði ár-
ið 2013, en áður hafði ég farið nákvæm-
lega yfir loftmyndir, kort og annað og
fundið út hvar ár, lækir og sprænur
væru – og þar með fossar. Sumar kallast
kannski frekar flúðir en svo fann ég líka
hærri fossa,“ segir Guðrún sem í land-
könnun sinni hélt til í Snæfellsskála.
Gerði þaðan úr í dagsferðir um nærliggj-
andi svæði.
Fyrir rúmum áratug, við undirbúning
Kárahnjúkframkvæmda, voru Vesturöræfi
könnuð nokkuð ítarlega af náttúrufræð-
ingum. Segir Guðrún að fyrir vikið hafi
ýmsar upplýsingar legið fyrir þegar hún
hóf skráningarstarf sitt. Víðfeðmt svæði
eins og Snæfellsöræfi verði hins vegar
seint fullkannað og alltaf megi bæta í
sarp upplýsinga og fróðleiks.
„Þessar slóðir hafa auðvitað ekki verið
fjölfarnar og þeir sem helst hafa átt hér
leið um í tímans rás eru smalamenn og
bændur, en ekki hefur öll vitneskja
þeirra verið skráð,“ segir Guðrún. Bætir
við að flestir fossanna sem hún hefur
skoðað, skráð og myndað séu nafnlausir.
Úr því verði ef til vill bætt í fyllingu
tímans, af þeim sem best þekkja til á
þessum slóðum.
Sunnan og austan Snæfells
Guðrún hugðist halda fossakönnun sinni
áfram á þessu ári og fara þá um svæði
sunnan Snæfells og austan við Eyjabakk-
ana. Af því varð ekki, meðal annars
vegna snjóa, og bíður leiðangurinn því
næsta sumars. „Það er mikið eftir enn.
Ég hlakka sérstaklega til þess að kanna
betur svæðin sunnan og austan Snæfells-
ins, þar gætu samkvæmt kortum verið
einhverjir fossar sem mig langar að
skoða betur,“ segir Guðrún sem í þessu
starfi hefur notið stuðnings samtakanna
Vina Vatnajökuls, sem er bakvarðasveit
þjóðgarðsins. Hugsunin er sú að upplýs-
ingar um fossanna fari inn í gagnasafn
þjóðgarðsins og nýtist t.d. við gerð og
útgáfu fræðsluefnis í fyllingu tímans.
VESTURÖRÆFI
56 óþekktir
hálendisfossar
GUÐRÚN ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR KANNAR NÚ AUSTURSVÆÐI VATNAJÖK-
ULSÞJÓÐGARÐS. Á FÁFÖRNUM SLÓÐUM KANNAR HÚN ÁR OG SPRÆNUR
OG FINNUR FLÚÐIR OG FOSSA SEM ENGIN HAFA NÖFNIN ENN.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Einn af ótalmörgum fallegum fossum eystra. Þessi er sunnan og austan við Snæfell og er nafnlaus.
Ljósmynd/Guðrún Á. Jónsdóttir
Guðrún Áslaug
Jónsdóttir
* Það er mjög gott að vakna á morgnana oghorfa út yfir fjörðinn, þótt vissulega séuákveðnir hlutir sem maður saknar úr borginni.
Jens Garðar Helgason, form. Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.