Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 50
Rannsókn
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014
Í
slenskir læknar og vís-
indamenn hafa um langt
skeið haft áhuga á því að
rannsaka gagnsemi ómega-3
fitusýra. Ástæðan er þríþætt;
í fyrsta lagi forvitnilegar nið-
urstöður erlendra rannsókna á
áhrifum þessara fitusýra á ýmsa
kvilla, svo sem sjúkdóma í hjarta og
æðakerfi og bólgusjúkdóm í nýrum.
Í öðru lagi hefur vakið athygli að
dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms
meðal inúíta á Grænlandi er mjög
lág en fæða þeirra er mjög rík af
ómega-3 fitusýrum. Í þriðja lagi
mikil neysla Íslendinga á lýsi og
fiskafurðum sem hvort tveggja eru
rík af ómega-3 fitusýrum.
Ómega-3 fitusýrurnar DHA og
EPA hafa ýmsa eiginleika sem
læknar álíta að gætu gagnast við
gáttatifi sem er algeng hjartslátt-
artruflun. Fitusýrurnar hafa bein
raflífeðlisfræðileg áhrif á frumu-
himnur í gáttum sem auka stöð-
ugleika og minnka þannig líkur á
takttruflunum. Þá hafa DHA og
EPA sömuleiðis bólgueyðandi áhrif
og jafnvel verndandi verkun gegn
bandvefsmyndun. Líklegt þykir að
bæði bólga og bandvefsmyndun í
gáttum eigi þátt í tilurð takttrufl-
unarinnar og því að erfitt getur
reynst að viðhalda réttum takti eftir
gáttatifsköst. Þá kunna ómega-3
fitusýrur að auka virkni letjandi
hluta ósjálfráða taugakerfisins á
hjartað en þekkt er að það geti
verndað gegn hjartsláttartruflunum.
Ekki var vitað til þess að notkun
ómega-3 fitusýra hafi alvarlegar
aukaverkanir og það jók ennfrekar
á áhuga lækna á að prófa þær við
gáttatifi.
Rannsóknarhópur
settur saman
Fyrir um áratug var settur saman
rannsóknarhópur hér á landi til að
standa að rannsóknum á mögulegri
gagnsemi ómega-3 fitusýra gegn
gáttatifi eftir opna hjartaskurð-
aðgerð. Kjarni hópsins sam-
anstendur af Ólafi Skúla Indr-
iðasyni, nýrnalækni, Guðrúnu V.
Skúladóttur, vísindamanni við
læknadeild HÍ, Davíð O. Arnar,
hjartalækni og klínískum prófessor
við læknadeild HÍ, Runólfi Pálssyni,
nýrnalækni og prófessor við lækna-
deild HÍ og Bjarna Torfasyni,
hjartaskurðlækni og dósent við
læknadeild HÍ. Auk þeirra komu að
rannsóknunum þáverandi meist-
aranemarnir Ragnhildur Heið-
arsdóttir og Lára Björgvinsdóttir
sem og læknarnir Gizur Gottskálks-
son og Viðar Eðvarðsson. Loks er
að nefna samstarfsaðila frá Statens
Serum Institut í Kaupmannahöfn og
Royal Adelaide Hospital og Háskól-
anum í Adelaide í Ástralíu.
Von íslensku rannsakendanna um
að meðferðin væri gagnleg var gef-
inn byr undir báða vængi þegar
ítölsk rannsókn, sem var birt árið
2005, sýndi fram á mikinn ávinning
af notkun ómega-3 fitusýra til að
fyrirbyggja gáttatif eftir opna
hjartaskurðagerð. Þegar betur var
að gáð kom hins vegar í ljós að
rannsóknin var ekki nægilega vel
útfærð og bæta mátti um betur.
Þess utan bendir Guðrún V. Skúla-
dóttir á að Ítalir séu almennt með
mun lægri gildi af ómega-3 fitusýr-
um í blóði en Íslendinga og út-
gangspunkturinn sé fyrir vikið ekki
sá sami. „Það má vel vera að nið-
urstöður ítölsku rannsóknarinnar
standist gagnvart þeirri þjóð,“ segir
Guðrún og bætir við að varasamt sé
að alhæfa í þessum efnum. Þættir
eins og aldur og þyngd sjúklings
geti einnig haft áhrif, alveg eins og
þjóðerni.
Getur lengt
sjúkrahúsleguna
Gáttatif kemur fram hjá allt að 30-
50% einstaklinga á fyrstu dögunum
eftir hjartaskurðaðgerð og auk þess
að trufla bataferlið getur það lengt
leguna á sjúkrahúsi um tvo til þrjá
daga eftir aðgerðina.
Gáttatif hjá einstaklingum eftir
opna hjartaskurðaðgerð er mjög
gagnlegt módel til að rannsaka, að
sögn Davíðs O. Arnar, þar sem gefa
má ómega-3 fitusýrurnar í vissan
tíma fyrir og eftir aðgerð og fylgj-
ast með svöruninni á tiltölulega
stuttum tíma. Ástæðan er sú að
gáttatif eftir hjartaskurðaðgerð
kemur oftast á fyrstu vikunni eftir
aðgerð. Þeim sem er hættast við að
fá gáttatif eftir opna hjartaskurð-
aðgerð hafa sömu áhættuþætti og
þeir sem fá gáttatif ótengt skurð-
aðgerð, og sömu erfðabreytileikar
auka áhættuna.
„Því er um að ræða í raun sams-
konar sjúkdóm, þó hann komi fram
undir öðrum kringumstæðum, en í
þessu tilviki er hægt að skoða áhrif
inngrips á tiltölulega skömmum
tíma í stað þess að gera rannsóknir
þar sem fylgst er með svörun við
inngripi í mun lengri tíma, jafnvel
nokkur ár,“ segir Davíð.
Rannsóknirnar á LSH
Í fyrstu rannsókn sinni báru ís-
lensku rannsakendurnir saman tíðni
gáttatifs eftir opna hjartaskurð-
aðgerð hjá tveimur hópum með
slembiröðun í hópa og tví-blindri
gjöf rannsóknarlyfja. Annar fékk
meðferð með ómega-3 fitusýrum en
hinn með ólífuolíu. Skemmst er frá
því að segja að enginn munur var á
tíðni gáttatifs milli hópanna en um
helmingur í hvorum hópi fékk takt-
truflunina.
Næst var hlutfall ómega-3 fitu-
sýra í fituefni blóðvökva kannað og
var hópnum skipt í fjórðungshópa
(quartiles) eftir hlutfalli fitusýranna.
Í ljós kom svokölluð J-laga kúrfa
sem þýðir að fjórðungurinn sem
hafði næst lægst hlutfall ómega-3
fitusýra höfðu lægsta tíðni gáttatifs
en tíðni jókst svo aftur því lægra og
hærra sem hlutfallið var. Þetta
mynstur bendir, að sögn rannsak-
enda, til þess að það kunni að vera
að mismunandi styrkur ómega-3
fitusýra í blóðvökva hafi breytileg
áhrif á tíðni gáttatifs. Þannig gæt
gagnsemi ómega-3 fitusýra verið
mest hjá þeim sem hafa lág gildi í
blóði en lítil sem engin ofan þess
bils. Þetta segja íslensku rannsak-
endurnir mögulega geta útskýrt
mismunandi niðurstöður rannsókna
á gagnsemi ómega-3 fitusýra við
gáttatifi eftir opna hjartaskurð-
aðgerð eftir löndum, þar sem
grunnhlutfall ómega-3 fitusýra í
blóðvökva er breytilegt eftir lönd-
um, eins og fram hefur komið. Hér-
lendis er hlutfall ómega-3 fitusýra í
blóðvökva fremur hátt í grunninn og
því hugsanlegt að ekkert gagn sé af
ómega-3 fitusýrum sem virkri með-
ferð við gáttatifi eftir opna hjarta-
skurðaðgerð.
Virtist auka hættuna
Rannsakendum lék einnig forvitni á
að skoða hlutfall ómega-3 fitusýra í
fituefni frumuhimna rauðra blóð-
korna en talið er að það endurspegli
vel hlutfall þeirra í vöðvafrumum
gátta hjartans, en mjög erfitt er að
nálgast þessar frumur til að mæla
hlutfall ómega-3 fitusýra. Aftur var
hópnum skipt í fjórðungshópa eftir
hlutfalli ómega-3 fitusýra. Nið-
urstöðurnar sýndu að tíðni gáttatifs
var þeim mun hærri eftir því sem
hlutfallið jókst, sér í lagi DHA.
Ómega-3 fitusýrur virtust með öðr-
um orðum auka hættuna á gáttatifi
eftir hjartaskurðaðgerð. Þessar nið-
urstöður voru þannig alveg þvert á
tilgátu rannsakenda um mögulegan
ávinning meðferðar af þessu tagi.
Íslensku rannsakendurnir hafa
verið í samstarfi við lækna og vís-
indamenn frá Royal Adelaide Ho-
spital og Háskólanum í Adelaide í
Ástralíu, en þeir hafa haft svipaðar
hugmyndir um mögulega gagnsemi
ómega-3 fitusýra gegn gáttatifi.
Grunnhlutfall ómega-3 fitusýra í
blóðvökva áströlsku sjúklinganna
var nokkuð lægra en íslensku sjúk-
linganna. Með því að setja saman
rannsóknargögn beggja í einn
gagnagrunn fengust sömu niður-
stöður sem styður auðvitað niður-
stöður íslenska hópsins enn frekar.
Mikilvægt að rannsaka
Vísindamennirnir segja þetta mjög
glöggt dæmi um mikilvægi þess að
framkvæmdar séu vandaðar rann-
sóknir á ávinningi ákveðinnar með-
ferðar áður en farið er að beita
henni. Miðað við þá kosti sem
ómega-3 fitusýrur hafa og nið-
urstöður fyrirliggjandi rannsókna
þá hefðu þeir talið mjög líklegt að
þær myndu koma að notum við
meðferð gáttatifs en reyndin var
önnur. Margar rannsóknir hafa svo
í kjölfarið staðfest þessa nið-
urstöður, bæði hjá sjúklingum eftir
opna hjartaskurðaðgerð og svo
sömuleiðis hjá þeim sem hafa gátta-
tif ótengt slíku inngripi.
Því telja íslensku læknarnir ekki
rétt að mæla með ómega-3 fitusýr-
um til meðferðar við gáttatifi og ef
til vill megi ganga svo langt að
túlka niðurstöður þannig að þeir
sem hafa gáttatif ættu ekki að taka
lýsi eða ómega-3 fitusýrur.
Rannsakendur taka skýrt fram að
ekki sé hægt að heimfæra nið-
urstöður þessarar rannsóknar á
aðra sjúkdóma og auðvitað kann að
vera ávinningur að notkun ómega-3
fitusýra gegn öðrum vandamálum
þó líklegt megi telja að ómega-3
fjölómettaðar fitusýrur virki ekki
gegn gáttatifi.
Niðurstöður
kollvörpuðu
tilgátunni
NIÐURSTÖÐUR ÍSLENSKRAR RANNSÓKNAR Á GAGNSEMI ÓMEGA-3 FITUSÝRA VIÐ
GÁTTATIFI EFTIR OPNA SKURÐAÐGERÐ KOMU RANNSAKENDUM Á ÓVART. Í STAÐ
ÞESS AÐ GAGNAST SJÚKLINGUM, EINS OG TILGÁTAN GERÐI RÁÐ FYRIR, BENDA
RANNSÓKNIRNAR TIL ÞESS AÐ ÁHRIFIN SÉU ÞVERÖFUG. ÓMEGA-3 FITUSÝRUR VIRT-
UST AUKA HÆTTUNA Á GÁTTATIFI EFTIR SKURÐAÐGERÐ. ÞETTA STYÐUR ÁSTRÖLSK
RANNSÓKN EN GÖGN ÚR ÞESSUM RANNSÓKNUM HAFA VERIÐ LÖGÐ SAMAN.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Aukning varð á tíðni gáttatifs með hærri
styrk ómega-3 fitusýra
1 2 3 4
100%
80%
60%
40%
20%
0%
Styrkur ómega-3 fitusýru (DHA) í himnum rauðra blóðkorna (fjórðungar)
H
lu
tf
al
lþ
ei
rr
a
se
m
fe
ng
u
gá
tt
at
ifv
* Því telja íslensku læknarnir ekki réttað mæla með ómega-3 fitusýrum tilmeðferðar við gáttatifi og ef til vill megi
ganga svo langt að túlka niðurstöður þann-
ig að þeir sem hafa gáttatif ættu ekki að
taka lýsi eða ómega-3 fitusýrur.