Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 51
9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Forsaga íslensku rannsóknarinnar er súað nýrnalæknarnir Ólafur Skúli Indr-iðason og Runólfur Pálsson höfðu lengi velt fyrir sér ávinningi af notkun ómega-3 fitusýra og langaði að rannsaka málið sjálfir. Nýrnasjúkdómar eru á hinn bóginn fremur fátíðir og þýðið lítið, þannig að erfitt var að búa til rannsókn í kringum þá eina og sér, að sögn Runólfs. Eftir að Runólfur og Ólafur höfðu rætt málið við Davíð O. Arnar, hjartalækni, og Bjarna Torfason, hjartaskurðlækni, var ákveðið að setja á laggirnar rannsókn- arteymi og beindist áhuginn snemma að gáttatifi enda er það til þess að gera algeng- ur sjúkdómur. „Það var mikilvægt að velja eitt afmarkað viðfangsefni,“ segir Runólfur en þess má geta að fátítt er að klínískar lyfja- íhlutunarrannsóknir, eins og þessi, séu gerð- ar hérlendis án aðkomu alþjóðlegra lyfjafyr- irtækja. Hugmyndin kom með öðrum orðum alfarið frá rannsakendum. Lýsi hf styrkti rannsóknina að vísu með því að gefa bæði ómega-3- og ólífuolíuhylkin en hafði ekki að- komu að henni að öðru leyti. „Það er sjaldgæft að svona umfangsmiklar stýrðar meðferðarprófanir spretti upp úr grasrótinni eins og þessi,“ segir Runólfur. Fólk með ólíka sérhæfingu Guðrún V. Skúladóttir, vísindamaður við læknadeild HÍ, kom snemma inn í teymið enda þótti upplagt að gera ýmsar grunnrann- sóknir samhliða. Margskonar mælingar hvíldu jafnframt á Guðrúnu og hennar teymi. Guðrún, Runólfur og Davíð eru á einu máli um að rannsóknarhópurinn hafi verið vel samsettur. „Við fengum þarna fólk með ólíka sérþekkingu sem kom með mismunandi styrkleika að borðinu. Það skiptir miklu máli og gerir svona rannsókn í senn auðveldari og skemmtilegri,“ segir Davíð og Guðrún bætir við að mikilvægt sé fyrir fólk í háskólasamfé- laginu að fá tækifæri til að taka þátt í rann- sóknum innan veggja Landspítala. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera með í þessari rannsókn.“ Spurður hvort sjaldgæft sé að rannsókn- arhópar starfi með þessum hætti hér á landi svarar Davíð því til að það fari vaxandi. „Það eru ekki mörg ár síðan menn voru dálítið hver í sínu horni með sínar rannsóknir. Núna er al- gengara að hópar séu fjölbreyttir og jafnvel alþjóðlegir sem styrkir rannsóknir af þessu tagi auðvitað ennþá meira,“ segir hann. Á seinni stigum rannsóknarinnar tengdist íslenski hópurinn erlendum rannsókn- arteymum, bæði í Kaupmannahöfn og Ástr- alíu, með góðum árangri. Spurður um umhverfi til rannsókna í lækn- isfræði hérlendis segir Davíð að það sé að mörgu leyti mjög gott og tækifærin fjölþætt. „Hvað hjartasjúkdóma snertir eigum við til að mynda samstarf við tvær stofnanir sem ég tel vera á heimsmælikvarða, Íslenska erfða- greiningu og Hjartavernd. Ég hef nýtt mér það í mínum rannsóknum á gáttatifi. Í sjálfu sér má segja að að tækifæri til vísindarann- sókna á sviði faraldsfræði og erfðafræði séu óvíða meiri en hérlendis.“ Tímaskortur helsta ógnin Að sögn Davíðs er tímaskortur helsta ógnin við rannsóknir hér á landi. Vísindamenn í röðum lækna séu í flestum tilvikum einnig að sinna krefjandi klínískum störfum samhliða. „Menn þurfa stundum frið til að vinna úr nið- urstöðum rannsókna og til að fá nýjar hug- myndir. Eðli málsins samkvæmt er það erf- iðara þegar menn eru á stöðugum hlaupum.“ Runólfur tekur undir þetta. „Stærsta ógnin er annars vegar tímaskortur og hins vegar ófullnægjandi stuðningur við grunnvísinda- menn í Háskólanum og öðrum vísindastofn- unum. Þar eru starfræktir ýmsir metn- aðarfullir hópar sem háðir eru styrkjum úr opinberum sjóðum. Því miður eru þessir sjóðir veikburða og þar af leiðandi háir fjárskortur vísindamönnum hér á landi. Á móti kemur, eins og Davíð nefndi, að tækifærin eru mörg og það hefur örugglega haldið mörgum lækn- um og vísindamönnum hér heima í stað þess að þeir færu eitthvað annað,“ segir Runólfur. Vegna annríkis var ekki alltaf auðvelt að ná hópnum saman og Guðrún segir að fyrir vikið hafi framlag meistaranemanna, Ragn- hildar Heiðarsdóttur og Láru Björgvins- dóttur, verið ómetanlegt. Allskyns gagna- söfnun og úrvinnsla hafi að miklu leyti hvílt á þeirra herðum. „Þær gerðu þetta alveg ótrú- lega vel.“ Davíð, Guðrún og Runólfur vilja nota tæki- færið og þakka öllum sjúklingunum sem tóku þátt í rannsókninni kærlega fyrir þeirra mik- ilvæga framlag. Þeir sem leitað var til hafi upp til hópa verið mjög jákvæðir. „Þetta er fólk sem var að fara í meiriháttar skurð- aðgerð með tilheyrandi álagi. Eigi að síður var það tilbúið að vera með í rannsókninni og láta ómaka sig með því að taka annað hvort ómega-3 fitusýrur eða ólífuolíu. Það er ekk- ert sjálfgefið að fólk bregðist svona vel við, allra síst undir þessum kringumstæðum,“ segir Runólfur. Davíð bendir á að þetta snúist ekki síst um traust og við rannsókn sem þessa komi sér vel að Íslendingar eru bæði vel upplýstir og tilbúnir til að láta gott af sér leiða. Erfið staða á Landspítala Blásið hefur um Landspítala og raunar heil- brigðiskerfið í heild að undanförnu og ekki daglegt brauð á Íslandi að læknar grípi til verkfallsaðgerða. Þessi umræða hlýtur að hafa áhrif á þá sem á spítalanum starfa. „Hún hefur það,“ segir Runólfur og notar orðið barlómur yfir ástandið. „Þessi barlóm- ur hefur líka neikvæð áhrif á unga lækna og fólk sem hefur burði til að verða vísindamenn í framtíðinni. Ástandið á Landspítala er auð- vitað með öllu óviðunandi og sorglegt að svona skuli vera komið fyrir háskólasjúkra- húsi þjóðarinnar.“ Davíð tekur í sama streng: „Vandi Land- spítala er fjölþættur en hefur því miður stöð- ugt farið vaxandi á liðnum árum. Það getur hins vegar, undir slíkum kringumstæðum, verið mjög skemmtilegt að hafa önnur verk- efni til að fást við eins og vísindarannsóknir. Slík vinna getur veitt kærkomna hvíld frá daglegu amstri.“ Gáttatif er hjartsláttartruflun sem á sér upptök í efri hólfum hjartans eða gáttunum. Óskipulögð, tilviljanakennd rafvirkni kemur í stað þeirrar reglulegu rafbylgju sem fer um gáttirnar í upphafi hvers hjartsláttar. Þessu fylgir skerðing á samdrætti og virkni gátta og hætta á blóðsegamyndun eykst. Gáttatif er al- geng hjartsláttartruflun og hérlendar rannsóknir benda til þess að rúmlega 5000 núlifandi Íslendingar hafi greinst með þennan kvilla. Sjúkdómurinn kemur fyrst í stað í köstum með réttum takti inn á milli en síðar verður takttruflunin oft viðvarandi nema gripið sé inn í. Gáttatif getur valdið verulegum einkenn- um, meðal annars hjartsláttaróþægindum, mæði og úthalds- skerðingu. Þá getur gáttatif valdið alvarlegum fylgikvillum eins og til dæmis heilaslagi en líklegt er að rekja megi rúmlega þriðj- ung allra slíkra tilfella til gáttatifs. Blóðþynningarmeðferð dreg- ur verulega úr hættu á blóðsegamyndun og heilaáföllum. Ýmsir hjartasjúkdómar, kransæðastífla, hjartabilun og háþrýstingur auka hættu á gáttatifi auk þess sem vissir erfðabreytileikar eiga hlut að máli. Hlutverk erfða virðist vera meira í tilvikum ein- staklinga sem greinast með takttruflunina fyrir sextugt. Meðferð gáttatifs getur verið erfið og dugar lyfjameðferð oft skammt til að halda takttrufluninni niðri. Þá geta sum þessara lyfja haft alvarlegar aukaverkanir. Sömuleiðis hefur aðgengi að brennsluaðgerðum sem er beitt við gáttatifi verið takmarkað og margir þurfa að fara í meira en eina slíka aðgerð til að við- unandi árangur náist. Þessar aðgerðir, sem eru gerðar á Land- spítala, eru kostnaðarsamar og krefjast flókins tækjabúnaðar auk þess að vera tæknilega krefjandi. Það er því mjög mikilvægt að leita nýrra og árangursríkari meðferðarkosta við gáttatifi. Gáttatif getur komið eftir opna hjartskurðaðgerð og rann- sóknir hérlendis benda til þess að milli 40 og 50% þeirra sem undirgangast slíka aðgerð fái gáttatif. Gáttatif eftir skurðaðgerð er oftast tímabundið. Sömu áhættuþættir og erfðabreytileikar auka áhættu á gáttatifi eftir skurðaðgerð sem og á gáttatifi al- mennt. Álag vegna aðgerðarinnar sjálfrar og bólgumyndun í kjölfar hennar kunna að ýta undir háa tíðni gáttatifs í kjölfar hjartaskurðaðgerðar. Hvað er gáttatif? Ljósmynd/Landspítali Hjartauppskurður á Landspítalanum. Spratt upp úr grasrótinni Runólfur Pálsson nýrnalæknir, Davíð O. Arnar hjartalæknir og Guðrún V. Skúladóttir prófessor tóku öll þátt í rannsókninni. Þau segja mikilvægt að hafa rannsóknarhópa sem fjölbreyttasta. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.