Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 47
vonir, jók minnihlutahópum kjark og sumum þeirra stolt, svo sem blökkumönnum í Bandaríkjunum. Hann var örugglega réttur frambjóðandi á réttum tíma, eins og það er stundum orðað. Og vissulega varð honum nokkuð ágengt, en þó sárgrætilega lítið, einnig að mati margra stuðningsmanna hans, sem kenna óbil- gjörnum andstæðingum um. Forsetinn er gjörólíkur frambjóðandanum. Hann þykir daufgerður og seinn til aðgerða. Forsetinn sýndi ótrúlega og jafnvel ósmekklega klaufsku þegar hann tók sér stutt stopp frá golfleik til að lýsa reiði og harmi yfir því, að liðsmenn Ríkis íslams hefðu skorið landa hans á háls í beinni útsendingu. Fáeinum mínútum síðar sást forsetinn á ný kátur og glaður sveiflandi golfkylfunni með sínum kumpánum. Fallega sáð, rýr uppskera Barack Obama sagðist ætla að taka heim araba nýjum og sanngjarnari tökum en áður hefur verið gert. Hann baðst hvað eftir annað afsökunar á framgöngu fyrri forseta. Bandaríkjamenn telja margir að Obama hafi aðeins uppskorið aukna andúð og jafnvel fyrirlitningu á þeim slóðum. Hvað sem um það er að segja, þá blasir við að þar bullar allt og sýður, sem aldrei fyrr. Hávær- ir fréttaskýrendur vestra telja augljóst, að Pútín for- seti Rúslands líti einnig á þennan starfsbróður sinn sem veiklundaðan leiðtoga og fari því sínu fram. Senni- lega myndi Napóleon einnig telja að Obama hefði glat- að heppni sinni og væri því til lítils gagns eftir það. Engum blöðum er um það að fletta, að Obama hefur smám saman tapað bæði áliti og stuðningi. Forsetinn náði vissulega endurkjöri eftir lok fyrra kjörtímabils og varði þá einnig meiri- hluta flokks síns í öld- ungadeildinni. Mestu réð þá, að fyrrnefndir minnihlutahópar mættu betur á kjörstað en endra- nær til að tryggja að þeirra maður héldi embættinu. Úrslitin urðu því mun hagfelldari en kannanir virtust gefa til kynna að þau yrðu. Þau tvö ár sem síðan eru liðin hafa verið forsetanum mjög mótdræg og traust og álit á honum hefur hrapað. Flokksbræður hans í framboði nú forðuðust forsetann eins og heitan eldinn. Sumir gengu svo langt að vilja ekki einu sinni kannast við að hafa kosið hann! Og nú snerist dæmið við. Kjör- sókn varð mjög dræm. Andstæðingum forsetans gekk mun betur en björtustu kannanir boðuðu. Repúblikanar hafa ekki verið jafn margir í fulltrúa- deild þingsins í 60 ár og hafa að auki endurheimt meirihluta sinn í öldungadeildinni. Þeir sópuðu einnig að sér ríkisstjórum og þingmönnum á fylkisþingunum. Þeir svífa því um þessa dagana. En þeir komast ekki hjá því að lenda fljótlega. Sig- urinn á þriðjudag var vissulega mikilvægur og fyllir repúblikana sjálfstrausti, sem vantað hefur upp á síð- ustu sex árin. En þótt betra sé að hafa sjálfstraust en vanta er það og einnig hin stórbætta valdastaða samt vandmeðfarin. En breytt valdahlutföll eru einnig vandspiluð fyrir forsetann. Hann má ekki bjóða sig fram á ný og þegar þannig háttar til verða forsetar mjög uppteknir af ímynd sinni í sögubókunum. Obama getur ekki verið sáttur þegar hann horfir á pólitíska mælistiku sína nú. En viðbrögð forsetans við kosningaúrslitunum sýna að hann axlar enga ábyrgð á óförunum. Dapurleg uppskera flokks- félaganna er þeirra vandi. Hann sýnist heldur ekki í miklum sáttahug gagnvart andstæðingunum. Á blaðamannafundi í kjölfar stórsigurs repúblikana veifaði hann sífellt meintum rétti sínum til að stjórna með tilskipunum frá Hvíta húsinu væri ágreiningur á milli hans og þingsins. Mörgum lögspekingum þykir sem forsetinn hafi túlkað slíkar heimildir sínar frjáls- lega, svo ekki sé meira sagt. Hann verður því að gæta sín, eigi hann ekki að valda áliti sínu enn meiri skaða en er orðið. Vilji margra repúblikana, a.m.k. í sigur- vímunni, stendur til þess, að vinda ofan af heilbrigðis- löggjöfinni, sem við forsetann er kennd, „Obama- Care“. Útfærsla hennar fór illa af stað og var í skötu- líki og flest það brást þá, sem brugðist gat. En öll umgjörðin er engu að síður bundin í lög, þótt Obama hafi raunar tekið sér vald til að breyta fjölmörgum ákvæðum, sem erfið reyndust í framkvæmd, með því að „veifa penna sínum“ eins og hann kallar það. Eng- inn hefur slíkar heimildir á Íslandi, en það er margt ólíkt í lagaumhverfi þar vestra og hér. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur þó nýlega tilkynnt að hann hafi ákveðið að taka fyrir klögumál um það, að forsetinn hafi farið offari. Það eru töluverð tíðindi. Reyni repúblikanar hins vegar að leggja til atlögu við „ObamaCare“ með nýrri lagasetningu er fyrirséð að forsetinn synjar slíkum lögum staðfestingar. Tíma, sem eytt er í slíkar deilur, væri því á glæ kastað og for- setinn tapaði ekki á því. Jafnvel harðir andstæðingar forsetans geta ekki áfellst hann fyrir að verja þau lög sem hann telur að helst muni halda uppi heiðri hans sem forseta. Verkefni sigurvegaranna Repúblikanar verða að snúa sinni bestu hlið að banda- rískum kjósendum næstu tvö árin vilji þeir fylgja sigri sínum eftir. Þeir þurfa að sýna trúverðuga samstöðu, velja löggjafarverkefni af hófsemi og skynsemi og jafnvel af pínulitlum klókindum og koma þeim með hraði úr þinghúsinu yfir á skrifborð forsetans. Málin, sem forsetinn vill samþykkja eða þorir ekki annað en samþykkja, munu reynast þingmeirihlutanum vel til að efla þá ímynd að þar séu raunsæir og liprir menn á ferð. Sú mynd þykir fjarlæg núna. En það verða málin sem forsetinn synjar, sem skipta munu mestu máli. Þau kunna að verða óþægilega mörg fyrir demókrata. Þau eru skýru skilaboðin sem veifað verður í kosingunum 2016 um Bandaríkin þver og endilöng: „Þjóðin þarf bersýnilega forseta sem vill koma fram þessum góðu málum.“ Þetta gæti orðið inntakið í slagorðum repúblikana, með mismunandi orðalagi, og það gæti ráðið úrslitum. Með því skilyrði þó, að þeir hafi fundið rétta forseta- efnið. Það gæti orðið verkurinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg * Á blaðamannafundi í kjölfarstórsigurs repúblikana veifaðihann sífellt meintum rétti sínum til að stjórna með tilskipunum frá Hvíta húsinu væri ágreiningur á milli hans og þingsins. Mörgum lögspekingum þykir sem forsetinn hafi túlkað slíkar heimildir sínar frjálslega, svo ekki sé meira sagt. 9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.