Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.11. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, laugardag kl.12-16. Nánar: Geysivinsæll flóamarkaður hefur fest sig í sessi á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Þar selja nemendur skólans af sér spjarirnar og leynast þar ýmsar gersemar. Háskólaport Þáttastjórnandinn með meiru,Sigríður Arnardóttir, beturþekkt sem Sirrý, hefur sent frá sér aðra barnabók um tröllastrákinn Vaka, „Tröllastrák- urinn eignast vini“, og er sjálf- stætt framhald af bókinni „Tröllastrákurinn sem gat ekki sofnað“. Söguna skrifar Sirrý og Freydís Kristjánsdóttir myndlist- arkona teiknar myndirnar. „Sagan um tröllastrákinn er saga sem ég samdi sjálf og sagði strákunum mínum þegar þeir voru litlir. Svo liðu árin og ég losnaði ekki við söguna úr kollinum,“ segir Sirrý. „Þá fannst mér eitthvað svo sjálfsagt að koma henni á framfæri og deila henni með öðrum. Að lesa fyrir börn er eitt það mikilvæg- asta sem foreldrar geta gert fyr- ir börn sín. Um leið og ég sendi síðan fyrri bókina frá mér, þá kviknaði hugmyndin að næstu bók.“ Eiginmaður Sirrýjar, Krist- ján Franklín Magnús leikari, les inn á geisladisk sem fylgir með bókinni. „Það er skemmtilegt að við hjónin getum unnið þetta saman. Mér finnst gaman að geta boðið upp á það að bókin sé svona fallega lesin inn á geisladisk. Ef búið er að lesa bókina oft getur Kristján hlaupið í skarðið.“ Vill auka orðaforða barna Sirrý segir það hafa verið ástríðu hjá sér bæði að kenna borgarbörnum eitthvað um ís- lensku dýrin í fyrri bókinni og einnig að auka orðaforða barna. „Ég hafði nefnilega oft tekið eft- ir því að fólk einfaldar oft tungumálið þegar rætt er við eða lesið fyrir börn, en það ætti frekar einmitt að nota barnabæk- urnar til þess að málvitundin verði rík.“ Sirrý þykir einnig skortur vera á fyrirmyndum fyrir stelpur og segist hafa fengið smá sam- viskubit yfir að fyrri sagan um tröllastrákinn hafi aðeins fjallað um strák. „Ég er sjálf stráka- mamma og veit að í strákaher- bergjum hanga myndir af ýmsum fótboltastjörnum og ofurhetjum fyrir stráka. Í stelpuherbergjum er ekki að finna jafn margar kvenkyns fyrirmyndir. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að strákar lesa bækur um stráka og stelpur lesa bækur um stelpur og stráka. Stelpur vantar oft fyrirmyndir,“ segir Sirrý. „Ég man til dæmis hvað Lína Lang- sokkur hafði gríðarleg áhrif á mitt líf, það var sterk fyr- irmynd.“ Sköpunarkrafturinn mikilvægur Í nýju bókinni kynnist trölla- strákurinn stelpu sem er að byggja kofa. Þau verða vinir og byggja saman kofaþorp. „Það er svo gaman að vera krakki og byggja kofa og ég byggi söguna á eigin reynslu. Í bernsku minni vorum við krakkarnir mikið að byggja kofa og fyrir okkur voru þetta stórkostlegar hallir. Þetta leit örugglega furðulega út en okkur fannst þetta alveg fallegt, því við sköpuðum kofana sjálf. Þetta var ótrúlega gott fyrir sköpunarkraftinn og maður hafði svo ofan af fyrir sér. Mikil vinna fór í það að sanka að sér spýt- um hér og þar og ef spýta varð á vegi manns var það mikill fjársjóður. Maður var að draga björg í bú,“ segir Sirrý. Sagan gerist á Snæfellsnesi og eru sögupersónur að draga reka- við úr fjörunni. „Það er mín sveit og ég þekki það hvað það berst mikill rekaviður á land á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þá er gott að hafa sterkan tröllastrák sem getur hjálpað til.“ Aðspurð hvort bækurnar verði fleiri segir Sirrý að það ráðist af viðtökum við þessari bók. „En ný hugmynd fæddist um leið og þessi kom úr prentun,“ segir Sirrý að lokum og hlær. FINNST VANTA FLEIRI KVENKYNS FYRIRMYNDIR FYRIR STELPUR Mikilvægt að foreldrar lesi fyrir börnin sín Sirrý Arnardóttir segir það hafa verið ástríðu hjá sér að kenna borgarbörnum eitthvað um íslensku dýrin í fyrri bókinni en einnig að auka orðaforða barna. Ekki ætti að einfalda málið fyrir börn. Morgunblaðið/Árni Sæberg „TRÖLLASTRÁKURINN EIGNAST VINI“ NEFNIST NÝ BARNA- BÓK EFTIR SIRRÝ OG ER MEÐAL ANNARS BYGGÐ Á BERNSKUÁRUM HENNAR. BÓKIN ER ÖNNUR SAGA SIRRÝJ- AR UM TRÖLLASTRÁKINN VAKA, EN SÖGUNA VAR HÚN VÖN AÐ SEGJA DRENGJUM SÍNUM Á YNGRI ÁRUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Myndir úr bókinni eru teiknaðar af Freydísi Kristjánsdóttur myndlistarkonu. Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520 bilajoa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.