Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 57
9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Tónlistarmennirnir vinsælu KK og Magnús Eiríksson koma fram á árlegum tón- leikum á Café Rosenberg á laugardagskvöld. Tónleikana tileinka þeir minningu þýska eðlisfræðingsins W.C. Röntgen en þennan dag árið 1895 uppgötvaði hann það sem við þekkjum í dag sem röntgengeisla. 2 Kvennakór Kópavogs heldur styrktartónleika í Austurbæ við Snorrabraut á sunnudag klukkan 16 og 20, undir yfirskriftinni „Hönd í hönd“. Þema tónleikanna er ástin og lífið og mun allur ágóði renna til Mæðra- styrksnefndar Kópavogs og Líkn- ardeildar LSH í Kópavogi. 4 Síðustu forvöð eru að sjá leikritið Róðarí í Tjarn- arbíói því síðasta aukasýn- ing er á laugardagskvöld klukkan 20. Hrund Ólafsdóttir skrifaði verkið fyrir öflugan hóp leikkvenna. 5 „Túnglskin um hábjartan dag“ er heiti einkasýningar Sævars Karls sem verður opnuð í Listasal Mosfells- bæjar á laugardag klukkan 14. Hann sýnir ný málverk unnin í olíu og akrýl. Sýninguna tileinkar Sævar Karl öllum þeim góðu listamönnum sem hafa kennt honum á liðnum árum. 3 Dansararnir og danshöfund- arnir Snædís Lilja Inga- dóttir og Steinunn Ketils- dóttir deila sunnudags- kvöldinu í Tjarnarbíói og sýna hvor sitt sólóverkið. Steinunn sýnir „this is it“ en Snædís verkið „GOOD/BYE“. MÆLT MEÐ 1 staðar í veröldinni. Því miður sjaldnast það sem kalla mætti náttúrlegur dauði; maðurinn virðist alltaf upptekinn af því að slökkva líf, þurrka út. Því mætti segja að það væri eðli- legt að sjá þetta í bókmenntunum líka. En það er munur á því innbyrðis hvernig rithöf- undar kjósa að takast á við þennan endan- leika lífsins í samtímanum. Norræna glæpa- sagan nánast afritar fréttatímana.“ Hann hlær en bætir við: „Listamenn eru eins og aðrir, börn síns tíma, og bregðast alltaf við því sem er í gangi í samfélaginu, en það er mismunandi hvernig þeir velja að setja það fram, það gerir hver með sínum hætti sem betur fer. En ég held að það sé ekki til neitt sem heitir afstöðulaust skáld, því það að yrkja er afstaða í sjálfu sér. Jafnvel kyrrlátt ljóð um tré er lýsing á lífsviðhorfi höfundar ef grannt er lesið.“ Handgenginn þjóðlegum fróðleik Talið berst að áhrifavöldum á listamenn og Gyrðir hefur verið að velta þeim fyrir sér. „Gjarnan nefna höfundar nöfn stórstjarna úti í heimi þegar þeir eru spurðir um áhrifa- valda, og ekki skal vanmeta þau áhrif. En ég held að það hafi verið Bragi Ólafsson sem benti á hvað það getur verið flókið að finna út hvað hefur haft raunveruleg áhrif á höf- und, til að mynda í bernsku. Hann sagði held ég eitthvað á þá leið að sunnudags- heimsóknir til gamallar frænku gætu þess vegna orðið jafn áhrifadrjúgar fyrir höfund um síðir og allar bókmenntir heimsins. Það sem ég held að hann hafi átt við með því er einfaldlega það að hversdagurinn allur, alveg frá því við fæðumst, mótar okkur og litar á flóknari hátt en okkur er alla jafnan ljóst. Eða svo vitnað sé í nýútkomna þýðingu á Út í vitann eftir Virginiu Woolf: Áhrifin frá steini sem sparkað er í með stígvélinu, geta varað lengur en áhrifin af verkum Shake- speares.“ – Hvað segir þú? „Ég er tvíátta í þessu. En ef ég reyni að rekja áhrifavalda á mig þá kynntist ég sem drengur tveimur rithöfundum sem ég var svo heppinn að fá að umgangast. Þeir voru Halldór Pjetursson á Snælandi í Kópavogi og Ármann Halldórsson föðurbróðir minn á Eiðum. Ég dvaldi töluvert hjá þeim báðum, og ég er nokkuð viss um að það hefur haft töluvert sterk áhrif á mig. Þeir voru báðir góðir höfundar á sína vísu, á sviði þjóðlegs fróðleiks, og hafa eflaust haft sitt að segja um það að ég varð snemma töluvert hand- genginn þessari bókmenntagrein og las alveg gríðarlegt magn af henni. Síðan hef ég alltaf borið virðingu fyrir þessari grein ritstarfa, þótt annað hafi tekið við hjá mér. En þetta er svo margþætt, hvað verður til þess að menn velja sér að skrifa bækur, að það er erfitt að rekja það með einhverri vissu.“ – En þú fórst mjög ungur út í þetta. „Já og ég held að sú ákvörðun að láta á þetta reyna hafi verið léttari fyrir mig, að mörgu leyti, vegna þess að ég hafði bæði umgengist myndlistina gegnum föður minn, og þessa rithöfunda. Ég respekteraði þá strax ósegjanlega, og þeir kenndu mér ým- islegt, kannski meira óbeint en beint í fyrstu, enda var ég það ungur. Mest lærði ég hugs- anlega af því að lesa bækur þeirra. Eftir að ég var svo byrjaður að skrifa eitthvað sjálf- ur, kom ljóðskáldið Geirlaugur Magnússon til, og það æxlaðist á einhvern hátt þannig að ég lenti í nokkuð hörðum skáldskap- arskóla hjá honum, sem varð mér afar gagn- legt. Varðandi þetta má rifja upp það sem einhver sagði um stjörnuspekina, að allar lík- ur séu á að fæðingarlæknirinn stafi frá sér sterkari geislum en stjarnan utan við gluggann, þegar maður kemur í heiminn. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að mikill og stöðugur lestur frá unga aldri á varanlegustu stjörnum bókmenntahiminsins er óendanlega þýðingarmikill fyrir verðandi höfunda.“ Slakar á við að teikna Í bókinni Listin að vera einn, þýðingum Gyrðis á ljóðum japanska skáldsins Shuntaro Tanikawa, má finna ljóð frá flestum ævi- skeiðum skáldsins sem nýtur mikilla vin- sælda, í heimalandinu sem víða um lönd. Hvers vegna kaus Gyrðir að þýða ljóð hans? „Ég rakst á skáldskap Tanikawa fyrir nokkrum árum. Ég hef lengi haft áhuga á japönskum skáldskap, eldri sem yngri. Ljóð Tanikawa höfðuðu strax til mín og mér fannst ég verða að koma þeim á íslensku.“ – Þú hefur þýtt forvitnilegar bækur eftir höfunda víða að, gerist það svona, þú lest áhugavert verk og finnst þú þurfa að þýða? „Já, stundum fæ ég þessa skrýtnu tilfinn- ingu, að ég verði að útbreiða orðið – ég vona að ég sé ekki trúboði í eðli mínu!“ svarar Gyrðir og brosir. „Eitthvað við tónblæ Tanikawa kveikti í mér. Hann hefur breiða lífssýn. Ég held að það mætti lýsa því með orðum Kjarvals, að það séu mikil vísindi að vera manneskja. Hann er eiginlega að fást við þetta, með öll- um sínum víddum.“ Lesendur sjá að nú kveður við nýjan tón á kápum bóka Gyrðis. Hann notar teikningar eftir sig á þær báðar en fram að þessu hafa kápumyndir verið eftir föður Gyrðis, Elías B. Halldórsson, bræður hans þá Sigurlaug og Nökkva, og bróðursoninn Rökkva. „Ég hef verið með góða kápugerðarmenn innan fjölskyldunnar fram að þessu en nú datt mér í hug að breyta til og nota eitthvað úr skissubunka sem hefur hlaðist upp hjá mér undanfarin ár. Mér hefur fundist ágætt að grípa í trélitina meðfram, þegar ég þarf að anda aðeins milli verkefna í skriftunum. Mest er þetta eitthvert landlagsriss, minn- ingar frá ferðalögum um landið, eitthvað slíkt. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er engin list en hef gaman af að gera þetta og finn að það hefur góð áhrif á mig andlega. Ég mæli með því fyrir sálartetrið að menn fái sér tréliti og teikniblokk og fari að leika sér. Og ég er ekki frá því að ég komi fersk- ari að skrifunum eftir að hafa teiknað, finni þá lausn sem ég hef leitað að, einfaldlega vegna þess að maður slakar á við að teikna. Svo eru skáldskapur og myndlist auðvitað töluvert skyld.“ – Eitt í viðbót: Þú gefur nú út hjá nýju forlagi, Dimmu. „Já, og það er mjög gott að vera kominn í höfn þar. Aðalsteinn Ásberg er frábær útgef- andi. Það er alveg eftir mínu höfði að vera hjá svona litlu en kraftmiklu forlagi. Mér fannst ég vera búinn með pakkann hjá stóru útgáfunum og kann vel við þá persónulegu nánd sem fylgir fyrirtæki af þessu tagi.“ „Hversdagurinn allur, alveg frá því við fæðumst, mótar okkur og litar á flóknari hátt en okkur er alla jafnan ljóst,“ segir Gyrðir þegar rætt er um áhrifavalda. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.