Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Side 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Side 21
Útsýnið úr kofanum var him- neskt, að sögn Friðriks og Nönnu. Dæmi nú hver fyrir sig. Friðrik klappar lítilli skötu í lóninu rétt utan við hótel þeirra Nönnu. Búið að teygja sig eftir morgunmatnum. Allt tilbúið! Upplifun ferðamannsins skiptir heimamenn í Frönsku Pólýnesíu miklu máli, að sögn Friðriks. Náttúrun er í öndvegi en þó áhersla á að hlífa henni eins og kostur er. Blóm og ávextir eru áberandi. Hárgreiðslumeistarinn Nanna fékk hvað eftir annað glæsilegar blómaskreytingaar í hárið, blóm voru sett inn á herbergi alla daga og litlum blöðum af blómum jafnvel dreift yfir rúmið. „Þetta var eitt blómahaf.“ Maturinn var síðan gjarnan ríkulega skreyttur með blómum, eins og sjá má á myndinini hér til hlið- ar. „Á stórum diski þar sem var alls kyns sjávarfang, grænmeti og ávextir, betri en ég hef nokkurn tíma smakkað, voru blómaskreytingarnar allt upp í 40 cm háar! Þetta voru algjör listaverk.“ Friðrik segist stundum hafa velt því fyrir sér, ekki síst á morgnana, hve munurinn sé mikill á ávöxtum og grænmeti á svona stað eða því sem er í boði hér norður frá. „Ég hafði aldrei fyrr smakkað svona góða banana, kiwi, mangó og hvað þetta nú allt var. Djúsinn á morgnana var til dæmis kreistur úr mangó strax eftir að það var tínt af trénu.“ Fegurðin ríkir þarna suð- ur frá, í smáu sem stóru. Friðrik nefn- ir dæmi: „Á borði á veröndinni okkar var gler og í gegnum það gát- um við horft ofan í sjóinn. Þar var upplýst kóralrif og fiskar í öllum hugs- anlegum litum syntu um. Alveg mögnuð sjón.“ Friðrik segist ekki hafa orðið var við fátækt á Frönsku Pólýnesíu þótt fólk virðist almennt heldur ekki vera sér- staklega efnað. „Þarna er ágætis skóla- og heilbrigðiskerfi og allir hafa í sig og á og fólk leit almennt mjög vel út. Allir geta veitt sér fisk, tínt grænmeti, ávexti og hnetur og selt á markaðnum.“ Töluvert rignir í Frönsku Pólýnesíu í sumrin, þegar vetur ríkir hér hjá okkur, og ekki er mikið um ferða- menn á þeim tíma. En tíminn þegar Friðrik og Nanna dvöldu þarna suður frá, seinni hluti sept- ember og fram í október, var yndislegur. Lítið dæmi: „Það var stórkostlegt að synda við kóralrifin. Þar sem flæddi inn í lónið var hægt að henda sér út í strauminn með snorkgræjurnar og fljóta þar inn ásamt fisk- um í öllum hugsanlegum litum. Alveg hreint stór- koslegt.“ Þar sem fegurðin ríkir 9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss DANMÖ RK 2 fullor ðnir með fól ksbíl Netverð , frá kr. 74.500á mann FÆREYJAR2 fullorðnirmeð fólksbíl Netverð, frá kr.34.500á mann Árið 2014 var uppbókað í flestar ferðir með Norrænu vegna mikillar eftirspurnar. Til að tryggja sér pláss þá er mikilvægt að bóka snemma og tryggja sér besta fáanlega verð. Verð og siglingarátælun er komin á heimasíðu okkar, www.smyrilline.is eða hringja í síma 5708600 og 4721111.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.