Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 S tóri dagurinn er runninn upp. Barnið mitt á afmæli. Hverjum á að bjóða? Er það öll deildin eða allur bekkurinn eða eru það bara strák- arnir eða bara stelpurnar? Þetta ætti ekki að vera flókið. Hins veg- ar gerist það stundum að ein- hver börn verða útundan. Það vilja fæstir að komi fyrir. Þeg- ar viðkomandi barn áttar sig á því að það hafi verið útundan fylgir því eðlileg höfnun og vanlíðan. Foreldrarnir geta einnig gengið í gegnum slíkar tilfinningar. Íris Stefánsdóttir, barnasálfræðingur hjá Sál og huga ehf. tók saman nokkur góð ráð til þess að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist, því alltaf getum við fullorðna fólkið gert betur. Eins nefnir hún nokkur ráð sem gott er að styðjast við þurfi barn að ganga í gegnum slíka höfnun. „Auðvitað geta svona hlutir gerst óvart. Það er nóg að gera hjá fólki í dag og flestir foreldrar undir töluverðu álagi. Auðvitað getur öll- um orðið á og bara óvart gleymt að útbúa afmælisboðskort fyrir þetta tiltekna barn. Það geta verið eðlilegar skýringar á slíkum til- fellum, því við gerum öll mistök,“ segir Íris. „Það er hins vegar mikilvægt að reyna að tryggja að öllum sé boðið, annaðhvort öll- um hópnum eða bara strákunum eða bara stelp- unum. Eða þá bara tveimur bestu vinunum eða vinkon- unum.“ Íris segir að ef einhverjar sér- stakar ástæður liggja að baki þess að tiltekin börn fái ekki boðskort þá þurfi að skoða þær. Ýms- ar ástæður geta kom- ið upp og þá þarf að finna flöt á vandamálinu og ræða það til þess að geta leyst á uppbyggjandi hátt, án þess að það bitni á barninu. „Við erum í raun- inni samfélagslega skyldug til þess að hugsa um öll börn, hvort sem þau eru okkar eigin líffræðilega eða önnur börn allt í kringum okkur. Við eigum að temja okkur þennan hugsunarhátt, að vera góð við öll börn. Við vilj- um að öll börn tilheyri hópn- um. Við viljum vera fyrirmynd fyrir börnin okkar. Ef við erum að skilja útundan sem foreldrar, þá erum við að kenna börnunum okkar að gera nákvæmlega það sama. Þá erum við jafnvel að kenna því að það sé í lagi að leggja í einelti, því það að skilja útundan er ein útgáfa eineltis,“ segir Íris. „Þetta byrjar snemma, strax og við eignumst barn og því þurfum við að vanda okkur að vera fyrir- myndir. Það er ábyrgðarhlutverk sem hvílir á okkur fullorðnum.“ GOTT SAMBAND MILLI FORELDRA ER MIKILVÆGT Kúnstin við að bjóða í barna- afmæli Getty Images/Ingram Publishing ÞAÐ ÞEKKJA FJÖLSKYLDUR SEM EIGA BÖRN Á LEIK- OG GRUNNSKÓLAALDRI AÐ AFMÆLIN ERU MÖRG HJÁ VINUM BARNANNA OG NÓG UM AÐ VERA. STUNDUM GETA KOMIÐ UPP ATVIK ÞAR SEM BOÐSKORTIN BERAST ÓVART EKKI ÖLLUM. TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR SLÍK TILFELLI ÞARF AÐ HUGA VEL AÐ MARKVISSU FORELDRASTARFI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Íris Stefánsdóttir Það er afskaplega sárt fyrir barn að átta sig á því að hafa ekki fengið boðskort í afmæli á meðan hin börnin fengu. ✽ Hafa foreldrastarfið í leikskólanum eða í grunnskólanum í mark- vissum farvegi. ✽ Foreldrar komi sér saman um reglur og samræmi sig varðandi af- mæli. Það er fínt að hafa ramma utan um það og fínt að hafa einhver viðmið sem allir eru sáttir við. ✽ Hittast reglulega eða halda úti fésbókarsíðu og samræma reglur þar. Þægilegt er að nýta fésbókina fyrir smáspjall og annað sem kem- ur í hugann og er það mun fljótlegra en að hittast. Hins vegar er fínt að halda reglulegum fundum sem leikskólinn eða skólinn styður við og getur t.d. veitt fundaraðstöðu. ✽ Reyna að hafa reglurnar sem jákvæðastar til þess að koma í veg fyrir að enginn verði útundan í afmælum. ✽ Gott er líka að samræma reglur með gjafir. Það eru mörg afmæli hjá fjölskyldum í dag að fara í og það kostar sitt. KOMUM Í VEG FYRIR AÐ EINHVER VERÐI ÚTUNDAN Góð ráð fyrir foreldra þegar bjóða á í afmæli Hvar og hvenær? Thorsplan í Hafnarfirði, við verslunarmiðstöð- ina Fjörðinn, laugardag og sunnudag kl. 12. Nánar: Þétt dagskrá verður í miðbæ Hafnarfjarðar á laugardag og sunnudag. Nánar um dagskrá á www.hafnafjordur.is Jólaþorpið opnað í Hafnarfirði ✽ Reynum að sýna barninu okkar yfirvegun, styrk og forðast að missa stjórn á neikvæðum tilfinningum eins og kvíða og reiði. ✽ Setjumst niður með barninu og hlustum á tilfinningar þess, sýnum skilning en vekjum um leið von hjá barninu um að hægt sé að leysa málin á uppbyggilegan hátt. ✽ Mikilvægt er að barn upplifi ekki að það sé því að kenna eða eitthvað í fari þess valdi því að það varð af einhverjum ástæðum útundan, að foreldrar segi skýrt við barnið að það eigi góða hluti skilið og að vera með. ✽ Ef um fleiri en eitt eða endurtekin atvik er að ræða er ráð- legt að grennslast fyrir um ástæður þess að barnið varð út- undan, svo sem fékk ekki boð í afmæli, til að mynda með því að hafa samband við viðkomandi foreldra eða kennara og leita upp- lýsinga. ✽ Ef barn tekur atvikið mjög nærri sér er góð huggun að gera gott úr hlutunum til að mynda með því að finna eitthvað skemmtilegt að gera með fjölskyldunni eins og að spila, baka saman köku og setja kerti á, fara út að hjóla með nesti, gera eitthvað skemmtilegt með vinkonu eða vini, eða hvaðeina sem foreldrum og barni dettur í hug sem er skemmtilegt fyrir barnið og innan skynsamlegra marka. VANDAMÁLIN ERU TIL ÞESS AÐ LEYSA ÞAU Hvernig skal bregðast við ef barn verður útundan Fjölskyldan Demantar, safír, rúbín. Verð frá 165.000.- siggaogtimo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.