Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014
G
uðbergur Bergsson
sendir frá sér
skáldsöguna Þrír
sneru aftur. Á ein-
angruðum stað
suður með sjó, þar sem aldrei
gerist neitt, berast fregnir af
átökum seinni heimsstyrjaldar-
innar. Fyrir en varir hefur at-
burðarásin teygt anga sína þang-
að og nútíminn heldur innreið
sína. Titill bókarinnar vísar í sögu
sem ein persóna bókarinnar les
fyrir dreng á bænum afskekkta.
„Þessi hugmynd er búin að
veltast í huganum alveg frá því
fyrir stríð þegar ég var barn. Ég
er einn af þeim fáu sem eru eftir
og muna hvernig Ísland var fyrir
stríð,“ segir Guðbergur. „Í minn-
ingabók sem Hannes Pétursson
skrifaði segir hann frá því þegar
hann er í vegavinnu og fer á
Sauðárkrók og kaupir bók, sem
hann man ekki titilinn á, en hún
fjallar um menn sem verða fyrir
því að skip þeirra er skotið niður
og þeir eru á reki um sjóinn í
bát. Þetta er bókin Þrír sneru
aftur en ég umbreyti sögunni. Í
upphafi sögu minnar koma tveir
ungir Bretar til Íslands, síðan
koma þeir þangað í stríðinu sem
hermenn og loks sem gamlir
menn. Á þessum stað er líka
Þjóðverji sem dvelur þar um
tíma. Í lok bókarinnar snúa þess-
ir þrír menn aftur til Íslands.“
Ameríska byltingin
Bókin þín fjallar að stórum hluta
um erlend áhrif hér á landi og
þar er Kaninn nefndur hvað eftir
annað.
„Tíminn á Íslandi varð ekki til
fyrr en með Ameríkananum. Þá
þurftum við að fara að mæta á
réttum tíma í vinnu og stimpla
okkur inn en áður var tíminn
ekki til. Það var ekki heldur til
almennilegt þjóðfélagsskipulag.
Menn fóru á sjóinn þegar gaf á
sjó og fóru að raka þegar veður
var gott. Menn voru á valdi veðr-
anna en ekki á valdi tímans. Síð-
an kom Ameríkaninn og þá kom
tíminn. Ameríkaninn gerði þá
mestu byltingu sem orðið hefur á
Íslandi og reyndar hefur engin
bylting orðið hér á landi nema
ameríska byltingin. Ameríkanar
gerðu gífurlega mikið gagn en
það hefur ekki verið athugað að
ráði vegna þess að ofstækið hefur
verið svo mikið bæði til hægri og
vinstri. Ég var alltaf hlutlaus og
ekki haldinn ofstæki gegn Am-
eríku eða Rússum.“
Hvernig finnst þér andrúms-
loftið vera í heiminum?
„Andrúmsloftið í heiminum er
ruglingslegt. Þjóðirnar átta sig
ekki vel á því sem er að gerast.
Nú hagar öðruvísi til en þegar ég
var ungur, þá héldu menn að þeir
væru að átta sig á því sem var
að gerast því heiminum var skipt
í tvennt, í kapítalisma, og komm-
únisma. Þegar kommúnisminn
hvarf þá taldi auðvaldið sig hafa
sigrað og réðst fram. En af því
að auðvaldið var orðið frjálst þá
varð það ráðlaust og kollkeyrði
sig. Frelsið sem auðvaldið skapaði
endaði í upplausn og leiddi af sér
þann vanda sem við lifum við
núna. Þannig að fall kommúnist-
ans er jafnvel meiri harmleikur
fyrir auðvaldið en kommúnismann
sjálfan. Lærdómurinn af þessu er
sá að maður verður að vara sig á
því að fella ekki óvininn.“
Hef aldrei trúað á neitt
Amman í bókinni þinni heldur
fram kristnum gildum og sálma-
söng. Hvaða viðhorf hefur þú til
trúarinnar?
„Fyrst kom kirkjutrúin en
henni hnignaði og hvarf síðan að
miklu leyti sem vald enda kom
hún ekki með neinar lífrænar
hugmyndir. Svo var farið að
benda á konuna sem allsherj-
arlausn og konurnar urðu prestar
en þær hafa ekkert annað að
segja annað en: Komið og syngið
við kertaljós! En maðurinn lifir
ekki á því að syngja við kerta-
ljós.“
Hefur þú einhvern tímann trú-
að á eitthvað?
„Nei, ég hef aldrei trúað á
neitt. Ég hef helst treyst sjálfum
mér og öðrum stöku sinnum.
Maður getur ekki treyst öðrum
algjörlega. Hið algjöra er mjög
fjarlægt mér og ég treysti sjálf-
um mér heldur ekki algjörlega.
Að skrifa skáldsögu er hið eina
frjálsa framtak sem til er. Þar
verður maður að treysta sjálfum
sér. Maður er bara einn í sínum
bókum. Sumir eru reyndar svo
hamingjusamir, eins og Tolstoj,
að hafa konuna sína sem leið-
réttir og skrifar upp og Dostój-
evskí hafði meira að segja tvær.
Ég vann alltaf fyrir mér og bjóst
aldrei við að fá neitt fyrir þær
bækur sem ég skrifaði. Það að
skrifa var bara í mér.“
Skrifarðu reglulega?
„Já, ég skrifa á hverjum degi.
Það er í mínu eðli.“
Þú sagðist fyrr í þessu viðtali
ekki trúa á neitt, en mig langar
samt til að spyrja hvort þú trúir
á innblástur.
„Innblástur er þannig að eitt-
hvað er að veltast um í huganum
og brýst svo fram svipað og
draumar. Þegar ég var ungur
dreymdi mig eitthvað og ætlaði
að skrifa það niður og nýta mér
en sá svo að það sem mig hafði
dreymt var bara vitleysa. Það
hefur mikið verið gert af því að
gylla innblástur hjá listamönnum,
eins og engir aðrir fái innblástur
en þeir. Á tímabili skiptu lista-
menn svipuðu máli og prestar áð-
ur fyrr, ef rithöfundur sagði eitt-
hvað fannst fólki að það hlyti að
vera satt. En auðvitað fá allir
menn hugmyndir og hugsa stund-
um meira en venjulega og dettur
þá eitthvað snjallt í hug.“
IKEA-andinn
Lestu bækur kollega þinna?
„Ég reyni að fylgjast með því
sem þeir eru að gera. Fljótt á lit-
ið finnst mér þetta vera eins kon-
ar IKEA. Það er enginn sem
sker sig verulega úr, nema með
aðstoð auglýsinga. Ég hafði þann
gífurlega kost að hafa ekkert á
bak við mig, enga fjölskyldu, eng-
an flokk. Ég varð bara að lifa
eða deyja með sjálfum mér.
IKEA-andinn er mjög ríkjandi í
þjóðfélaginu. Borgarstjórinn er til
dæmis IKEA-maður sem tók við
af Jóni Gnarr sem sagði íslenska
fyndni af sömu tegund og iðn-
aðarmenn höfðu. Íslenskir iðn-
aðarmenn höfðu íslenskt kjaftavit
en þeim var haldið niðri en
kjaftavit Jóns Gnarr var magnað
upp með auglýsingum og hann
lifði á því. Síðan kemur IKEA-
maðurinn, Dagur, og stærir sig af
Hverfisgötunni sem er orðin
IKEA-gata þar sem allt er
snyrtilega dautt.“
Dvelurðu mikið í útlöndum?
„Ég fer til reglulega til útlanda
til að fylgjst með ljóðlistinni
vegna þess að ég vil ekki missa
tökin á því sem ég reyndi að ná
sem ungur maður. Ég fer ekki til
Skandinavíu. Ég hef aldrei farið
til Skandinavíu vegna þess að
þegar ég var ungur var of dýrt
að vera þar. Ég fékk ekki náms-
lán vegna þess að ég var ekki
stúdent svo ég varð að bjarga
mér sjálfur. Það gat ég ekki gert
í Skandinavíu nema með því að
koma mér á sósíalinn og fara svo
til Kristjaníu og reykja hass og
koma svo heim og fá dýrðarljóma
yfir mig vegna þess að ég hefði
verið í hassi. Ég vildi ekki fara
svo aumingjalega leið. Það eru
menn hér á landi sem lifa á því
að hafa verið rónar eða eitur-
lyfjassjúklingar. Í blöðum er lát-
laus upphafning aumingjans, sem
kemur í staðinn fyrir upphafningu
á dugnaðarforkinum, konum og
körlum, sem var svo rík hér áður
fyrr. Þá var karlinn á sjónum og
konan var heima og réð öllu.
Kvennavaldið hér hefur alltaf ver-
ið algjört.“
Hvað finnst þér um fem-
ínismann?
„Femínisminn er viss trúar-
brögð en femínistarnir vita ekki
alveg hvað þær eiga að gera því
þær eru ekki nægilega andlega
frjóar. Hér á landi höfum við
hvorki trúarleiðtoga né stjórn-
málaleiðtoga og enga stjórnmála-
hugsun og enginn þorir að segja
neitt vegna þess að fólk er hrætt.
Við hvað er fólk hrætt? Það er
hrætt við bóndann. Í germönskum
samfélögum borðuðu þrælarnir
með bóndanum en bóndinn borð-
aði góða matinn og þrælarnir
vonda matinn. Þannig gat bóndinn
mótað allt hugarfar þeirra sem
sátu með honum til borðs. Ennþá
býr í okkur hræðsla við bóndann,
en bóndasamfélagið hefur ekkert
fram að færa.“
Finnurðu fyrir aldrinum?
„Ég finn ekki fyrir aldrinum
vegna þess að ég er ómeðvitaður.
Það besta sem getur komið fyrir
listamann er að vera ómeðvitaður
um að hann sé listamaður. Engu
að síður leggur hann sig allan
fram við það að kynnast eins
miklu og mögulegt er alls staðar
og nýta allt í sjálfum sér og öðr-
um ef hann hefur tök á því. Mað-
ur sem er of meðvitaður um það
að hann sé listamaður lendir í
miklum vanda. Það er nefnilega
allt afskaplega óöruggt í þessari
skapandi lygi sem listamaðurinn
lifir í.“
„Ég finn ekki fyrir aldr-
inum vegna þess að ég
er ómeðvitaður,“ segir
Guðbergur Bergsson.
Hið algjöra er mjög
fjarlægt mér
GUÐBERGUR BERGSSON SENDIR FRÁ SÉR NÝJA SKÁLDSÖGU. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM
AMERÍSKU BYLTINGUNA, IKEA-ANDANN SEM HONUM FINNST OF RÍKJANDI OG MIKILVÆGI
ÞESS AÐ LISTAMAÐUR SÉ ÓMEÐVITAÐUR. TRÚ OG INNBLÁSTUR BERAST EINNIG Í TAL.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* Ég hef helst treyst sjálfum mér ogöðrum stöku sinnum. Maður geturekki treyst öðrum algjörlega. Hið algjörlega
er mjög fjarlægt mér og ég treysti sjálfum
mér heldur ekki algjörlega. Að skrifa skáld-
sögu er hið eina frjálsa framtak sem til er.
Þar verður maður að treysta sjálfum sér.
Maður er bara einn í sínum bókum.
Svipmynd