Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 30
Þ órdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, segist elska að fá góðan mat hvort sem er hjá fjölskyldunni, vinum, á veitingastöðum eða annars staðar en sjálfri þykir henni skemmti- legra að baka. „Ég hef alltaf gert frekar mikið af því að baka. Þegar ég var í grunnskóla og eldri bróðir minn bjó ennþá heima þótti honum ekki leiðinlegt að ég hefði þörf fyrir að baka u.þ.b. þrjá virka daga í viku,“ segir Þórdís Kolbrún sem er mikill sælkeri. „Í fæðingarorlofinu mínu bakaði ég mikið og fannst það dásamlegur partur af því að njóta rólegs hversdagslífsins með Marvin Gylfa. Hann virðist líka elska deig jafn mikið og móðir hans en deig er stundum betra en kakan sjálf, til dæmis jógúrtkökudeig.“ Þórdís býr með manni sínum Hjalta og syni þeirra Marvin Gylfa í Garðabænum og líkar vel en hún er þó fædd og uppalin Skagamær. Ásamt því að starfa sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins er Þórdís Kol- brún lögfræðingur að mennt og kennir aðeins í lagadeild HR. Hún segir að störfin hennar séu áhugamálin hennar og það sé bæði skemmtilegt og ákveðinn lúxus. „Að öðru leyti snýst líf mitt að mestu um að fylgjast með tveggja ára syni mínum upp- götva lífið á mjög jákvæðan hátt. Hann talar mikið og það er kostulegt að hlusta á svona lítinn kropp með risastórt hjarta segja svona margt fyndið.“ Þórdís Kolbrún heldur iðulega matarboð en þá er það frekar Hjalti sem tekur í sleifina. „Mér finnst yndislegt að fá fólk í mat, hvort sem það er matarboð með rauðvíni og rólegheitum eða sódavatni og krakkaskara. Hjalti eldar oftar matinn fyr- ir matarboð og hefur mjög gaman af því að krukka í uppskriftum og prófa eitthvað nýtt. Ég sé alltaf um eftirréttinn og bíð stundum spennt eftir því að borða hann hálfan daginn,“ segir Þórdís Kolbrún. „Brunch er samt uppáhaldsmáltíðin mín og ég býð fólkinu mínu mjög reglulega í brunch. Þar er allt í einni máltíð einhvern veginn og það er dásamlegt. Annars finnst mér almennt notalegt að fá fólk í heimsókn og vil að fólki líði vel heima hjá mér, hvort sem það er í metnaðarfullu matarboði (eða metnaðarlausu, ég held líka svoleiðis), morgunverði eða bara kaffi með súkku- laðiköku. Að borða súkkulaðiköku er nefnilega hluti af tilgangi lífsins,“ segir hún og hlær. Morgunblaðið/Golli Þórdís Kolbrún gefur uppskrift að indverskum rétti og dásamlegum eftirrétti sem slegið hefur í gegn. HAFÐI ÞÖRF FYRIR AÐ BAKA ÞRISVAR Í VIKU Á YNGRI ÁRUM Súkkulaði hluti af tilgangi lífsins STUNDUM ER KÖKUDEIGIÐ BETRA EN KAKAN SJÁLF SEGIR ÞÓRDÍS KOLBRÚN SEM NÝTUR ÞESS AÐ BAKA. HENNI FINNST GAMAN AÐ BJÓÐA VINUM OG VANDAMÖNNUM Í MAT OG VILL AÐ ÖLLUM LÍÐI EINS OG ÞEIR SÉU HEIMA HJÁ SÉR ÞEGAR HÚN BÝÐUR HEIM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Matur og drykkir … Og giskaðu nú! Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Ernir *Íslendingar eru farnir að taka upp á ýmsum siðumsem tíðkast í Bandaríkjunum, þar á meðalhrekkjavöku. Óvænt teiti fyrir verðandi mæðureða „babyshower“ hafa einnig verið að ryðja sértil rúms en í slíkum boðum er gjarnan farið í allskyns leiki sem tengjast móðurhlutverkinu á ein-hvern hátt. Einn þeirra gengur út á að leggja sér barnamat til munns og reyna að giska á um hvers- konar bragðtegund sé að ræða. Já, allt er nú til! 4-5 gul eða græn epli 200 g sykur 200 g hveiti 200 g brætt smjör Aðferð Eplin skræld og skorin í litla bita (aðeins minni en munnbita) og velt upp úr kanilsykri (ég set epli í glær- an poka og kanilsykur út í og hristi pokann og blanda þannig – fljótlegra). Eplin sett í smurt, eldfast mót og deigið ofan á. Deigið er hveiti, sykur og smjör sem þú hrærir saman með sleif og setur svo yfir eplin. Best að fletja út í lófanum og leggja yfir eplin. Ofan á þetta fer svo ein plata af söxuðu suðusúkkulaði. Haft í ofni í 45 mín. við 160° hita og þetta er best með vanilluís (mér finnst Bónus vanilluísinn bestur því hann er ekki alveg jafn sætur). Þetta er dásamlegra en það hljómar, ég á vini sem borða ekki bökuð epli en hakka þetta í sig. Indverskur kjúklinga- réttur með kasjúhnetum 600 grömm kjúklingabringur (eða lundir) 1 stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar dass fínrifið engifer (eftir smekk) chilli eftir smekk, smátt skorið 3-4 hökkuð hvítlauksrif í hvítlauksmauk 1 krukka Korma-sósa (það er auðvitað metnaður að gera hana frá grunni en ég nenni því ekki sjálf) 2 dl kókosmjólk ristaðar kasjúhnetur á pönnu, salta þær aðeins Aðferð Kjúklingurinn kryddaður með salti, pipar, ga- ram masala, cayenne-pipar, smá kúmen og öðru kryddi eftir smekk. Á miðlungsheita pönnu fer slatti af olíu, laukur, chilli, engifer og hvítlaukur og það steikt í smá- stund. Kjúklingakjötið er svo sett á pönnuna og þetta steikt í u.þ.b. sjö mínútur. Þá er sósan og kókósmjólkin sett út í og látið malla í u.þ.b. 10 mínútur. Gott er að hræra af og til í pönnunni á meðan. Yfir réttinn fara svo kasjúhnetur og steinselja. Með réttinum hef ég nan- brauð – mér finnst nan brauðið á Hraðlestinni það besta sem ég fæ og því er það sótt þangað til að fullkomna réttinn. Eplagott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.