Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 42
R eykvíkingurinn Edda Hamar flutti fyrst frá Ís- landi fimm ára gömul og ferðaðist í þrjú ár ásamt móður sinni á snekkju umhverfis hnöttinn og enduðu þær mæðgur í Ástralíu. Árið 2000 fluttu þær síðan al- farið til Ástralíu en þá var Edda ellefu ára gömul. Edda segist vera Ástrali en þykir þó gott að koma reglulega í heimsókn til íslands og tengir vel við íslenskan húmor og menningu. Edda er útskrifuð með meistara- gráðu í viðskipta- og markaðsfræði við háskólann í Brisbane en hún stundaði líka nám í skapandi iðnaði í tengslum við framleiðslu sjón- varpsefnis. Hún rekur nú fyrirtækið Und- ress Runways sem snýr að því að vekja athygli og fræða almenning um hugtakið sjálfbær tíska. Edda segir fyrirtækið stuðla að því koma jákvæðum skilaboðum í fataiðn- aðinum á framfæri, frekar en að kynna nýjustu tískustraumana. Leggur áherslu á jákvæðar sögur úr fataiðnaðinum „Á síðasta árinu mínu í BA nám- inu, árið 2010, langaði mig að halda einhverskonar viðburð eða tísku- sýningu. Ég hafði aldrei áður farið á tískusýningu eða gert neitt því um líkt. Þetta var svolítið skrýtið en að sjálfsögðu gaman. Ég sá tækifæri í tískusýningum og lang- aði að gera meira heldur en bara að sýna föt sem væru sæt og fín. Mig langaði að sýna föt sem segðu jákvæða sögu með því að upplýsa hvaðan varan kom, hvernig hún væri gerð og úr hverju. Föt sem unnin eru við mann- úðlegar aðstæður og að þá sé einn- ig tekið tillit til umhverfisins,“ seg- ir Edda og bætir við að öll fötin á sýningunni hafi verið ýmist úr líf- rænum eða endurunnum efnum. Undress Runways samanstendur af tæplega 40 sjálfboðaliðum sem hjálpa til við að undirbúa sýn- inguna. Allt frá því að finna hönn- uði, ráða fyrirsætur, vinna að sviðsmynd, hári og förðun, mark- aðssetningu og fleiru. Undress Runways er einnar kvöldstundar viðburður þar sem haldnar eru fjórar sýningar í fjór- um flokkum. Hönnuðirnir hafa ver- ið um 30 talsins og eru ýmist frá Ástralíu, Nýja Sjálandi eða Banda- ríkjunum. Undress byrjaði í Bris- bane en hefur fært út kvíarnar frá því að það var stofnað árið 2011 og var í ár haldið í tveimur öðrum borgum, Melbourne og Gold Coast. „Undress Runways vinnur að því að tengja sig við hönnuði um víða veröld sem eru gera réttu hlutina í tískuheiminum. Hönnuði sem hanna línur sem eru sjálfbærar og framleiða fatnaðinn á siðrænan máta,“ útskýrir Edda. Internetið breytti umræðunni Edda segir gífurlega vitundarvakn- ingu hafa orðið á stuttum tíma varðandi sjálfbæra tísku. „Þegar við byrjuðum var upplýs- ingaflæði sjálfbærrar hönnunar gríðarlega takmarkað, meira að segja á internetinu. Þá voru fimm hönnuðir í Brisbane að vinna að sjálfbærri hönnun en þeim hefur fjölgað núna svo um munar. Það hefur einnig áhrif hve marg- ar stórstjörnur hafa talað um sjálf- bæra tísku og sérstaklega núna, einnig í sambandi við loftslags- breytingar, er fólk farið að hugsa um meira en að slökkva á ljósunum og skrúfa fyrir vatnið.“ Edda bætir við að með internetinu gefist fólki í EFTIRSPURNIN EYKUR FRAMLEIÐSLUNA Sá tækifæri í tískusýningum EDDA HAMAR HEFUR BÚIÐ MEIRI HLUTA ÆVINNAR Í ÁSTRALÍU. ÁRIÐ 2011 STOFNAÐI HÚN FYRIRTÆKIÐ UNDRESS RUNWAYS SEM SNÝR AÐ ÞVÍ AÐ FRÆÐA ALMENNING UM SJÁLFBÆRA TÍSKU OG MIKILVÆGI SIÐRÆNNAR FRAMLEIÐSLU Á FATNAÐI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Gríðarlegur fjöldi mætti á sýninguna eða um 800 manns. 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 Tíska Edda stofnaði Un- dress Runway árið 2011 en það hefur vaxið hratt síðan. Edda Hamar segir fyrir- tæki sitt Undress Runways stuðla að því koma já- kvæðum skilaboðum í fataiðnaðinum á framfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.