Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 D ýralæknafélag Íslands (DÍ) fagnar áttatíu ára afmæli sínu á þessu ári og af því tilefni fór stjórn félagsins að velta fyrir sér stöðu dýralækninga í samtímanum. Fyrir hvað stendur starfið og hvernig upplifir almenn- ingur það? Niðurstaðan varð sú að auka þyrfti sýnileika dýralækna og á komandi mánuðum mun DÍ standa fyrir veglegri kynningu á störfum dýralækna, meðal annars með útgáfu bæklings, undir yf- irskriftinni Dýralæknar bæta líf og líðan, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytileika starfsins og mikilvægi þess fyrir þjóð- arhag. Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður DÍ, og Charlotta Oddsdóttir stjórnarmaður, segja ímynd dýralækna einsleita og þröngt markaða í hugum fólks og fyrir vikið sé brýn þörf á að kynna störf þeirra á breiðum grundvelli. „Það hefur orðið mikil breyting á þjóðfélagsgerðinni,“ segir Guð- björg. „Hér áður fóru flest börn í sveit á sumrin, þar sem þau kynntust dýrum og dýralæknum þar með. Í dag er til fullt af börnum sem aldrei hafa séð lifandi hænu.“ Hún brosir. Þetta er í fyrsta skipti sem Dýralækna- félagið ræðst í markvisst kynningarátak. Guðbjörg segir það hafa verið á dagskrá í tvo áratugi eða svo en aldrei komist í framkvæmd fyrr en nú á þessum tíma- mótum. Stofnfélagar voru sex Sex dýralæknar stofnuðu félagið fyrir áttatíu árum. „Dýralæknar höfðu starfað hér áður en þegar þeir voru orðnir sex þótti fyrst messufært,“ segir Guðbjörg. Þetta mun hafa verið einsleitur hópur karla sem gengu í sömu störfin. Hver hafði sitt hérað, þar sem þeir önnuðust heilbrigði skepna, almennt eftirlit, gæða- eftirlit með kjöti og þar fram eftir göt- unum. Í dag eru félagsmenn 131 og störfin orðin mun sérhæfðari. Nýi kynningarbækl- ingurinn ber því glöggt vitni. Þar er rætt við dýralækna á mismunandi starfssviðum, svo sem hestadýralækni, gæludýralækni, héraðsdýralækni, nautgripadýralækni, sótt- varnadýralækni, yfirdýralækni, fiskeld- isdýralækni og dýralækni sem jafnframt er meinafræðingur. Eftirlit og þjónusta við dýraeigendur voru endanlega aðskilin hér á landi árið 2011 þegar evrópska matvælalöggjöfin var tekin upp á Íslandi. Enginn dýralæknir gegnir sumsé hvoru tveggja lengur sem leiðir eðli málsins samkvæmt til enn frek- ari sérhæfingar. Guðbjörg og Charlotta benda á að að- eins hluti dýralækna vinni hjá hinu op- inbera, margir starfi í einkageiranum, hjá fyrirtækjum af ýmsu tagi og sinni fjöl- breyttum verkefnum. Flestir ef ekki allir hefja nám í dýra- lækningum vegna áhuga og umhyggju fyr- ir dýrum og algengt er að dýralæknar eigi til dæmis bakgrunn í hestamennsku. Námið, sem tekur í það minnsta sex ár, er á hinn bóginn víðfeðmt og fjölbreytt og Guðbjörg og Charlotta segja áhuga margra beinast í nýjan farveg meðan á námi stendur og þeir fari síðan að vinna við eitthvað allt annað innan fagsins en stefnt var að í upphafi. „Ekki vegna þess að þeir séu tilneyddir, heldur vegna þess að þeir hafa fengið áhuga á einhverju öðru, til dæmis matvælafræði eða sýkla- fræði,“ segir Charlotta og bætir við að einungis hluti dýralækna vinni við lækn- ingar veikra dýra. Meirihlutinn konur Athygli vekur að megnið af viðmælend- unum í bæklingnum er konur enda hefur þeim fjölgað hratt í stéttinni, ekki síst síðasta áratuginn. Þær eru nú í meiri- hluta, af 131 félagsmanni í DÍ í dag eru 87 konur, það eru 66%. Charlotta Oddsdóttir, stjórnar- maður, og Guðbjörg Þorvarðar- dóttir, formaður Dýralæknafélags Ís- lands, segja starf dýralæknisins afar fjölbreytt og sérhæfingu mikla. Morgunblaðið/Ómar Stigið út úr staðalmyndinni STÖRF DÝRALÆKNA FELAST EKKI AÐEINS Í ÞVÍ AÐ SINNA VEIKUM DÝRUM, HAFA EFTIRLIT MEÐ HEILBRIGÐI BÚFJÁR OG SINNA FORVÖRNUM. ÞEIR GERA ÓTALMARGT FLEIRA. GEGNA TIL DÆMIS MIKILVÆGU HLUTVERKI VIÐ NEYTENDAVERND OG HEILSUGÆSLU ALMENNINGS, TAKA ÞÁTT Í VERNDUN UMHVERFIS OG EFLINGU ÞJÓÐARHAGS. KONUM HEFUR FJÖLGAÐ GRÍÐARLEGA Í STÉTTINNI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.