Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 49
ég vildi, en ég bara missti áhugann. Ég hefði auðvitað átt að fara út og hreyfa mig en í staðinn hékk ég heima í tölvunni. Ég varð fljótt hálfþunglyndur af að takast á við þetta. Ég var í ótrúlega góðu formi, var í góðum skóla, var í handbolta og það gekk allt ótrú- lega vel hjá mér. Svo var það bara allt farið á svipstundu.“ Guðjón missti samband við mikið af vinum sínum og lokaði sig af heima í tölvunni. Hann eignaðist nýja vini í tölvuheiminum þegar hann hóf að spila vinsælan leik á þeim tíma, Counter Strike. „Þegar ég losnaði úr vestinu hætti ég í Versló. Ég fór í Tækni- skólann sem þá hét Iðnskólinn, á tölvubraut og byrjaði að djamma.“ Dagneysla undir lokin Guðjón prófaði á þessum tíma fíkniefni og byrjaði einnig að spila póker. „Ég tók námið ekkert rosalega alvarlega. Ég fór bara að djamma mjög mikið og spila. Ég hélst samt alltaf í skóla. Fljótlega hætti ég í Iðnskól- anum og fór í Fjölbrautaskólann í Ármúla á nuddbraut. En þar var áfram sama sagan og undir lokin var ég kominn í dagneyslu,“ segir Guðjón sem sökk djúpt bæði í eiturlyfjafíkn og spilafíkn. „Ég fór í meðferð 22 ára gamall, einfaldlega því ég var kominn með nóg og hélst edrú í tæp þrjú ár. Undanfarin tvö ár hef ég síðan verið að berjast við fíknina. Þetta er búið að vera mjög erfitt.“ Frá því að slysið átti sér stað hefur Guð- jón átt góða tíma og slæma tíma. Neysla hans og fíkn þróaðist hratt og segir hann sig alltaf hafa fundið nýjan og nýjan botn. Hann hefur þó ávallt staðið sína plikt í vinnu og kallar hann sig „fúnkerandi fíkil“. Reyndi að fyrirfara sér Guðjón fór síðast í meðferð í febrúar á þessu ári en féll eftir mánuð. Hinn 1. ágúst á þessu ári ákvað Guðjón að hann vildi binda enda á líf sitt. „Ég lét mig bara hverfa. Ég fór út á Granda og eyddi heilum degi þar. Ég ætlaði bara að henda mér í sjóinn. Eftir það var ég í mjög vernduðu umhverfi og sótti mína fundi. Hins vegar datt ég aftur í það og fór loks inn á geðdeild í lok ágúst. Ég bara gat ekki meira. Ég var bara hræddur við sjálfan mig. Ég var ekki með neinn stoppara, ef ég ákvað að detta í það þá gerði ég það bara. Ég náði ekki að sannfæra sjálfan mig um að það væri slæm hugmynd,“ segir Guðjón. „En þarna gerðist reyndar það besta sem hefur komið fyrir mig í langan tíma, ég var greindur með kvíða og er sagður hafa verið kvíðinn líklega frá því að að ég var lítill. Kvíðinn hafi síðan aukist eftir slysið. Ég fór á kvíðalyf og hef verið miklu betri síðan.“ Fram að þessu hafi hann verið með óútskýr- anlega ólgu innra með sér, hnút í maganum, sem hann hafði enga skýringu á sjálfur fyrr en nú. Ræddu slysið aldrei Krakkarnir sem upplifðu slysið þessa ör- lagaríku nótt ræddu það aldrei sín á milli. Eins voru farþegarnir tveir ekki meðvitaðir um örlög Guðjóns eftir að hann var fluttur með sjúkrabíl af slysstað. „Ég hef einhvern veginn aldrei almennilega tekist á við þetta. Í rauninni veit ég ekki hversu mikil áhrif slysið hefur haft á mig,“ segir Guðjón sem segir það eflaust skrítið í sjálfu sér að hafa aldrei rætt slysið, sér í lagi við vin sinn sem sat undir stýri. Nauðsynlegt er að ræða saman þegar áfall á sér stað til að ná bata og komast yfir það. „Jú, mig hefur alveg langað til að tala um þetta við hann. Ég veit bara hvað honum leið illa á sínum tíma og hann var ekki mikið fyrir að ræða þetta, svo það fjaraði bara út. Nú eru liðin 10 ár síðan og manni finnst það langur tími.“ Í dag vinnur Guðjón í sínum málum með góðu fólki og sér fram á betri tíma. „Ég á góða fjölskyldu og foreldra sem hafa alltaf staðið með mér í gegnum þetta allt saman. Ég á líka góða kærustu, sem stendur við bakið á mér. Þau vita hvaða mann ég hef að geyma, ég í neyslu og ég edrú er ekki sami maðurinn. Ég er þó ennþá svolítið brothætt- ur en það hjálpar að tala um þetta,“ segir Guðjón að lokum.Morgunblaðið/Golli * Ég var í ótrúlegagóðu formi, var ígóðum skóla, var í handbolta og það gekk allt ótrúlega vel hjá mér. Svo var það bara allt farið á svipstundu. Slysið gerðist á veginum á leið frá golfskálanum á Seltjarnarnesi. 30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.