Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 13
Bærinn Ölkelda í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi lætur ekki mikið yfir sér en þar er þó að finna merkilegt fyrirbæri, eins og á nokkrum öðrum stöðum, sem vert er að skoða: Lind þar sem upp sprettur kolsýrt vatn. Rör stendur upp úr jörðinni, hægt er að skrúfa frá og ná sér í kaldan svaladrykk sem sannarlega bragð- ast öðruvísi en hefðbundið vatn. Eggert Ólafsson skoðaði kelduna 1754 og í ferðabók þeirra Bjarna Pálssonar frá 1772 er ölkeldunum á Snæfellsnesi lýst sem uppsprettum „sem eru auðugar af málmsöltum og með bragðmiklu vatni“. Nokkrar slíkar eru á nesinu en líka á Ölkeldu- hálsi í Henglinum og við Leirá í Borgarfirði Nefna má að kalk er margfalt í öl- kelduvatni samanborið við venjulegt vatn sem og kalíum, natríum og járn, einnig flúor, klór og súlfat. Árið 1972 efnagreindu þýskir vís- indamenn allar þekktar ölkeldur á Íslandi og fullyrtu m.a. að krans- æðasjúklingar geti nýtt sér kalkríkt ölkelduvatn til lækninga, einnig nýrnasjúklingar. Á skilti við Ölkeldu segir að vatnið hafi verið nýtt til drykkjar um aldir á bænum. STAÐARSVEIT „Sódavatn“ beint upp úr jörðinni Einstaka túristar koma við hjá Ölkeldu og fá sér að smakka Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson hönd á jólaundirbúning, pakkar inn gjöfum og þess háttar. „Við opnum heimili okkar og vinnustofu. Hing- að koma margir þessar helgar á aðventunni, sumir til að kaupa en aðrir bara til að kíkja inn og spjalla. Það eru allir velkomnir,“ segir Aðalheiður. „Fólki finnst voða notalegt að fara aðeins út í sveit úr jólastressinu. Það er ekki nema fimmtán mínútur verið að keyra hingað úr miðbænum á Ak- ureyri og tíu mínútur frá bæjar- mörkunum.“ Aðalheiður og Jón eru bæði þekktir listamenn, hún ekki síst fyrir stóru tréverkin en hann ein- beitir sér aftur á móti að hinu smá- gerða. Brák dóttir þeirra fetar nú fyrstu sporin eftir listabrautinni en Arnar Ómarsson, sonur Aðalheiðar, er útskrifaður frá listaháskóla í London. Öll verða þau heima til að taka á móti gestum. Á Þorláksmessu verða tíu ár síð- an fjölskyldan flutti endanlega inn í Freyjulund. Hálft ár hafði tekið að gera húsið íbúðarhæft með mik- illi vinnu. Fyrir nokkrum misserum keypti Aðalheiður annað félags- heimili; Alþýðuhúsið á Siglufirði, sínum gamla heimabæ, og er þar líka með vinnustofu því Freyju- lundur var í raun orðinn of lítill. „Fjölskyldan veit af reynslu að það tekur hálft ár að gera upp gamalt félagsheimili!“ segir Alla og hlær. Marga vinalega timburmenn, og dýr, má finna í vinnustofu Aðalheiðar. Fyrsti jólakötturinn, anno 2000, til vinstri, og sá sem varð til fyrir þessi jól. 30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Daníel Jakobsson, fv. bæjarstjóri á Ísafirði, lagði til að skoðaðir yrðu kostir þess og gallar að hækka há- markshraða í Pollgötu og Krók í allt að 50 km á klst. Skipulags- og mannvirkjanefnd mælir ekki með því. Hraðinn verði ekki aukinn Byggðaráð Rangárþings eystra hefur samþykkt tillögu starfshóps um styrk til uppsetningar og uppfærslu há- hraða-internets í dreifbýli. Til þess mun sveitarsjóður verja allt að þremur milljónum króna á næsta ári. Hraðinn verður aukinn Ágæti nágranni í Teigahverfi og Sigtúni Íslandshótel minna á áðursent bréf dagsett 10. nóvember vegna kynningar á framkvæmdum í Sigtúni 38 og 40. Við vonum að þú þiggir boðið á morgun mánudaginn 1. desember á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, kl. 17:00. Starfsmenn veitingastaðarins Frið- riks V við Laugaveg í Reykjavík eiga sér mismunandi bakgrunn; þar starfar að sjálfsögðu mat- reiðslumeistari – Friðrik V. Karls- son sjálfur, einn er nemi í grafískri hönnun, annar að læra hús- gagnasmíði og sá þriðji forn- leifafræði, svo dæmi séu nefnd. Konan, Arnrún Magnúsdóttir, er leikskólakennari. Nú fá allir að njóta sín utan eldhúss og veit- ingasalar því sett verður upp sýn- ing á listaverkum starfsmanna, og ágóðinn af sölu gefinn til góðs mál- efnis. „Við höldum fimm sýningar á hverju ári, tengdar árstíðunum; vori, sumri, hausti og vetri, auk einnar um jólin. Byrjuðum á þessu þegar við vorum með staðinn við Strandgötu á Akureyri en hættum reyndar þegar við fórum í Listagil- ið; fannst þá ekki passa að við værum að stíga á fætur vina okkar þar með því að sýna listaverk en byrjuðum á þessu aftur þegar við opnuðum í Reykjavík,“ segir Frið- rik við Morgunblaðið. „Hugmyndin að því að starfs- fólkið héldi sjálft sýningu kviknaði á árshátíðinni hjá okkur í vor og við ákváðum að halda jólasýn- inguna. Ákveðið var að þemað yrði jólatré og að verkin mættu ekki vera stærri en 30 sinnum 40 cm.“ Sýningin verður opnuð á sunnu- daginn, þegar starfsfólkið hengir verkin sín upp saman. „Ég hef ekki séð öll verkin þannig að ég bíð spenntur. Verkið sem ég gerði er vínkassi sem ég skar til og mál- aði, Adda er með útsaumsverk, einn er að vinna koparverk og ann- ar í tré.“ Sýningin stendur yfir þar til í janúar og eru öll verkin til sölu. Staðurinn er alltaf lokaður frá því rétt fyrir áramót og fram í miðjan janúar. „Við opnum aftur 15. jan- úar að þessu sinni. Á bóndadaginn munum við svo afhenda peninga sem safnast – ef eitthvað selst! – til einhvers góðs málefnis og við Adda erum búin að ákveða að fyr- irtækið leggur til sömu upphæð og safnast,“ segir Friðrik V. Karlsson. REYKJAVÍK Lystaukandi listaverk STARFSMENN FRIÐRIKS FIMMTA ERU EKKI BARA HANDLAGNIR Í ELDHÚSINU OG VEITINGASALNUM. Tvö verkanna sem verða til sýnis og sölu á veitingastaðnum Friðriki V. Axel Friðriksson, Friðrik V, Arndís Ásta Kolbeins og Arnrún Magnúsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.