Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 36
Græjur
og tækni
Notendum iOS 8 fjölgar
*Það hefur tekið langan tíma en nú eru nærri tveir þriðju notenda Apple búnirað uppfæra í iOS 8.0/8.1. Hefur notendum fjölgað um átta prósentustig frásíðasta mánuði. Þegar iOS 7 reis hæst voru 78% notenda iPhone og iPad meðstýrikerfið. Ástæðan fyrir því að margir fresta því að uppfæra stýrikerfið í tæk-inu sínu er ekki síst sú að uppfærslan krefst þess að það séu á milli 4,7 og 6,9GB laus en sumir símar eru aðeins með 16 GB til að byrja með. Því þurfasumir að eyða út myndum og öppum til þess að gera þetta. Hægt er að forð-
ast þetta vandamál með því að uppfæra símann í gegnum iTunes á tölvu en
margir notendur tengja ekki lengur símann eða spjaldtölvuna við tölvu.
Með skemmtilegustu fartölvum sem éghef fengið í hendurnar eru Yoga-tölvurnar frá kínverska tæknirisanum
Lenovo. Þær hafa skarað framúr í
hönnun og verið einkar fjölhæfar og
meðfærilegar og þó þær hafi ekki
verið ýkja öflugar hafa þær þó skilað
kappnógum krafti fyrir alla almenna
vinnslu.
Þó ég nefni Yoga-tölvurnar frá Lenovo
fartölvur þá eru
þær jafnan mark-
aðssettar sem fis-
tölvur, Ultrabooks,
en það er skilgreining
úr smiðju Intel yfir
vélar sem eru tæknilega
fullkomnar en þó nettar
og fara sparlega með raf-
magn.
Ofangreint á og vel við Yoga-
línuna, fyrsta vélin sem ég prófaði
var IdeaPad Yoga 13 fyrir hálfum þremur árum og var bæði
létt og meðfærileg og sló rækilega í gegn vestan hafs; mark-
aðsfræðingar nefna hana sem snaran þátt í þvi að Lenovo
náði 40% markaðshlutdeild á ódýrum Windows-fartölvum.
Fleiri vélar fylgdu í kjölfarið, Yoga 11, sem varð reyndar
ekki vinsæl, enda keyrði hún Windows RT, Yoga 11S, Yoga 2
Pro og svo nýjasta græjan, Yoga 3 Pro sem kynnt var í
haust.
Þó hönnuðir Lenovo séu alla jafna snjallir þá finnst mér
Yoga 3 Pro venju fremur glæsileg vél, næfurþunn, ekki
nema 13 millimetrar, og fislétt með frábærum 13" skjá. Vélin
er fáanleg, eða verður fáanleg í það minnsta, gyllt, silfruð og
appelsínugul - svart er rækilega dottið úr tísku og nú verða
allar far- og fistölvur litríkar.
Lyklaborðið á vélinni er þægilegt þó hnapparnir standi
ekki nema rétt uppúr lyklaborðinu, en svæðið umhverfis það
er þakið stömu gúmmíi og því einkar gott að ná taki á vél-
inni. Yoga-vélarnar skera sig úr meðal annars fyrir það að
hægt er að opna skjáinn á þeim 300 gráður, þ.e.
hægt er að leggja skjáinn svo aftur að
vélin breytist í spjaldtölvu.
Hnapparnir eru þó á
sínum stað, en
verða óvirkir
um leið og
skjárinn er
kominn ákveðið langt
aftur. Lamirnar á vélinni, sem
byggjast á nýrri og mjög forvitnilegri hönn-
un, halda vel við skjáinn enda má nota vélina sem
venjulega fartölvu með skjáinn í ýmsum frávikum frá 90
gráðum, en síðan hafa hann í 180 gráðu stillingu, semsé með
vélina flata, og svo er hægt að stilla henni upp í því sem Le-
novo-bændur kalla tjald-uppsetningu, en þá er skjárinn í 270
gráðu stillingu eða þar um bil og hentar einkar vel til að
horfa á kvikmynd til að mynda.
Það er gott að vinna á vélina, maður þreytist ekki á lykla-
borðinu og það er óneitanlega þægilegt að vera með svo létta
og þunna vél í höndunum. Það er þó ekki gott að vera með
hana í kjöltunni ef maður er að horfa á kvikmynd, því hún
hitnar ansi mikið með tímanum. Ekki varð ég þó var við að
hún hitnaði úr hófi við alla almenna notkun. Ég kann líka vel
að meta litina á henni, þó „gullliturinn“ sé ekki beinlínis gull-
legur þá er hann skemmtilega öðruvísi.
Eins og fram kemur hér til hliðar þá er í vélinni Intel
Core M, Broadwell-örgjörvi, og Yoga 3 Pro er með fyrstu
vélunum sem nýta hann. Vinnsluhraði er ekkert ýkja mikill,
þó hún dugi vel fyrir alla almenna vinnslu og rafhlöðuending
ekki nema miðlungi góð. Það kemur reyndar á óvart að
menn séu ekki að ná meira útúr fyrstu Broadwell-örgjörv-
unum, en kannski vantar bara betri rekla frá Intel.
Vélin er með JPB-hátalara, sem eru eðlilega næfurþunnir,
en gefa þó merkilega góðan hljóm miðað við það. Stýrikerfi á
henni er Windows 8.1. Vélin er rétt rúmt kíló að þyngd og
330 x 229 x 12,7 mm að stærð – nettasta Windows-vél sem
ég hef séð. Hún kostar 269.900 kr. í vefverslun Nýherja.
VENJU FREMUR GLÆSILEG
EFTIR ÞVÍ SEM MAÐUR ÞARF OFTAR AÐ LYFTA
FARTÖLVUNNI TIL AÐ STINGA HENNI Í
TÖSKUNA EÐA TAKA HANA UPPÚR,
NÚ EÐA AÐ BERA HANA Á MILLI
HERBERGJA, KANN MAÐUR BET-
UR AÐ META ÞUNNAR OG LÉTT-
AR TÖLVUR – FISTÖLVUR – EINS
OG LENOVO YOGA 3 PRO.
* Ef eitthvað er út á vélina að setja þáer það helst rafhlöðuending, sem er ekki
nema 6-7 tímar, eftir því hvað maður er
að gera, sem skýrist væntanlega af
orkunni sem fer í að keyra skjá með svo
hárri upplausn. Ég hefði búist við að
hægt væri að kreista meira útúr vél með
Broadwell-örgjörva, en nýtingin batnar
væntanlega með tímanum.
* Eins og fram kemur þá er skjár-inn 13" eða réttara sagt 13,32 að
stærð. Hann er afskaplega bjartur og
litir góðir, IPS LCD snertiskjár með
upplausnina 3.200 x 1.800 dílar,
WQXGA+ (Wide Quad Extended
Graphics Array Plus) eða QHD+
(Quad HD), og hlutföllin 16:9.
Glerið er styrkt Gorilla Glass.
* Örgjörvinn í vélinni er afnýjustu kynslóð Intel-örgjörva,
Broadwell-ættar, og mér skilst
að hér sé komin ein af fyrstu
vélunum sem státa af þeim ör-
gjörva. Hann er annars 1,1-2,6 GHz
tveggja kjarna Intel 5Y70 með 4 MB örgjörvaminni.
Vinnsluminni í vélinni er 8 GB og í henni er 256 GB SSD
„diskur“. Skjákortið er Intel HD5300.
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON
Menn hafa gert ýmsar tilraunir með fistölv-
ur og ég man til að mynda eftir HP Jornada
820e, sem var aðal-vinnuvélin á ferðalögum
fyrir sextán árum eða svo, vél með Wind-
ows CE, sem var með föstu minni en ekki
hörðum disk, það kviknaði á henni sam-
stundis og slokknaði líka, með ágætis lykla-
borð og rafhlöðu sem dugði í tíu tíma.
Frá þeim tíma hafa kröfurnar orðið
meiri, menn vilja betri skjái og geta keyrt
öflugri forrit og ekki má gleyma eilífðarbar-
áttu við rafhlöðuendingu.
Eitt það fyrsta sem maður veltir fyrir sér
þegar fistölva er metin er skjár og rafhlaða
og svo örgjörvi. Ekki má þó gleyma löm-
unum sem tengja skjá og tölvu, ekki síst ef
hægt er að beygja skjáinn lengra aftur en
90 gráður eða snúa honum (sjá til að
mynda Lenovo Twist). Málið er nefnilega að
lamirnar eru oft það fyrsta sem gefur sig
(sbr. áðurnefnda HP Jornada 820e) því erf-
itt er að finna jafnvægið á milli styrks og
útlits.
Þar kemur nýja Yoga 3 Pro skemmtilega
á óvart, því eitt það fyrsta sem maður tek-
ur eftir er að lamirnar á henni eru af nýrri
gerð, allt öðruvísi en á fyrirrennaranum og
mjög forvitnilegar.
Í stað þess að festingar séu á milli skjás
og tölvu á tveimur eða þremur stöðum
eru festingarnar sex og lamirnar ná eftir
öllum samskeytunum eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd. Fyrir vikið bæta lam-
irnar engu við þykkt tölvunnar, í raun má
segja að USB-tengið ráði þykktinni á henni
því hún er lítið þykkari en hæðin á því.
Þessar nýju lamir virðast ekki heldur bæta
miklu við þyngd tölvunnar, en virka þó
mjög traustar, en útlit þeirra minnir helst á
gamaldags úról.
TÖLVA MEÐ ÚRÓL
Frumlegar lamir
Á myndinni má sjá hvernig lamirnar líkjast úról.