Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 59
30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Í köldu stríði – barátta og vinátta á átakatímum er bók eftir Styrmi Gunnarsson sem hefur vakið mikla athygli. Þar lýsir hann tor- tryggni sem einkenndi samskipti fólks sem var í tveimur and- stæðum fylkingum á kalda- stríðsárunum. Styrmir birtir kafla úr leyni- skýrslum sem hann vann á sínum tíma og byggðust á upplýsingum sem fengust úr innsta hring í her- búðum kommúnista. Hann segir frá pólitískum rótum sínum sem að vissu leyti einkenndust af því að hluti fjölskyldu hans var virkur í Flokki þjóðernissina fyrir heims- styrjöldina síðari. Einnig segir hann frá pólitískri vegferð vina sinna sem komu úr ólíkum áttum. Kalda stríðið og Styrmir Hjálp er spennusaga fyrir unglinga eftir hinn vinsæla Þorgrím Þráinsson. Fimm unglingar aka inn í myrkrið með gps-hnit og óljósa leiðarlýsingu sem á að vísa þeim á heita laug úti í óbyggðum. Engu þeirra er rótt en samt hafa þau ekki hugmynd um ógnirnar sem bíða þeirra. Hætta í óbyggðum Ævintýri fyrir yngstu börnin er fallega myndskreytt bók sem geymir 12 sígild ævintýri sem endursögð eru fyrir yngstu kynslóðina. Þar á meðal eru Aladdín, Mjallhvít, Rauðhetta, Ösku- buska, Litla hafmeyjan, Hans og Gréta og Gosi. Ævintýri sem börn heillast af. Sígild ævintýri Skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi, hefur fengið frábæra dóma enda ein af áhugaverð- ustu skáldsögum ársins. Höf- undurinn er einkar stílfimur, býr yfir hugmyndaauðgi og hef- ur síðan sankað að sér alls kyns fróðleik sem snýr að yrkisefni hans, Öræfunum og sögu þeirra. Bók sem unnendur ís- lenskra skáldsagna verða endi- lega að lesa því hún telst til tíð- inda og er örugglega ein af bestu skáldsögum ársins. Skyldulesning frá Ófeigi Bókaflóðið er í hámarki NÝJAR BÆKUR KANNSKI MÁ SEGJA AÐ LESENDUR EIGI ÚR VÖNDU AÐ RÁÐA ÞVÍ SVO MARGT ER Í BOÐI Í BÓKAFLÓÐINU. ÁGÆTT ER AÐ NÝTA SÉR BÓKATÍÐINDI SEM GAGNAST SÉRLEGA VEL RÁÐÞROTA BÓKAKAUPENDUM. ÞAÐ ER ALLA- VEGA NÓG AF BÓKUM TIL AÐ LESA OG MARGS AÐ NJÓTA ÞETTA ÁRIÐ. Í Svarthvítum dögum segir Jó- hanna Kristjónsdóttir frá bernsku sinni og unglingsárum og lýsir fjölskyldu, vinum og öðru fólki á sérlega eftirminnilegan hátt. Persónur bókarinnar eru margar hverjar breyskar og sér- sinna og því einkar minnisstæðar. Jóhanna er góður penni, eins og alkunna er, og bók hennar er einkar skemmtileg aflestrar. Eftirminnilegar minningar Flugvélar í máli og myndum er stór og mikil bók þar sem lesandinn er leiddur á myndrænan hátt í gegnum sögu flugferða. Hér er fjallað um rúmlega 800 flug- vélar, merkilegustu hreyflana, þekktustu flugvéla- smiðina og tæknina á bak við fullkomnustu vélarnar. Safnrit um sögu flugsins fyrir þá sem hafa lifandi og ástríðufullan áhuga á flugi og flugsögu. Bókin er sneisafull af forvitnilegum myndum. Allt sem þú vilt vita um flugvélar * Þegar maður er hættur að gráta er þaðvegna þess að maður trúir ekki lengurá hamingjuna. Coco Chanel BÓKSALA 19.-25. NÓV Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson 5 OrðbragðBragi Valdimar Skúlason / Brynja Þorgeirsdóttir 6 Frozen hárbókinTheodóra Mjöll / Disney 7 GæðakonurSteinunn Sigurðardóttir 8 SkálmöldEinar Kárason 9 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 10 Vísindabók Villa 2Vilhelm Anton Jónsson Handbækur / Fræðibækur / Ævisögur 1 OrðbragðBragi Valdimar Skúlason / Brynja Þorgeirsdóttir 2 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 3 Í köldu stríðiStyrmir Gunnarson 4 Náðu tökum á kvíða, fælni ogáhyggjum Sóley Dröfn Davíðsdóttir 5 AfhjúpunReynir Traustason 6 Almanak Háskóla Íslands 2015Þorsteinn Sæmundsson 7 Lífríki ÍslandsSnorri Baldursson 8 100 heilsuráð til langlífisJóhanna S. Hannesdóttir 9 Svarthvítir dagarJóhanna Kristjónsdóttir 10 Íslenskt prjón 25 tilbrigði viðhefðbundið handverk Héléne Magnússon MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Hátt hreykir heimskur sér. Veraldarsaga mín – Ævisaga hugmynda er bók eftir Pétur Gunnarsson. Pétur fór til Parísar umrótar- árið 1968 og dvaldi þar næstu árin. Pétur segir frá árunum sem mótuðu hann svo mjög, fjallar um helstu áhrifavalda og segir einnig frá samferðafólki sínu. Í bókinni er svo að finna margskonar hugleið- ingar um alls kyns efni, mjög í anda Péturs. Veraldarsaga Péturs Oddný Eir Ævarsdóttir er höfundur skáldsög- unnar Ástarmeistarinn – blindskák, en hún fékk nýlega Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir bók sína Jarðnæði, en fyrir hana hlaut hún einnig Fjöruverðlaunin á sínum tíma. Anna og Fjölnir hafa beðið skipbrot í ástinni og leggja upp í ferð í leit að meistara sem getur kennt þeim að elska á nýjan leik og tefla blindskák við ástina. Ástarmeistarinn er þriðja skáldsaga Oddnýjar. Leit að ástinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.