Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2014
Vagna Sólveig Vagnsdóttir, alþýðulistakona á Þingeyri, hefur fengið mikil viðbrögð við viðtali við hana sem birtist á
síðum þessa blaðs fyrir viku, þar sem hún gerði meðal annars grein fyrir núningi sínum við aðra heima. Vagna Sólveig
segir fjölda fólks hafa hringt í sig og beðið sig um aðstoð af ýmsu tagi. Hún hafi meðal annars verið beðin um að stíga
inn í forræðisdeilu. „Þetta er á misskilningi byggt,“ segir Vagna Sólveig í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
„Ég er ekki miðill enda þótt ég skynji ákveðna hluti og gef mig ekki út fyrir að geta hjálpað fólki að komast í samband
við aðra heima. Eins og ég gerði grein fyrir í viðtalinu þá dreg ég mig yfirleitt í hlé þegar ég skynja þessa hluti. Finn
að ég er ekki velkomin. Ég er alveg tilbúin að ræða um aðra heima, líf eftir dauðann og allt það en ítreka að ég er þess
ekki umkomin að hjálpa fólki.“
Vagna Sólveig Vagnsdóttir.
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
VAGNA SÓLVEIG ALÞÝÐULISTAKONA
Hjálpar ekki fólki að komast
í samband við aðra heima
Þeir voru hressir jötnarnir sem
stilltu sér upp fyrir ljósmyndara
Morgunblaðsins í Laugardalslaug-
inni í nóvemberlok 1994. Tilefnið
var keppnin „Sterkasti maður
jarðarinnar“ sem stóð fyrir dyrum
í Laugardalshöllinni. Myndin hafði
ákveðið forspárgildi því kappinn
sem hinir bera hér á herðum sér
fór með sigur af hólmi í keppninni.
Manfred Höberl heitir hann og er
frá Austurríki. Mun Höberl hafa
verið með stærstu upphandleggi í
heimi, 65 sentimetra að ummáli.
Hart var glímt í Höllinni. „Ég
hef aldrei tekið svona hroðalega á,
enda missti ég máttinn í lokagrein-
inni,“ sagði Andrés Guðmundsson
sem fékk silfrið. Í samtali við
Morgunblaðið kvaðst Höberl hafa
nóg að gera við að hnykla vöðvana
og keppa á aflraunamótum um
heim allan. Ekki síst í Bandaríkj-
unum. „Þar halda menn ekki vatni
yfir vöðvum og mér hafa boðist
mörg verk þar í landi. Sjáðu líka
velgengni Schwarzeneggers, allt
út á vöðvana, þó að gott við-
skiptavit spili þar reyndar inn í
líka. Ég held að honum sé um og ó
að mér eru að berast tilboð. Hann
er mun minni en ég, líður sjálfsagt
eins og dverg við hliðina á mér.“
GAMLA FRÉTTIN
Með
jötnum
Jötnarnir bregða á leik: Ted van der Perre, Illka Kinnunen, Andrés Guð-
mundsson, Forbes Cowan og Wayne Price halda á Manfred Höberl, 140
kg. Ekki fylgdi sögunni á hvers vegum hnáta þessi var þarna í lauginni.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Ron Perlman
kvikmyndaleikari
Birgir Jakobsson
verðandi landlæknir
Tom Waits
tónlistarmaður
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 19.11.14 - 25.11.14
1 2
5 6
7 8
109
43
Frozen hárbókin
Theodóra Mjöll / Disney
Skálmöld
Einar Kárason
Þín eigin þjóðsaga
Ævar Þór Benediktsson
Öræfi
Ófeigur Sigurðsson
Kamp Knox
Arnaldur Indriðason
DNA
Yrsa Sigurðardóttir
Orðbragð
Brynja Þorgeirsdóttir
Bragi Valdimar Skúlason
Saga þeirra, sagan mín
Katrín Stella Briem
Vísindabók Villa 2
Vilhelm Anton Jónsson
Gæðakonur
Steinunn Sigurðardóttir