Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 20
Ferðalög
og flakk *Það er dyggð að ferðast létt, og frábært að getakomist af með bara „flugfreyjutösku“. En hvað ef þaðþarf stærri tösku á leiðinni heim en þegar flogið varút? Fugu Luggage er ný tegund af tösku sem stækkarúr „carry on“ stærð og upp í fulla stærð, og þrefald-ast að rúmmáli. Hluti töskunnar er gerður úr sams-konar plasti og blöðrubátar og stækkar taskan með
því að bása upp hliðarnar. Varan safnar nú áheitum á
Kickstarter og fer í dreifingu um mitt næsta ár.
Smátaska sem blæs út í fulla stærð
Ljósin í Tókýó eru björt og blindandi. Íbúarnir, þrjátíu og fimm milljón stykki,
hreyfast eins og gangverk klukku í gegnum borgina. Maður spyr sig reglulega
hvort þeir séu róbotar. Japanir eru fantasíu-kenndir og eiga það til að ganga
fram í öfgar í fantasíum sínum. Í Akihabara má sjá aðdáendur manga og
anime. Shimkotzawa geymir japanska hipsterinn. Og í Harajuku hafa ung-
lingar myndað furðulega samblöndu af gotharanum og metro-skinkunni,
ásamt ótal nýstárlegum tískufyrirbærum sem orð fá ekki lýst.
Robot Restaurant fangar einstaklega vel anda borgarinnar. Þar fer fram vél-
mennasýning með post-apocalyptísku þema. Vélmenni dansa í neon-ljósadýrð-
inni og fáklæddir kvenmenn berjast í risavöxnum kvenróbótum við þungan og
taktfastan Taiko-trommuslátt. Sýningin minnir einna helst á ferðasögur
Hunters S. Thompson um framandi víddir. Gunnar Torfi Guðmundsson Japanir geta varla beðið eftir framtíðinni. Frá Robot Restaurant. Kátar stelpur og bardagaróbotar.
Í borg róbotanna
Bréfritari í jólalegri Tokyo.
PÓSTKORT F
RÁ TÓKÝÓ
V
eturinn er tími skíðaferðalaga.
Um allan heim má finna einstök
skíðaþorp þar sem bæði notaleg
hótel og skemmtilegar brekkur
bíða og snjórinn oft kominn löngu áður en
tekst að opna brekkurnar í Bláfjöllum eða
Hlíðarfjalli.
En hvert á að stefna? Hvar eru bestu
skíðasvæðin í dag?
Úr vöndu er að ráða enda skíðasvæðin
fleiri en tölu verður á komið og ólíkir
skíðaiðkendur leita í ólík svæði eftir
áherslum sínum og efnahag. Hér eru
nokkur sem vert er að athuga:
Háir tindar Bresku Kólumbíu
Þegar spurt er um bestu skíðasvæði heims
er smábærinn Whistler Blackcomb í Kan-
ada oft nefndur á nafn, skíðaþorp 125 km
norður af Vancouver. Bærinn dregur nafn
sitt af tveimur fjöllum sem standa á hvora
hönd bæjarins: Whistler og Blackcomb.
Kláfur ferjar gesti á milli tinda fjallanna
en skíðasvæðið er svo stórt að þar eru
samtals 39 lyftur í notkun.
Mikið hefur verið fjárfest í aðbúnaði og
þjónustu á svæðinu og úrval hótela, veit-
ingastaða og verslana sem bíða eftir skíða-
köppunum þegar þeir vilja taka sér frí frá
brekkunum.
Er Whistler Blackcomb stærsta skíða-
svæði Norður-Ameríku og tekur oft á móti
fleiri en 2 milljónum gesta árlega.
Bílalaus bær í Sviss
Ef fólk vill frekar taka stefnuna á Evrópu
og peningar eru ekki mikil fyrirstaða, þá
er vert að athuga skíðaþorpið Zermatt í
Sviss. Bærinn þykir ekki jafndýr og sum
skíðasvæðin í nágrenninu, eins og Gstaad
og St. Moritz, Sviss er samt aldrei ódýr
staður að heimsækja. Byggðin þykir sér-
lega fögur og Zermatt státar af næst-
hæstu skíðalyftu heims, mælt út frá lóð-
réttu falli. Það gefur Zermatt líka ákveðna
sérstöðu að þar eru aðeins rafmagnsbílar
leyfðir og allir gestir koma til bæjarins
með lest.
Göturnar eru mjóar og gamaldags, lúxus-
hótel standa við hliðina á aldagömlum sviss-
neskum hlöðum og enginn skortur á dýrum
fyrsta flokks veitingastöðum. Matterhorn
gnæfir yfir landslaginu og ef fólk skyldi
þreytast á brekkunum og lúxusinum er allt-
af hægt að heimsækja Matterhorn-safnið.
Brekkur fyrir ævintýramenn
Fyrir suma skiptir minna máli að vera á
huggulegu hóteli í sætum fjallabæ og mik-
ilvægara að láta reyna á hæfileikana í
krefjandi og æsispennandi brekkum. Bær-
inn Chamonix í Frakklandi er stundum
kallaður fæðingarstaður „extreme“-
skíðamennsku.
Lyfturnar og kláfarnir ferja skíðafólkið
upp ákaflega brattar og viðsjárverðar
brekkur sem aðeins reyndustu skíðamenn
ættu að spreyta sig á. Ef veður og snjóa-
lög leyfa er hægt að fara upp á jöklana
sem prýða hæstu tindana í kring og skíða
niður brekkur sem eru með um 2,7 km
fallhæð. Á kvöldin á næturlífið að vera sér-
lega líflegt enda laðar bærinn að sér fólk
sem nýtur þess að lifa í núinu.
Japönsk púðurterta
Góð skíðasvæði eru víðar en í Evrópu og
N-Ameríku. Þökk sé köldum loftstraumum
frá Síberíu eru fjöllin á japönsku eyjunni
Hokkaido þekkt fyrir stöðugt framboð af
fyrsta flokks púðursnjó.
Skíðasvæðið Niseko þykir þar bera af,
en um er að ræða fjögur skíðasvæði sem
umkringja fjallið Niseko Annupuri. Þegar
sólin sest varpa risavaxnir ljóskastarar
birtu á brekkurnar og hægt að skíða langt
fram á kvöld. Þegar skíðadeginum lýkur
er hægt að mýkja upp þreytta vöðvana í
einhverri af þeim mörgu heitu lindum sem
finna má á svæðinu.
RÓMANTÍSK ÞORP OG PÚÐURSNJÓR
Hvar leynast bestu
skíðasvæði heims?
HÉR OG ÞAR LEYNAST FRAMÚRSKARANDI SKÍÐASVÆÐI SEM
GAMAN VÆRI AÐ HEIMSÆKJA.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Zermatt er ekta svissneskur fjallabær. Lúxushótelið Mont Cervin Palace sést hér fyrir miðju.
Ljósmynd / Romy Biner-Hauser - Wikipedia (CC)
Bærinn Chamonix státar af fjörugu næturlífi og stór-
hættulegum brekkum fyrir fífldjarfa skíðamenn.
Ljósmynd / Lite - Wikipedia (CC)
Útsýnið er ekki amalegt í löngum kláfinum sem
tengir saman tinda Whistler og Blackcomb.
Ljósmynd / Ruth Hartnup (CC)
Það er enginn skortur á ómótstæðilegum púðursnjó í Niseko og útsýnið er ekkert slor heldur.
Ljósmynd / Jun Kaneko (CC)