Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Blaðsíða 53
Eftir fæðingarorlofið fór ég að vinna sem þýðandi og túlkur. Nokkrum árum síðar flutti ég mig yfir í markaðsmál, það er markaðs- setningu verkfræðifyrirtækja. Árið 1997 gekk ég til liðs við alþjóðafyr- irtækið Motorola og vann hjá því í Moskvu. Þar var gott að vinna og þar lærði ég mikilvæg gildi í lífinu. Svo sem að gera það sem rétt er hverju sinni. Starfi mínu fylgdu mikil ferðalög, bæði um Rússland og um allan heim. Ég hef farið í hundrað og fimmtíu ferðalög um víða veröld.“ Samtímis því sem Tatiana vann við markaðsmál hjáMotorol stund- aði hún nám. „Ég ákvað að bæta við mig þekk- ingu á viðskiptum og tók fjögra ára MBA-nám við Opna viðskiptahá- skólann í Bretlandi. Árið 2009 fór ég að vinna hjá fyrirtækinu Avaya, alþjóðlegu verkfræðifyrirtæki. Þar var ég yfir markaðssetningu í Rúss- landi og nokkrum öðrum löndum. Þetta vann ég við fram á mitt ár 2011, þegar ég flutti endanlega til Íslands,“ segir Tatiana. Íslendingar vingjarnlegir Hún kveðst hafa flutt til Íslands í kjölfar kynna sinna við Sigurð Ís- leifsson, sem hún giftist árið 2009. „Fyrst bjuggum við í Reykjavík en fyrir ári í þetta yndislega, litla þorp, Voga á Vatnsleysuströnd. Ég er fædd og uppalin í stórborg, Moskvu, með fimmtán milljón íbúa og hefði aldrei getað ímyndað mér að mér gæti liðið svona vel í slíku fámenni. En það eru einhverjir galdrar hér í Vogum sem gera það að verkum að mér finnst ég eiga heima hérna.“ Hvernig finnst þér lífið hér á Íslandi almennt? „Lífið er aldrei auðvelt, það hef- ur sínar góðu og slæmu hliðar. Við lærum og styrkjumst á þeirri veg- ferð. Auðvitað hefur þessi efnahags- kreppa sem reið yfir, líka hér á Ís- landi, haft sín áhrif og gert það að verkum að vinnufúst fólk fær ekki þau störf sem því henta. Þetta mun breytast. Mér finnst eins og þessar breytingar séu á leiðinni. Ísland er stórbrotið og Íslendingar vingjarn- legt fólk. Þetta er lítil þjóð í landi sem býður upp á gífurleg tækifæri til sköpunar og hvetur alla til að láta drauma sína rætast, burtséð frá aldrei þeirra og bakgrunni.“ Morgunblaðið/Þórður Glæsilegur stóll með rússnesku áklæði. Tatiana hafði mikið fyrir að gera við hann. Hinir stólarnir bíða viðgerðar, sá lági er hjúkrunarstólinn frá Bretlandi. Nokkur af tækjum þeim sem Tatiana notar við húsgangaviðgerðirnar. Tatiana og Sigurður hafa gott auga fyrir gömlum og fallegum hlutum. Tatiana kaupir allskyns stóla - en allir eru þeir vandaðir og glæsilegir. * Líklega hefur fráfall pabba átt þátt íað ég valdi mér verkfræði sem há-skólanám. Ég stundaði það í fimm ár. Lauk 1988 prófgráðu með hæstu einkunn í jarðganga- og neðanjarðarlestakerfum. Gærustóllinn úr hinum sjaldgæfa elmi og ruggustóll úr eik með kýrskinni. 30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.